Færslur: 2011 Október

29.10.2011 21:01

3 efstu hryssurnar


Skemmtileg uppröðun á þremur efstu hryssunum
brún er Aska frá Grundarfirði
ljósjörp er Gola frá Bjarnarhöfn
jörp er Jara fá Brimilsvöllum.

26.10.2011 19:51

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings verður haldinn á Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit

föstudaginn 11. nóvember,kl 19.30 svo þið megið fara að taka daginn frá.

Það verður grillveisla og maturinn á hagstæðu verði.

 

Nánar verður þetta auglýst þegar nær dregur.

En þið megið fara að finna lopapeysuna.

 

Við erum á fullu að safna vinningum fyrir happdrættið sem verður á Uppskeruhátíðinni

Þeir sem vilja koma vinningum til okkar fyrir happdrættið mega hafa samband  í

netfangið herborgs@hive.is eða síma 893 1584

eða gunnar@logos.is  sími 860 2337

ef þið lumið á skemmtiatriði fyrir uppskeruhátíðina, eins ef hesteigendafélögin vilja komi með  atriði

þá endilega látið okkur vita.

 

Veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross ársins og einnig verða knapar verðlaunaðir.

Þeir sem hafa verið að láta dæma hjá sér hross á árinu mega koma upplýsingum um dómana til Didda Odds

netfangið dodds@simnet.is  eða í síma 861 4966

26.10.2011 10:33

Fundargerð

Fundargerð frá stjórnarfundi 

25.10.2011 11:01

Úrslit foladasýningarinnar

Foladasýningin gekk vel og vorum við bara ánægð með mætinguna.
Eiríkur setti inn fullt af myndum sem hann tók á sýningunni og þökkum við honum kærlega fyrir það, þarna sjást allskonar útfærslur af því hvernig skuli sýna folöld svo þau komist á verðlaunapall.


Úrslitin 

Hryssur

Her er Jara frá Brimilsvöllum


1. 
Jara frá Brimilsvöllum, jörp
Móðir:  Yrpa frá Brimilsvöllum
Faðir;  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason

2.
Gola frá Bjarnarhöfn, ljósjörp
Móðir:  Rjúpa frá Bjarnarhöfn
Faðir:  Dofri frá Steinnesi.
Eigandi Herborg Sigurðardóttir

3. 
Aska frá Grundarfirði, brún
Móðir:  Fluga frá Gundarfirði
Faðir:  Dofri frá Steinnesi
Eigandi Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

4.
Eilíf frá Stykkishólmi
Móðir:  Tígla frá Stykkishólmi
Faðir:  Dagur frá Smáhömrum  ll
Eigandi Sæþór Þorbergsson

5.
Sveifla frá Hrísdal, rauðstjörnótt
Móðir:  Sigurrós frá Strandarhjáleigu
Faðir:  Seiður frá Flugumýri ll
Eigandi Hrísdalsdhestar

Hestar


Hér er Kjarval frá Hellnafelli

1.
Kjarval frá Hellnafelli, rauðstjörnóttur
Móðir:  Snilld frá Hellnafelli
Faðir:  Kjarni frá Þjóðólfshaga
Eigandi Kolla og Diddi

2.
Röðull frá Söðulsholti, rauður með halastjörnu
Móðir:  Lipurtá frá Söðulsholti
Faðir:  Ábóti frá Söðulsholti
Eigandi Söðulsholt

3.
Kjölur frá Hrísdal,  rauðstjörnóttur
Móðir: Þófta frá Hólum
Faðir:  Sveinn-Hervar frá Þúfu
Eigandi Hrísdalshestar

4.
Skírnir frá Kverná,  móálóttur, tvístjörnóttur
Móðir: Dögg frá Kverná
Faðir:  Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
Eigandi Rúnar Þór, Ragnar Jóhannsson og Guðfinna Jóhannsdóttir

5.
Dagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson

6.
Byr frá Brimilsvöllum, jarp stjörnóttur
Móðir:  Kviða frá Brimilsvöllum
Faðir:  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason


Folald sýningarinnar valið af áhorfendum



Dagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson


Rekstrarstjórinn og aðstoðarmaðurinn hans.


Hér er svo skrá yfir öll folöldin sem voru skráð


21.10.2011 00:02

Vítabætir

VÍTABÆTIR

    VÍTABÆTIR - VÍTABÆTIR - VÍTABÆTIR. 

Blanda samansett af steinefnum, snefilefnum og vítamínum
sem hross mega hafa frjálsan aðgang að.
Notist fyrir hross á öllum aldri, hvort heldur sem er utandyra, úti í gerði eða bara með beit.

   Eykur mótstöðuafl gegn sjúkdómum.
Skammtastærð: dagleg inntaka er mismunandi í samræmi við
ástand og þarfir hestsins.
Svo er blandan einnig ætluð sauðfé og nautgripum.
Í fötunni er 20 kg.



Dreifingaraðili á Snæfellsnesi:  Gísli Guðmundsson  sími: 8940648


Blandan er til á lager í Hömluholti.

blesastadir@simnet.is   end_of_the_skype_highlighting.

 

16.10.2011 19:57

Nýtt myndaalbúm

Komnar inn fullt af nýjum myndum frá Kollu af úrtökunni og gæðingakeppninni 2011

12.10.2011 10:35

Folaldasýning í Snæfellingshöllinni

 

 

 

Snjall frá Hellnafelli

 

Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði

sunnudaginn 23. október kl 14

 

Skráningarfrestur er til kl. 14 föstudaginn 21. október

Skráning er 1000 kr. á folald

 greiða fyrir sýningu og senda kvittun á olafur@fsn.is

reikn. 0191-26-2876 kt.440992-2189

Koma þarf fram

Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir

einnig má koma með meiri upplýsingar,

svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.

Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is

eða í síma 891 8401

Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið

Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

 

Stjórn Snæfellings

06.10.2011 15:47

Gömul mynd frá Kaldármelum.


Þessi skemmtilega mynd er inná síðu hjá Ljósmyndasafni Bæringsstofu
Það væri gaman ef einhver veit hvaða menn eru þarna á ferð.
Sennilega er þetta tekið 1974.
Ef einhver á myndir sem tengjast Snæfelling og vill leyfa okkur að setja á heimasíðuna þá er það meira en vel þegið.

  • 1
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 172213
Samtals gestir: 26846
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:32:11

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar