Færslur: 2012 Mars

28.03.2012 13:35

Æskan

Æskan og hesturinn

Fjölskyldusýningin Æskan og hesturinn verður haldin á sunnudaginn kemur, þann 1.apríl. Tvær sýningar verða þann dag, kl 13 og 16. Búist er við mikilli aðsókn enda frítt inn!


Krakkarnir í hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og gestafélagið Þytur, hafa lagt nótt við dag að æfa sín atriði og eru til í tuskið á sunnudaginn.

Atriðin eru af ýmsum toga: Smalakeppni, fimleikar á hestum, pollar í skrautbúningum, töltslaufur 10-12 ára krakka, afreksknapar og margt margt fleira.

Æskan og hesturinn er hluti Hestadaga í Reykjavík og verður lokapunktur þeirrar hátíðar!


28.03.2012 13:33

Hestadagar

Borgarbúar kynnast hestinum

Dagana 29. mars - 1. apríl verða Hestadagar í Reykjavík haldnir hátíðlegir og margt spennandi í spilunum þessa daga í borginni. Það er Landssamband hestamannafélaga í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að viðburðinum. 

Borgarbúar fá nú tækifæri til að kynnast íslenska hestinum í nærmynd.
Laugardagurinn 31. mars verður helgaður hestinum í Ráðhúsi Reykjavíkur og munu hestar og hestamenn verða áberandi í miðbænum þennan dag.  
Boðið verður upp á hestateymingar við Ráðhúsið, fyrirlestrar af ýmsum toga um hestinn, sögu hans og atferli. Línudans verður kynntur og gestum og gangandi boðið að læra nokkur spor. Dagskráin í Ráðhúsinu endar svo á því að Helgi Björns tekur nokkur vel valin lög. 
Um kvöldið halda áhugasamir svo á einstaka töltkeppni í Skautahöllinni í Laugardal, þar sem "Þeir allra sterkustu" etja kappi í tölti á ís. 
Hápunktur laugardagsins er SKRÚÐREIÐ um það bil 150 hesta frá Vatnsmýrarvegi, upp á Skólavörðuholt og niður Skólavörðustíginn og Bankastrætið, svo að Austurvelli og eftir Tjarnargötu inn í Hljómskálagarð og endað á sama stað og byrjað var við Vatnsmýrarveg.  

Sunnudagurinn er svo helgaður æskulýðnum í hestamennskunni en sýningin Æskan og hesturinn hefur gengið í mörg mörg ár og þar leiða saman hesta sína hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu. Ungir hestamenn sýna alls kyns kúnstir á fákum sínum í Reiðhöllinni í Víðidal og eru sýningar kl. 13 og kl. 16. Aðgangur er ókeypis og því borgar sig að mæta tímanlega! 

Íííííííhhhhhaaaaaa, sjáumst á Hestadögum í Reykjavík

Dagskrána í heild sinni má finna inn á www.icelandichorsefestival.is
 

27.03.2012 22:53

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings


Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi  28. mars 2011, kl. 20.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.    Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.  Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál.

         a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.


Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.

19.03.2012 21:40

Vesturlandssýning

Faxaborg í Borgarnesi




Vesturlandssýning verður í Faxaborg laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00.


Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir fimmtán ára og eldri.
Forsala aðgöngumiða er hafin og fer þannig fram að miðakaupendur greiða inn á reikning, prenta út kvittun og hafa hana með sér þegar þeir mæta á sýninguna.  Kvittun skal líka senda á netfangið lit@simnet.is
Greiða skal inn á reikning 0354-26-3516, kt. 190262-2009 (Ingi Tryggvason)

Forsölu lýkur kl. 20:00 á föstudag.
ATH: Til að vera öruggur með miða er vissara að kaupa hann í forsölu.  Á Vesturlandssýningunni 2011 var uppselt.

Á sýningunni verða m.a. þessi atriði:
Börn 
Unglingar
Fimleikar
Dekkjarallý
Vestlenskar glæsikonur
Menntaskóli Borgarfjarðar
Félag tamningamanna (félagar á Vesturlandi)
Kynbótahross bæði hryssur og stóðhestar
Gæðingar A og B flokkur
Ræktunarbú m.a.:
        Skáney
        Sturlureykir
        Einhamar
        Berg
        Skjólbrekka o.fl.
Auk annarra atriða og verða þau ekki öll sett í sýningarskr
á





18.03.2012 19:17

Aðalfundur


Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings


Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi  28. mars 2011, kl. 20.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.    Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.  Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál.

         a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.


Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.

10.03.2012 10:18

Undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna

Nú er undirbúningur fyrir Vesturlandssýningu í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð. Mörg ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum.

 

Ennþá er verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:

Kynbótahross:

4 vetra hryssur

4 vetra folar

5 vetra hryssur

5 vetra folar

6 vetra og eldri hryssur

Vestlenskir stóðhestar

Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012

A flokkur gæðinga

B flokkur gæðinga

Skeiðhestar

 

Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem gæti átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.

Sýningin verður haldin þann 24. mars n.k. í Faxaborg, Borganesi.

 

Eyþór Jón Gíslason, brekkurhvammur10@simnet.is  gsm: 898-1251

Svala Svavarsdóttir,  budardalur@simnet.is   gsm: 861-4466

 

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is  gsm 892 5678

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is  gsm 895 4936

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is  gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)

 

Undirbúningsnefndin

  • 1
Flettingar í dag: 135
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 182370
Samtals gestir: 27844
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:30:23

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar