18.03.2014 10:39

Úrtaka fyrir Bikarmót í Reykjavík

Fyrirhugað er að LH haldi "Bikarmót" í Kópavogi, með þátttöku efstu hesta úr vetrar-mótaröðunum á landinu. Fyrirhugað er að þetta "Bikarmót" verði haldið fyrstu helgina í apríl í tengslum við Hestadaga í Reykjavík. 
Ekki liggur alveg endanlega fyrir með fyrirkomulag þessa móts, en það er ekki eftir neinu að bíða að skipuleggja úrtöku fyrir töltið og fjórganginn og verður þessi úrtaka fyrir öll félögin á Vesturlandi.

Úrtakan verður í Faxaborg föstudaginn 21. mars og byrjar kl. 20. Við byrjum á fjórganginum V2 - unglingar - ungmenni - fullorðnir. Síðan er töltið T3 í sömu röð.

Þátttökugjald er kr. 2.000.-, en þátttaka er bundin við félagsmenn í félögum á Vesturlandi.

Þátttöku ber að tilkynna á netfangið kristgis@simnet.is eða í síma 898 - 4569. Fram þarf að koma nafn knapa - nafn hests - grein - og upp á hvora höndina riðið verður. 
Við höfum gamla lagið á þessu og notum excel enda frekar einfaldir útreikningar. Tilkynna þarf mætingu í síðasta lagi kl. 20 á fimmtudag.

Reiknað er með að efstu knapar í opnum flokki og ungmenni í "minna vanir" í fimmgangi á laugardaginn síðasta hafi unnið sér inn þátttökurétt að uppfylltum skilyrðum um félagsaðild.

Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 69
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 173622
Samtals gestir: 27037
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 23:19:17

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar