29.04.2013 22:00

Ráslisti

Endurbættur ráslisti fyrir Íþróttamótið Ráslisti Íþróttamót.xlsx

27.04.2013 10:20

Frestun á Íþróttamótinu

Vegna verulega slæms veðurútlits sunnudaginn 28. apríl hefur verið ákveðið að fresta íþróttamótinu til miðvikudagsins 1. maí.

Ef það eru einhverjir sem geta ekki verið með þá geta fengið endurgreitt, seti sig í samband við Ásdísi asdissig67@gmail.com s:8458828. Einnig ætlum við að opna aftur fyrir skráninu inn á sportfengur.com til sunnudagskvölds 28.apríl ef það eru einhverjir sem geta verið með 1. maí.

 

Kveðja Mótanefnd Snæfellings

20.04.2013 15:26

Íþróttamót 2013

 
 
 
Opið íþróttamót Snæfellings
í Grundarfirði  sunndudaginn 28. apríl kl. 10
 
-Barnaflokkur -
V2( fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
 
-Unglingafl. -
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-Ungmennafl. - 
 
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
 T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
 
-2.flokkur. - 
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T7 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hægt tölt snúið við frjáls ferð á tölti). 
Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.
 
-Opinn flokkur -
 V1,(fjórgangur)
 F1,(fimmgangur)
 T1,(tölt)  einn inn á vellinum í einu í öllum greinum í opna flokknum.
 
Gæðingaskeið
 
100 m skeið
 
Pollaflokkur 9 ára og yngri verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn
 
Athugið breyttar reglur:
Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1. Lámarkseinkunn var feld niður og því mega  allir keppa í (V1, F1, T1,).  Einnig  minnum við á að nú þarf barn að verða að lágmarki 10 ára á árinu til að mega keppa.
 
 
Skráningar:
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.

 
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 2000 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er fimmtudagur 25. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.
 
 
Skráningakerfið - leiðbeiningar
Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.
Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við: 
Sigurodd í síma 8979392 
 
Kveðja Mótanefnd Snæfellings

16.04.2013 13:55

Íþróttamót Glaðs

Íþróttamótið fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 20. apríl og hefst stundvíslega kl. 10:00.

 

Dagskrá:

Forkeppni:

Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Pollaflokkur (9 ára og yngri): tölt á frjálsum hraða, 1 hringur upp á hvora hönd

Tölt T3: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Tölt: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur

100 m skeið

 

Skráningar:

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka hér á vef Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin. Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.


Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við: 
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is    

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 17. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.

 

Breyttar reglur:

Athygli keppenda er vakin á því að nú má ekki lengur skipta um hest (koma með annan hest en þann sem skráður var) þó svo að um íþróttakeppni sé að ræða. Einnig á því að í keppnisgreininni Tölt T3 eru úrslit riðin eins og forkeppni, þ.e. hvert atriði sýnt aðeins upp á aðra höndina en ekki upp á báðar hendur eins og í T1 sem við höfum hingað til keppt í.

11.04.2013 23:40

Þrautabraut og grill

Þrautabraut og grill

Æskulýðsnefndin ætlar að vera með "hitting" Þrautabraut (smala) og grillaðar pulsur í reiðhöllinni í Grundafirði kl. 14:00 laugardaginn 20 apríl. Ef einhver getur ekki komið með hest reynum við að aðstoða við að útvega hesta.

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og eru allir krakkar og unglingar  velkomin.

Ef einhver er ekki í Snæfellingi og langar að vera með getur hann/hún skráð sig í félagið á staðnum en það er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum sem flesta að koma og eiga skemmtilega stund saman.

Svo við getum áætlað hvað þarf að versla mikið þarf að tilkynna þátttöku fyrir KL. 22:00 fimmtudaginn 18 apríl í netfangið herborg@emax.is eða í síma 893 1584

Vonumst til að sjá sem flesta

Kveðja æskulýðsnefnd

10.04.2013 09:16

Viðburðir framundan hjá félaginu

Æskulýðsdagur í reiðhöllinni í Grundarfirði laugardaginn 20. apríl

Íþróttamót sunnudaginn 28. apríl í Grundarfirði

Gæðingakeppni og úrtaka fyrir fjórðungsmót laugardaginn 8 júní  á Kaldármelum

27.03.2013 11:34

Páskatölt Dreyra

Hið árlega Páskatölt Dreyra verður haldið í Æðarodda laugardaginn 30. mars n.k. Keppt verður í T3 í eftirfarandi flokkum: Meistaraflokki, fyrsta flokki, öðrum flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki ef næg þátttaka fæst.

Skráningar sendist á netfangið motanefnddreyra@gmail.com fyrir kl. 22 miðvikudaginn 27. mars. Við skráningu komi fram upplýsingar um nafn og IS númer á hrossi, nafn og kennitala knapa, ásamt því upp á hvora höndina skuli sýna. Skráningu verður svarað, svo ef ekki berst svar hefur skráning misfarist og það er á ábyrgð keppenda að fylgja því eftir.

Skráningargjald í fullorðinsflokki er 2500.- fyrir fyrsta hest, en 1500.- fyrir hvern hest eftir það á sama knapa, en 1500.- fyrir börn, unglinga og ungmenni. Skráningargjöldin greiðist á reikning 552 14 601933 kt. 450382-0359 og senda staðfestingu á netfangið motanefnddreyra@gmail.com , fyrir kl. 23. miðvikudaginn 27. mars.

Kaffiveitingar á staðnum

Hlökkum til að sjá ykkur

Mótanefnd Dreyra.

19.03.2013 19:42

Páskatölt Dreyra

 

Páskatölt Dreyra verður haldið 30. mars n.k. Mótið er opið öllum og er fyrsta löglega töltmót vetrarins á Vesturlandi.  Nánar auglýst síðar með upplýsingum um skráningu og fleira.

10.03.2013 09:58

FEIF Youth Camp 2013

Nú er að fara í gang undirbúningur fyrir FEIF Youth Camp 2013. Í viðhengi þessa pósts er að finna helstu upplýsingar um búðirnar, sem að þessu sinni verða haldnar í Noregi. Búðirnar eru fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára á árinu og er margvísleg afþreying í boði og þetta hefur verið gríðarlega eftirsóttur viðburður á meðal unglinga í Íslandshestaheiminum.

Opnað hefur verið fyrir móttöku umsókna og umsóknareyðublað er að finna hér í viðhengi. Athugið að umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2013 og skulu útfylltar umsóknir berast til Hildu Karenar á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma. Sú hin sama veitir upplýsingar um málið á skrifstofu LH í síma 514 4030 eða í gegnum tölvupóstinn.

10.03.2013 09:55

Fréttatilkynning

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum.

Dagana 11. – 14. júlí n.k. verður Íslandsmót  fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Hmf. Skugga.

Hafinn er undirbúningur að mótinu og er framkvæmdanefnd að störfum undir forystu Birnu Thorlacius Tryggvadóttur. Er það ætlun þeirra sem að mótinu standa að skapa sem allra bestu aðstæður til þess að halda glæsilegt mót. Í Borgarnesi hafa verið haldin þrjú Íslandsmót áður, síðast árið 1995.

Gert er ráð fyrir að mótið hefjist síðdegis á fimmtudegi og því ljúki upp úr miðjum degi á sunnudag.

Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til þess að halda mót af þessari stærð. Hesthús fyrir fjölda hrossa eru til staðar sem og aðstaða til skammtímabeitar ef vill. Reiðhöllin Faxaborg er við hliðina á keppnisvellinum og verður hún nýtt í þágu mótsins. Þessu til viðbótar er Borgarnes vel staðsett landfræðilega, til þess að gera stutt frá suðvestur - og norðurlandi.

Það er ætlun framkvæmdanefndar að vel takist til með mótið og  að fjölmargir keppendur og gestir komi til með að sækja okkur heim þessa helgi og eiga saman ánægjulega helgi.

Framkvæmdanefnd

06.03.2013 21:34

Töltmót

Töltmót
 
Snæfellingur ætlar að halda opið Töltmót í Söðulsholti
föstudaginn 15 mars  kl. 19
 
Keppt verður í
 
Pollaflokk
Má teyma undir eða bara gera þær kúnstir sem maður kann.
Engin skráningargjöld og allir fá þátttökupening.
Verður byrjað á þessu flokk kl 19
 
T3 - Tölt
18 ára og eldri
17 ára og yngri
2 eða fleiri knapar keppa í einu
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
    Hægt tölt svo snúið við
    Hraðabreytingar á tölti
    Greitt tölt, ( það verður skoðað hvað hægt er að gera í húsi að þessari stærð.
Úrslit:
    Hægt tölt og svo snúið við
    Hraðabreytingar á tölti
    Greitt tölt ( eins hér.)
 
 
T7 -  Tölt
18 ára og eldri
17 ára og yngri
Lítið keppnisvanir
2 eða fleiri knapar keppa í einu (mest 5)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
    Hægt tölt svo snúið við
    Frjáls ferð á tölti
Úrslit:
    Hægt tölt og svo snúið við
    Frjáls ferð á tölti
 
Skráningjargjald er 1000 kr. á  hest
Skráningar þurfa að berst fyrir kl.20 miðvikudaginn 13 mars.
í netfangið olafur@fsn.is eða í síma 891 8401 Ólafur Tryggvason
 
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, hönd, nafn knapa og nafn  hests
 

 

Flettingar í dag: 149
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2152
Gestir í gær: 245
Samtals flettingar: 195978
Samtals gestir: 29762
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:35:30

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar