Félagið

Þann 2 desember árið 1963 er boðað til fundar til að stofna

Hestamannafélagið Snæfelling.

Hvatamaðurinn að þessum fundi og fundarboðandi var Leifur Kr.  Jóhannesson.

Stofnfélagar eru taldir um 40.  En nú eru 270 manns í félaginu.

 

Fyrstu stjórn skipa þeir.

Sr. Árni Pálsson, Söðulsholti  formaður

Ragnar Jónatansson, Miðgörðum

Alexander Guðbjartsson, Stakkhamri

Hildibrandur Bjarnason, Bjarnarhöfn

Leifur Kr. Jóhannesson, Stykkishólmi.

 

Siðan hafa þessir verið formenn.

1963 Sr. Árni Pálsson, Söðulsholti 

1969 Bjarni Alexanderson, Stakkhamri 

1970 Haukur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum 

1976 Bernt H. Sigursson, Stykkishólmi 

1981 Ragnar Jónatansson,   

1984 Ólafur Kristjánsson, Ólafsvík 

1985 Ragnar Jónatansson,  

1987 Tryggvi Gunnarsson, Brimilsvöllum 

1989 Ragnar Hallsson, Hallkellstaðahlíð 

1992 Sólrún Júlíusdóttir, Stykkishólmi 

1995 Lárus Hannesson, Stykkishólmi

1999 Hallur Pálsson, Naustum 

2003 Sigrún Ólafsdóttir, Hallkellstaðahlíð 

2007 Gunnar Kristjánsson, Grundarfirði 

2009 Gunnar Sturluson, Hrísdal 

2012 Ásdís Ó. Sigurðardóttir

2018 Herborg Sigurðardóttir

 

Árið 1965 tók félagið á leigu á  hluta landsins Hólslands fyrir stóðhestagirðingu.

 

Félagssvæði Snæfellinga er á Káldármelum, en fyrsta hestamannamót Snæfellings var haldið á Kaldármelum 1. ágúst 1965.  Fyrsta jarðraskið var 1973 og síðan hefur mikið verið gert þar og er þetta svæði orðið að stórmótssvæði.

 

Snæfellingur er aðili að H.S.H., L.H. Í.S.Í og Hrossvest.

 

 

 Lög hestamannafélagsins Snæfellings.

 

1.Grein

    Félagið heitir Hestamannafélagið Snæfellingur og er starfsvæði þess Snæfellsnesog Hnappadalssýsla.  Heimili þess og varnarþing skal vera þar sem formaðurþess er búsettur. Félagið er aðili að H.S.H., L.H.  og Í.S.Í og er háðlögum, reglum og samþykktum íþróttarhreyfingarinnar.

2.Grein

    Tilgangur félagsins er í meginþáttum þessi:

    a) að hafa yfirstjórn með hestaíþróttum innan HSH

    b) að vinna að hrossarækt á svæðinu

    c) að vinna að eflingu hestamennsku á svæðinu.

    d) að efla mótahald á svæðinu

    e) að vera málsvari félagsmanna innan og utan héraðs.

    d) að gangast fyrir fræðslu fyrir félagsmenn

3.Grein

    Allir geta orðið félagsmenn sem greiða tilskilin félagsgjöld og samkvæmt lögumLH.   Börn og unglingar greiða aðeins félagsgjald sem nemur gjaldi til LH.  Ef félagsmaður greiðir ekki félagsgjald í 2 ár er stjórn heimilt að strika hann út af félagsskrá, greiði félagi ekki félagsgjöld í 3 ár skal stjórn strika félagsmann út af félagskrá eftir að hafa veitt honum aðvörun.  Ekki er heimilt að taka inn nýja félaga sem skulda gömul félagsgjöld.  Félagar sem skulda félagsgjöld frá fyrra ári hafa ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins og ekki keppnisrétt á mótum félagsins.

4.Grein

    Málefnum hestamannafélagsins stjórna:

           a) aðalfundur

           b) stjórn Snæfellings.

5.Grein

           Aðalfundur skal haldinn ár hvert eigi síðar en 20. apríl  og skal boðaðtil hans með minnst 7 daga fyrirvara.  Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála.  Ef um lagabreytingar er að ræðaskal tilkynna það í fundarboði og til að þær nái fram að ganga þarf 2/3greiddra atkvæða fundarmanna.  Sé um lagabreytingar að ræða ber að boðafund með minnst 7 daga fyrirvara.  Aukafundi boðar stjórn eftir þörfum.

6.Grein

           Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum og jafn mörgum til vara, kjörnum áaðalfundi.  Formaður skal kosinn beinni kosningu með uppástungu, til tveggja ára í senn.  Stjórnin skal skipta með sér verkum að öðru leyti, í varaformann, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda.  Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn.  Röð stjórnarmanna skal vera óbreytt miðað við fyrri kosningar þ.e.a.s. aðeins er kosið um tvo menn í stjórn ár hvert. Hljóti stjórnarmaður kosningu til formanns skal kjósa aðalmann í hans stað til 1 árs.  Kjósa skal skoðendur reikninga til 2. ára.  Þeir sem hljótaflest atkvæði á eftir aðalmönnum hljóta kjör í varastjórn.

7.Grein

           Reiknisárið skal vera almanaksárið og skal gjaldkeri leggja fram endurskoðaðareikninga á aðalfundi.

8.Grein

           Fulltrúar á þing L.H.skulu kosnir á aðalfundi og einnig fulltrúar á aðalfund HrossaræktarsambandsVesturlands og þing H.S.H.  Formaður félagsins skal sjálfkjörinn á þessa fundi.

9.Grein

           Stjórn félagsins getur skipað í nefndir sér til aðstoðar, eftir því sem þurfaþykir en skylt er skipa í eftirtaldar nefndir:  Mótanefnd  5menn.   Æskulýðsnefnd   6 menn.  Fræðslunefnd  3menn.  Íþróttafulltrúa  1 mann  Uppstillingarnefnd 3 menn. Stjórn Snæfellings og nefndir skulu halda sameiginlegan fund fyrir 1.Febrúar árhvert.

10.Grein

           Störf aðalfundar eru:

1.Fundarsetning og kosnir starfsmenn fundarins.

2. Inntaka nýrra félaga.

3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.Gjaldkerileggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlunnæsta árs.

5.Skýrslur nefnda.

6.Lagðar fram tillögur.  umræður og afgreiðsla.

7.Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H.  H.S.H.og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.Önnur mál.

9.Þingfundargerð lesin og staðfest.

10.Fundarslit

 

11.Grein

           Stjórn sér um allar framkvæmdir og fjárreiður félagsins á milliaðalfunda.  Stjórn sér um að koma samþykktum aðalfundar í framkvæmd. Aðalfundur eða stjórn getur ákveðið að fela félagsmönnum utans stjórnar aðvinna að tilteknum verkefnum.

12.Grein

           Heiðursfélaga má stjórn kjósa ef stjórn er einhuga um það.

13.Grein

           Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 atkvæðisbærrafundarmanna.  Tillögur að lagabreytingum skulu liggja frammi viku fyriraðalfund enda sé þeirra getið í fundarboði.

14.Grein

           Lög þessi öðlast þegar gildi og eldri lög falla úr gildi.  28.  mars 1998

 

 

 

Til að eiga rétt á að mæta í úrtöku.

Til að geta tekið þátt í úrtöku á vegum Snæfellings þarf eigandi hestsins að vera  skráður í félagið síðasta lagi 15. apríl árið sem úrtakan fer fram. Ef hestur er í eigu fyrirtækis þarf þá aðaleigandi fyrirtækisins að vera í Snæfellingi.

 

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332144
Samtals gestir: 46317
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 16:48:24

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar