Snæfellingshöllin





Stofnuð var hlutafélag um byggingu og rekstur Reiðhallar í Grundarfirði árið 2007.   Þeir sem stóðu að því hlutafélagi í upphafi eru Snæfellingur ,Hesteigendafélag Grundarfjarðar og Grundarfjarðarbær.Hlutafélagið hlaut nafnið  Snæfellingshöllin ehf ,síðar kom Guðmundur Ólason á Fellsenda inn í hlutafélagið þegar ákveðið var að kaupa af honum reiðhöllina sem hann var búin að reisa í tengslum við hesthús sitt.

Húsið sem keypt var af Guðmundi er 16 x 30 metrar,ákveðið var í tengslum við kaupin að stækka húsið þannig að reiðvöllurinn yrði 16 x 50 metrar og síðan breikkað um 4 til 5 metra fyrir áhorfendur og innkomu fyrir hross. Gert er ráð fyrir að smíðaðar verði stíur í húsinu svo hægt verði að geyma hesta meðan verið að vinna í húsinu.

Vorið 2010 fór bygginganefnd hallarinnar í leiðangur á suðurland til að skoða reiðhallir með tilliti til að kanna stærð og gerð áhorfendapalla og til að hitta menn frá Landstólpa til að ræða möguleika á stækkun.

 Nú er staðan þannig að við fengum útfærslu á stækkun og breikkun hússins og verð í það.  Í kjölfa rþess var ákveðið að ganga til samninga við Landsstólpa um kaup á stækkuninni ,vinna við það er nú í gangi.

 Samkomulagið við Guðmund var þannig að hann hefði tímann í Húsinu frá 8 til 14 fyrir sína starfsemi en eftir það hefur Snæfellingshöllin húsið til nota. Öllum er heimilt að nýta húsið endurgjaldslaust fram að áramótum,en eftir áramót verður í gangi gjaldsskrá sem verið er að semja , ætlunin er að hafa hana hófstillta þennan fyrsta vetur.

Í stjórn Snæfellingshallarinnar eru:

Bjarni Jónasson stjórnarformaður

Ólafur Tryggvason

Kristján M Oddson

Elvar Þ Alfreðsson

Gunnar Kristjánsson

Gísli Ólafsson

Rósa Guðmundsdóttir

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332144
Samtals gestir: 46317
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:48:24

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar