10.12.2017 22:04

Héraðsþing HSH

Héraðsþing HSH

 

verður haldið mánudaginn 11. desember 2017 kl. 19:00

í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík

 

 

Dagskrá:

 

1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til

        Samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

              a) Fjárhagsnefnd

             b) Íþróttanefnd

             c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                                sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

  1. Þingslit.

 

13.11.2017 14:32

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings var haldinn í reiðhöllinni á Lýsuhól. Þar hafa þau hjónin Agnar og Jóhanna byggt sér glæsilega aðstöðu og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa flottu reiðhöll. Þetta er þá fimmta stóra reiðhúsið sem er byggt hér á Snæfellsnesi.

Byrjar var á því að skoða reiðhöllina og hesthúsið hjá þeim á Lýsuhóli

Heimilisfólkið á Lýsuhóli tók að sér eldamennskuna að þessu sinni og snæddum við dýrindis lambkjöt og tertur  á eftir. Mæting var mjög góð og áttu um 80 manns skemmtilega kvöldstund þarna.  Happdrættið sló í gegn eins og alltaf og færum við þeim sem gáfu vinninga í happdrættið kærar þakkir fyrir.

Veittar voru viðurkenningar eins og við höfum gert undanfarin ár til barna, unglinga og ungmenna. Efstu kynbótahrossin í hverjum flokk og þotuskjöldinn sem að þessu sinn var veittur eigendum þess hest sem oftast hefur unnið A flokkinn hjá Snæfelling. Sá hestur sem vinnur   A flokkinn fær afhentan farandbikar,  ístaðið og hefur verið afhent síðan 1965 og hefur Atlas frá Lýsuhóli unnið þetta 6 sinnum í röð. Við óskum eigendum og knöpum Atlasar innilega til hamingju með frábæran árangur. Ræktunarbú Snæfellings er Hrossaræktarbúið Berg þar búa þau Anna Dóra og Jón Bjarni, þeim hefur gengið vel á árinu með hrossin sín og voru meðal annars tilnefnd á landsvísu sem ræktunarbú. Knapi Snæfellings er svo Siguroddur Pétursson og hefur hann náð frábærum árangri með þá Hryn og Stegg frá Hrísdal og var hann einnig tilnefndur á landsvísu.

 

  • 1
Flettingar í dag: 41
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 121
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 534686
Samtals gestir: 85943
Tölur uppfærðar: 11.12.2017 05:07:33

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Ásdís Sigurðardóttir, formaður Herborg Sigurðardóttir,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar