Færslur: 2017 Nóvember

13.11.2017 14:32

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings var haldinn í reiðhöllinni á Lýsuhól. Þar hafa þau hjónin Agnar og Jóhanna byggt sér glæsilega aðstöðu og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa flottu reiðhöll. Þetta er þá fimmta stóra reiðhúsið sem er byggt hér á Snæfellsnesi.
Byrjar var á því að skoða reiðhöllina og hesthúsið hjá þeim á Lýsuhóli
Heimilisfólkið á Lýsuhóli tók að sér eldamennskuna að þessu sinni og snæddum við dýrindis lambkjöt og tertur  á eftir. Mæting var mjög góð og áttu um 80 manns skemmtilega kvöldstund þarna.  Happdrættið sló í gegn eins og alltaf og færum við þeim sem gáfu vinninga í happdrættið kærar þakkir fyrir.
Veittar voru viðurkenningar eins og við höfum gert undanfarin ár til barna, unglinga og ungmenna. Efstu kynbótahrossin í hverjum flokk og þotuskjöldinn sem að þessu sinn var veittur eigendum þess hest sem oftast hefur unnið A flokkinn hjá Snæfelling. Sá hestur sem vinnur   A flokkinn fær afhentan farandbikar,  ístaðið og hefur verið afhent síðan 1965 og hefur Atlas frá Lýsuhóli unnið þetta 6 sinnum í röð. Við óskum eigendum og knöpum Atlasar innilega til hamingju með frábæran árangur. Ræktunarbú Snæfellings er Hrossaræktarbúið Berg þar búa þau Anna Dóra og Jón Bjarni, þeim hefur gengið vel á árinu með hrossin sín og voru meðal annars tilnefnd á landsvísu sem ræktunarbú. Knapi Snæfellings er svo Siguroddur Pétursson og hefur hann náð frábærum árangri með þá Hryn og Stegg frá Hrísdal og var hann einnig tilnefndur á landsvísu.
 
Ræktunarhross
 
Hryssur
 
5 vetra
IS201237490 Lukkudís frá Bergi,  8.44   8.44   8.44 Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði, Hilda frá Bjarnarhöfn – Anna Dóra
6 vetra
IS2011137959 Eldborg frá Haukatungu Syðri, 7.74  7.96  7.87 Álfnnur frá Syðri-Gegnishólum, Mynd frá Haukatungu Syðri 1 -  Ólafur Pálsson
7 vetra
IS010237336Hafdís frá Bergi,  8.13  8.33  8.25 Sporður frá Bergi,  Orka frá Viðvík – Anna Dóra og Jón Bjarni
 
Hestar
4 vetra
IS2013137490 Huginn frá Bergi, 8.44   8.01  8.19 Krókur frá Ytra-Dalsgerði,  Hilda frá Bjarnarhöfn  - Anna Dóra Markúsdóttir
5 vetra
IS2012137485 Sægrímur frá Bergi, 8.54  8.83  8.71 Sær frá Bakkakoti, Hrísla frá Bergi – Jón Bjarni Þorvarðarson
6 vetra
IS2011137210 Goði frá Bjarnarhöfn, 8.13  8.86  8.56 Spuni frá Vesturkoti, Gyðja frá Bjarnarhöfn – Brynjar Hildibrandsson
7 vetra
IS2010137338 Múli frá Bergi, 8.70  8.26  8.44 Kappi frá Kommu Minning frá Bergi – Jón Bjarni Þorvarðarson
 
 
Hvatningaverðlaun.
 
Barnaflokkur.
Gísli Sigurbjörnsson
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir
Harpa Dögg Heiðarsdóttir
Signý Ósk Sævarsdóttir
 
Unlingaflokkur
Brynja Gná Heiðarsdóttir
Embla Þórey Elvarsdóttir
Fjóla Rún Sölvadóttir
Inga Dís Víkingsdóttir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir
 
Ungmennaflokkur
Borghildur Gunnarsdóttir
Fanney Ó. Gunnarsdóttir
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
 

07.11.2017 09:36

Frumtamninganámskeið

Frumtamningar námskeið á Skáney í desember.

 

Markmið námskeiðsins er að tryppið sé gert reiðfært,teymist á hesti og lagður góður grunnur að áframhaldandi þjálfun.

 

Helgarnar . 1-3 des, 8-10 des og 15-17 des..

 

Kennarar: Randi Holaker og Haukur Bjarnason

Verklegt: Föstudagur 1 kennslustund, laugardagur 2 kennslustudir og sunnudagur 2 kennslustundir

Námskeiðið samanstendur af:

Bóklegt x 3 skipti

Sýnikennsla x 3 skipti

Verklegar kennslustundir x 15 skipti

Innifalið í námskeiði er: kennsla, aðstaða, hesthúspláss og hey, matur/kaffi    laugardag og sunnudaga.

Verð: 65.000 þúsund

 

Hægt verður að leiga sér pláss á staðnum fyrir tryppið á milli helga gegn vægu verði. Upplagt að nýta sér aðsöðunna til þjálfunar og tamninga á milli námskeiðshelga.

Hægt verður að leigja sér gistingu á staðnum yfir helgarnar.

Áhugasamir hafi samband sem fyrst randi@skaney.is sími 8445546/8946343

06.11.2017 11:03

Uppskeruhátíð

 


 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

Reiðhöllinni á Lýsuhóli

Fösdudaginn 10. nóvember

 

Klukkan 20 og verður byrjað á að skoða reiðhöllina

og reiknum með að matur verði uppúr kl. 20.30

 Maturinn kostar 3000 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

Boðið verður uppá gistingu. Frítt fyrir þá sem koma með sængina og koddann.

En annars 5000 kr. ef fólk vill fá uppá búið.

Láta vita í síðasta lagi fimmtudaginn 9. nóvember með gistingu   info@lysuholl.is

Eða í síma 4356716

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

·        Ræktunarbú ársins

·        Viðurkenningar til knapa

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

Látið vita með þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 9. nóvember  kl. 20 netfangið  asdissig67@gmail.com  herborgsig@gmail.com  einnig í síma 893 1584 Sigga eða olafur@fsn.is

 Allir velkomnir.

  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 172239
Samtals gestir: 26849
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 09:33:54

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar