03.12.2013 21:31

Afmæli

Haldið var uppá afmæli Snæfellings á Vegamótum 2. desember en Snæfellingur er stofnaður á Vegamótum
og þótti okkur alveg tilvalið að velja þennan stað núna 50 árum seinna
Í tilefni dagsins voru veittar viðukenningar og 3 félagar voru heiðraðir, 2 félagar fengu svo Gullmerki ÍSÍ.
Þétt var setið en vel fór um okkur á Vegamótum, rúmlega 60 manns mættu í afmælið.
Allir sem ávörpuðu samkomuna ,takk fyrir hlý orð í garð Snæfellings.
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
Heiðurfélagar og Gullmerkisfélagar til hamingju, og takk fyrir frábært starf í þágu félagsins.
Kærir þakkir til allra á Vegamótum og til hamingju með flottan sal hjá ykkur.
 
 
Viðurkenningar  til knapa, en þessir krakkar tóku þátt í mótum í sumar og stóðu sig með mikilli prýði.
 
Barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
 
Unglingaflokkur
 
Guðrún Ösp Ólafsdóttir, Harpa Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Siguroddsdóttir og Fanney O. Gunnarsdóttir
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
 
Ungmennaflokkur
 
Hrefna Rós Lárusdóttir og Guðný Margrét tók við viðurkenningur fyrir Maiju Maaria Varis

Ræktunarverðlaun
Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
 
Gunnar , Anna Dóra, Bárður og Lárus
 
ktunarverðlaun hestar
4 vetra, Steggur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8.14 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Hylur frá Miðhrauni, aðaleinkunn 7.98 Ræktandi Ólafur Ólafsson
6 vetra, Hrynur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8,45 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
 
 
Gísli Garðarsson og Gunnar Sturluson, Gísli tók við Ræktunarverðlaunum fyrir Ólaf Ólafsson
 
 
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
 
Ræktunarbú
Hrísdalur
Formaður Ásdís Sigurðardóttir, Siguroddur Pétusson og Gunnar Sturluson
 
Þotuskjöldurinn
Bjarni Jónasson fyrir hans frábæra starf að þremur síðustu fjórðungsmótum 
 
Lárus Hannesson, Bjarni Jónasson og Leifur Kr. Jóhannesson
 
Heiðursfélagar
 
?
Formaður Ásdís, Svavar Edilonsson, Halldís Hallsdóttir og Einar Ólafsson
 
Gullmerki Ísí
 
Garðar Svansson formaður HSH veitti Gullmerki íSí, Högni Bæringsson og Leifur Kr. Jóhannesson

 

Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna.

 
 
 
 
 

 

 

17.11.2013 21:45

50 ára afmæli

 

 Snæfellingur 50 ára

2. desember 2013

 

 Í tilefni af því að verður boðið í afmæliskaffi 
mánudaginn 2. desember kl. 20
Vegamótum, Eyja-og Miklaholtshreppi

 
Snæfellingur var stofnaður á Vegamótum 2 des. 1963
Fundarboðandi var Leifur Kr. Jóhannesson.
 
 
 Við munum  veita verðlaun til
knapa, ræktenda og heiðursfélaga.
 
Gott væri að vita hverjir koma svo við getum áætlað hvað þarf með kaffinu.
Megið senda okkur línu eða bara hringt í okkur fyrir 1. des.
Ásdís 845 8828 asdissig67@gmail.com
Sigga 893 1584  herborg@emax.is
 
Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
 
Stjórnin

 

 

17.11.2013 21:39

Bingó

Æskulýðsnefndin hélt Bingó 29 október  og þótti þetta takast mjög vel, en æskulýðsnefndin vill koma kærum þökkum til þeirra sem gáfu vinninga í Bingóið, en eftirtaldir aðilar gáfu vinninga.
 
Brimhestar
Lífland
Knapinn
Top Reiter
Þín Verslun Kassinn í Ólasfvík
arionbanki Grundarfirði
Hrannarbúðinni
samkaup
Ruben
landsbankanum
Arionbanki Stykkishólmi
Bokaverzlun Breiðafjraðar
Sæferðir
Verslun Heimahornið
Skipavík verslun
 
og Bingó græjur voru fengnar að láni  hjá Snæfell/Aftanskin
 
Æskulýðsnefndin

09.11.2013 00:08

Folaldasýning

Folaldasýning Snæfellings
 
 
 
Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni
 í Grundarfirði
sunnudaginn 17. nóvember kl 13
 
Skráningarfrestur er til kl. 14 föstudaginn 15. nóvember
Skráning er 1500 kr. á folald
  og senda kvittun á  olafur@fsn.is
reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is
eða í síma 891 8401
Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

09.11.2013 00:02

Haustfundur Hrossvest

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2013 á Hótelinu í Borgarnesi.  Fundurinn hefst kl. 14.  Á fundinum verða verðlaunuð efstu kynbótahross í hverjum flokki auk þess sem kynbótabú Vesturlands verður verðlaunað.  Í þriðja sinn verða nú veittar heiðursviðurkenningar.

Gestir fundarins verða þau Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ en hann mun fara yfir hrossaræktina á árinu og Kristbjörg Eyvindsdóttir, hrossaræktandi sem mun fara yfir næstu skref í hrossaræktinni.

Hrossaræktendur, og aðrir þeir sem láta sig málin varða, hjartanlega velkomnir.

 

 

13.10.2013 22:36

Viðburðir framundan hjá félaginu

 

Bingó hjá Æskulýðsnefndinni í Fákaseli, þriðjudaginn 29. október kl. 17

Folaldasýning í Snæfellingshöllinni, sunnudaginn 17. nóvember kl 13

Sameiginleg skemmtun hestamanna á Vesturlandi, laugardaginn 30. nóvember á Hótel Stykkishólmi

Afmælisdagur Snæfellings verður haldinn hátíðlegur á Vegamótum 2. desember en þann dag á félagið 50 ára afmæli og þar var stofnfundurinn haldinn 

10.10.2013 00:01

Bingó

 

 

Bingó

 

verður haldið þriðjudaginn 29.október

frá kl. 17:00 til 19:00 í Fákaseli í Grundarfirði.

 

Bingóspjaldið kostar 500,- kr. Fjöldi vinninga í boði og pízzur á eftir.

Einnig verður stutt fræðsluerindi tengt vetraþjálfun hesta í upphafi bingókvöldsins.

 

Öll börn og unglingar sem hafa áhuga á hestum eru hjartanlega velkomnir.

Sjáumst hress, mætum öll !

 

Æskulýðsnefnd Snæfellings

19.09.2013 10:29

Vestlenskir hestamenn gleðjast

Vestlenskir hestamenn gleðjast
 
Vestlenskir hestamenn munu hittast og eiga góða kvöldstund á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 30. nóv.
 
Frábær verð
 
Jólahlaðborð kr. 6.000
Gisting með morgunmat kr. 5.500
Eins manns herbergi kr. 9.000
 
Viðurkenningar
Veislustjóri??
Söngur
Tónlist
Gleði
Dans
Fjör
 
Miðapantanir í síma 430-2100 eða helst með tölvupósti hotelstykkisholmur(Q)hringhotels.is
 
Ath: Takið fram að þið séuð að panta á hátíð hestamanna þannig að verðafsláttur komi fram í bókun.  Einnig er mikilvægt að panta sem fyrst þar sem hestamenn ganga fyrir gistingu fram að 10. okt.
 
Hittumst og gleðjumst
 
„Það er gaman að vera hestamaður“
 
Sjálfsprottin undirbúningsnefnd

02.07.2013 18:21

Íslandsmót í Borgarnesi

Skráningarfrestur á Íslandsmótið í Borgarnesi rennur út á miðnætti í kvöld. Glæsilegir vinningar í boði, hesthúsapláss fyrir keppendur, hey í boði Jóns Valgarðssonar að Eystra-Miðfelli og Ólafs Davíðssonar á Hvítárvöllum og spónn fyrir keppendur mótsins verður í boði Furu.
 
Mótið hefst svo fimmtudaginn 11. júlí síðdegis, nákvæm dagskrá birt að lokinni skráningu.
 
Glæsileg verðlaun fyrir samanlagða sigurvegara mótsins verða í boði SIGN, öll önnur verðlaun mótsins eru í boði Samskipa hf. 
 
Hesthúspláss á keppnissvæði og nágrenni: Þeir sem þurfa hesthúspláss fyrir hrossin sín og/eða skammbeitarhólf er bent á að hafa samband við Kristján eða Martein; kristgis@simnet.is  eða marteinn@loftorka.is  
Möguleiki á hesthúsplássi í Borgarnesi, á Hvanneyri (18 km.) Staðarhúsum (15 km.), Miðfossum (16 km.) Grímarsstöðum (15 km.), Stafholtsveggjum 2 (23 km.) og Lundum 2 (27 km.).
Gistimöguleikar í Borgarnesi og nærsveitum eru fjölmargir og má sjá nöfn þeirra á heimasíðu mótsins www.islandsmotlh.is/.
 
Framkvæmdanefnd ÍM2013
 
Viltu gerast styrktaraðili Íslandsmóts fullorðinna í hestaíþróttum? þú getur þú sent okkur mail á hmffaxi@gmail.com

30.06.2013 00:24

Styttist í mót

20130626-120454.jpg

 

Nú styttist óðum í að Fjórðungsmótið á Kaldármelum hefjist. Stefnir í mjög gott mót enda eru mun fleiri hross skráð til leiks nú en fyrir fjórum árum. Tæplega 200 hross eru skráð í gæðingakeppni og yngri flokka, um það bil 140 hross í tölt T-1, tölt T-3 fyrir 17 ára og yngri, A- og B- flokk stóðhesta og 100 M fljúgandi skeið. Þá eiga 73 kynbótahross rétt til þátttöku í mótinu og hefur verið staðfest að rúmlega 50 hross mæta til dóms. Þá verða sýningar frá 10 ræktunarbúum á laugardeginum. Er margt góðra og þekktra hrossa á meðal þáttakenda á mótinu þannig að búast má við hörku keppni.

Það eru góð tjaldstæði í fallegu umhverfi á Kaldármelum, og stutt í sundlaugar í Borgarnesi og á hótel Eldborg í Laugargerði. Á svæðinu verður veitingasala á vegum veitingastaðarins Ship-O-hoj, sölubásar, kvöldvökur, skemmtiatriði og dansleikir bæði föstudags- og laugardagskvöld þannig að allir eiga að geta látið fara vel um sig og átt góða daga á þessum fallega stað.

30.06.2013 00:14

Drög að dagsskrá

 

 

Miðvikudagur 3. júlí 2013

   

08:00

Knapafundur

 

08:30 - 10:30

Forkeppni ungmennaflokkur

10:30 - 14:00

Forkeppni tölt 17 ára og yngri (T3)

14:00 - 18:00

Forkeppni B flokkur

   

10:30 - 11:30

Dómar hryssur 4 vetra - á kynbótabraut

13:00 - 16:00

Dómar hryssur 5 og 6 vetra - á kynbótabraut

16:00 - 17:00

Dómar hryssur 7 v. og eldri - á kynbótabraut

 

19:00 - 21:00

Forkeppni stóðhesta A og B flokkur

       

Fimmtudagur 4. júlí 2013

   

09:00 - 12:00

Forkeppni unglingaflokkur

13:00 - 15:30

Forkeppni barnaflokkur

15:30 - 20:30

Forkeppni A flokkur 

10:30 - 12:00

Dómar stóðhestar 4 vetra - á kynbótabraut

 

13:00 - 17:00

Dómar stóðhestar 5 vetra og eldri - á kynbótabraut

21:00 - 23:00

Trúbador í veitingatjaldi

       

Föstudagur 5. júlí 2013

   

9:00 - 14:00

Forkeppni tölt (T1)

   

14:00 - 15:00

Setning móts og hópreið hestamannafélaga

15:00 - 17:00

Yfirlitssýning hryssur

   

17:00 - 17:30

B úrslit barnaflokkur

   

17:30 - 18:00

B úrslit unglingaflokkur

   

18:00 - 18:30

B úrslit ungmennaflokkur

   

18:30 - 19:00

B úrslit B flokkur

   

20:00 - 21:00

Úrslit stóðhestar A og B flokkur

21:00 - 21:30

B úrslit tölt 17 ára og yngri (T3)

22:00 - 23:00

Kvöldvaka í Kvos

 

23:00 - 03:00

Dansleikur í Kvos með Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

       

Fjörureið:

Mæting kl. 20:00 Kaldármelum; kl. 21:00 Snorrastöðum

 

( Ásberg í Hraunholtum sér um farastjórn )

       

Laugardagur 6. júlí 2013

   

10:00 - 12:00

Yfirlitssýning stóðhestar

13:00 - 13:40

A úrslit barnaflokkur

 

13:40 - 14:20

A úrslit unglingaflokkur

 

14:20 - 15:00

A úrslit ungmennaflokkur

15:00 - 15:40

B úrslit tölt (T1)

 

16:00 - 18:00

Sýning ræktunarbúa

 

19:30 - 20:30

100 m. fljúgandi skeið

 

20:30 - 21:00

B úrslit A flokkur

 

21:00 - 21:30

A úrslit tölt (T1)

 

21:30 - 22:30

Kvöldvaka í Kvos

 

23:00 - 03:00

Dansleikur í Kvos með Stuðlabandinu

       

Sunnudagur 7. júlí 2013

   

11:00 - 12:30

Verðlaunaafhending hryssur

13:30 - 14:00

A úrslit B flokkur

 

14:00 - 15:15

Verðlaunaafhending stóðhestar

15:30 - 16:00

A úrslit tölt 17 ára og yngri (T3)

16:00 - 16:30

A úrslit A flokkur

 

16:30

Mótsslit

   

 

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

http://fm.lhhestar.is/forsida/

Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2152
Gestir í gær: 245
Samtals flettingar: 195971
Samtals gestir: 29762
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:09:30

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar