Færslur: 2012 Apríl

30.04.2012 22:09

Íþróttamót

Opið hestaíþróttamót Snæfellings

 

Opna íþróttamót Snæfellings verður haldið í

Grundarfirði laugardaginn 12, maí

Mótið hefst kl. 10:00

 

Dagskrá:  (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Þulur stjórnar keppni og eru 2 inná í einu.

 

Forkeppni

Fjórgangur: 1, flokkur,  2, flokkur, barna-, unglinga- og       ungmennaflokkur

Fimmgangur:  1, flokkur,  2, flokkur                            

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmennaflokkur og  2, flokkur,  1, flokkur,

Pollaflokkur, þar má teyma undir eða ríða sjálfur, allir fá þátttökupening.

Úrslit

Fjórgangur: 1, flokkur,  2, flokkur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: 1, flokkur,  2, flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmennaflokkur,  og 2, flokkur,  1, flokkur,

100 m skeið: 1, flokkur

Gæðingaskeið 1, flokkur

 

Skráning hjá Ásdísi í síma: 845 8828  eða á netfangið asdis@hrisdalur.is

Við skráningu þarf að koma fram keppnisflokkur, kennitala knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni.

2, flokkur er minna keppnisvanir.

 

Tekið er við skráningum til miðvikudagsins  9. maí kl. 22

 

Skráningargjald er 2500 kr. en 2000 kr. fyrir skuldlausa félaga, fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld leggist inná reikning 0191-26-876 kt. 440992-2189

fyrir klukkan 22 miðvikdaginn 9. maí annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.

Sendið kvittun á netfangið asdis@hrisdalur.is og setja í skýringu,  íþróttamót 2012

 

Stjórnin

 

24.04.2012 12:14

Glaður

 

___________________________________________________________________

Íþróttamót Glaðs

Opna íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 1. maí.

 Mótið hefst kl. 10:00.

Dagskrá:  (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Forkeppni

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur                              

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit

Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: Opinn flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

100 m skeið: Opinn flokkur

Skráningar fara fram hjá:

Þórði s: 434 1171, netfang: thoing@centrum.is

Svölu s: 434 1195, netfang: budardalur@simnet.is

Herdísí s: 434 1663, netfang: herdis@audarskoli.is

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests, upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni og fyrir hvaða félag er keppt. Tekið er við skráningum til laugardagsins 28. apríl. Skráningargjald er 1.500 kr. fyrir hverja skráningu.

Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.

 

10.04.2012 12:50

Húsasmiðjumót

Húsasmiðjumót!

13. apríl fjórgangur opið mót
í Faxaborg, Borgarnesi
Mótið hefst kl. 18

Keppt verður í flokkunum:
Stelpur - fæddar 1996 og yngri
Strákar - fæddir 1996 og yngri
Konur - fæddar 1995 og eldri
Karlar - fæddir 1995 og eldri

Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11.apríl á 
netfangið:jonkristj@hotmail.com eða í s. 8488010 - Siggi. Eftirtalið þarf að koma fram:
Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, is númer hests, nafn hests.

Skráningargjald er 2000.kr fyrir fyrir eldri flokka (1.000 kr.fyrir annan hest) 
             1000 kr.fyrir yngri flokk (1000 kr. fyrir annan hest).
 Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 12.apríl,      annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem
fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum
Stíupláss til leigu petursum@hotmail.com eða s.895-1748

Hestamannafélagið Skuggi

10.04.2012 12:48

Stórdansleikur í Faxaborg

Stórdansleikur í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, 

síðasta vetrardag miðvikudaginn 18. apríl 2012 frá kl. 23:00 til 03:00

Ingó og Veðurguðirnir halda upp fjörinu. 

Aldurstakmark 16 ár og miðaverð 3.000 kr.


03.04.2012 16:39

Hesteigendafélag Grundarfjarðar

 PÁSKAMÓT

Páskamót Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldið laugardagin 7. apríl og hefst kl 10:00. Keppt verður í hefðbundnum greinum, skráning á staðnum.

Sú nýbreytni verður tekin upp að keppt verður í liðakeppni á eftir barnahringnum. Liðakeppnin felst í því að þrír eru saman í liði, sá fyrsti ríður einn hring á tölti/brokki, númer tvo hleypur á tveimur jafnfljótum hálfan hring og sest síðan í hjólbörur sem sá þriðji keyrir í mark. Eitt lið verður í brautini í einu og keppt verður um besta tíman. Ef hestur hleypur upp af gangi þá bætast við 15 sek á tíman. Núna er bara að safna saman í lið, skíra það frumlegu nafni og hafa gaman

01.04.2012 22:05

Aðalfundur

Aðalfundur Snæfellings var haldinn í Stykkishólmi miðvikudaginn 28. mars

Á fundinum var nokkrum félagsmönnum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og þeir gerðir að heiðursfélögum.

 

Formaður Snæfellings afhendir Leifi Kr. Jóhannessyni heiðurskjöld, en Leifur er hvatamaður að stofnun Snæfellings


Efri röð

Gunnar Sturluson formaður, Leifur Kr. Jóhannesson,Tryggvi Gunnarsson, Högni Bæringsson, Hildibrandur Bjarnason,

Neðri röð Sesselja Þorsteinsdóttir, Ragnar Hallsson, Gunnar Kristjánsson. Á myndina vantar Krístínu Nóadóttir

Á fundinn kom Sigtryggur Veigar frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hélt áhugaverðan fyrirlestur um húsvist hrossa.  Þá fóru fram formannsskipti og er nýr formaður Ásdís Ólöf Sigurðardóttir á Eiðhúsum í Eyja- og Miklaholtshreppi, aðrir í stjórn eru Sæþór Þorbergsson, Stykkishólmi, varaformaður, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, ritari, Ólafur Tryggvason Grundarfirði, gjaldkeri, og Sigríður Sóldal, Stykkishólmi, meðstjórnandi.



  • 1
Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 172184
Samtals gestir: 26845
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:15:56

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar