27.02.2012 21:14

Reiðnámskeið

 Reiðnámskeið 2012
tímatafla
kl 5
Brynja  Gná  Heiðarsdóttir                             
Fjóla Rún Sölvadóttir
kl 6
Brynjar Friðriksson
Harpa Lilja Ólafsdóttir
Fanney Gunnars 
Lena Örvarsdóttir
Selma Hjartardóttir
kl 7
Guðrún Ö Ólafsdóttir
Friðrik Tryggva
Herdís Gróa Tómasdóttir
Veronika Osterhammer
Kristín Halla Haraldsdóttir
kl 8
Bjarni Jónasson
Helga Magnúsdóttir
Ólafía Hjálmarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Valgeir Magnússon

15.02.2012 14:30

Fundur í Hrísdal



Fundur með hestamönnum á Vesturlandi

Það var líf og fjör á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi á laugardaginn 11. febrúar.  Stjórn LH hafði verið á tveggja daga stjórnarfundi á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem unnið var í ýmsum málefnum samtakanna og venju samkvæmt var síðan fundað með hestamönnum á svæðinu í tengslum við stjórnarfundinn. Haraldur Þórarinsson formaður LH hélt framsögu og fór yfir þau mál sem helst brenna á hestamönnum í dag, auk þess að segja frá áherslum stjórnarinnar í störfum sínum á árinu.  Í framhaldi sköpuðust fjörugar umræður um reiðvegamál, en Vestlendingar telja sig hafa farið halloka í úthlutun reiðvegafjár undanfarin ár.  Einnig var rætt um, keppnismál, fasteignagjöld af hesthúsum og fleira. 


Í máli Haraldar kom fram að stjórn telur það mikið réttlætismál að hesthús verði í A-flokki við álagningu fasteignagjalda, hvar sem þau standa á landinu.  Ef hestaíþrótt eigi að njóta sannmælis í þéttbýlinu og haldi áfram að blómstra á landsvísu, verði að tryggja að auknir skattar verði ekki lagðir á hestamenn.  Hefur stjórn LH unnið markvisst að málinu og fól efnahags- og skattanefnd Alþingis innanríkisráðuneytinu að vinna frumvarp til breytinga á lögunum.


Haraldur gerði grein fyrir því að stjórnin hefði fallist á tillögu samgöngunefndar LH um breytingar á úthlutun reiðvegafjár.  Breytingin felur í sér að tiltekin fjárhæð verður tekin til hliðar af óskiptu reiðvegafé og notuð til úthlutunar til fjölfarinna ferðamannastaða og reiðleiða, svo sem í leiðina um Löngufjörur og sambærilegar leiðir.  Er þessi breyting til komin vegna athugasemda formanns Snæfellings til stjórnar LH og reiðveganefndar um hversu óréttlátt sé að minni félög á landsbyggðinni verji lunganu af sinni úthlutun til reiðvega í að halda við reiðleiðum fyrir ferðamenn, bæði íslenska og útlenda.


Einnig gerði Haraldur að umtalsefni þann gífurlega kostnað sem fellur á hestamannafélög á landsbyggðinni vegna ferðakostnaðar dómara.  Eru til skoðunar leiðir til að bregðast við þessu og hefur stjórn LH skipað starfshóp sem á að koma með hugmyndir að lausn vandans, t.d. með stofnun jöfnunarsjóðs sem greitt yrði í af öllum skráningum og sjóðurinn notaður til að greiða dómurum vegna ferðalaga í stað þess fyrirkomulags sem nú tíðkast.


Að lokum gerði Haraldur velferðarmál að umtalsefni og sagði frá nýskipaðri velferðarnefnd LH og helstu hagsmunaaðila í hestamennsku, en henni er ætlað að vinna út frá þeim rannsóknum og niðurstöðum sem til eru og lúta að velferð íslenska hestsins, bæði í keppni, almennri notkun og við hestahald.  Er ætlunin að svara þeirri gagnrýni sem upp hefur komið bæði innanlands og utan um velferð hesta á faglegan, uppbyggilegan og málefnalegan hátt.


Eftir framsöguna og svör stjórnarmanna úr sal tóku menn upp léttara hjal, gerðu sér  veitingar að góðu og skoðuðu efnileg ung hross og folöld í hesthúsi Gunnars Sturlusonar í Hrísdal.


14.02.2012 16:23

Æskulýðshittingur

  

Frá  Æskulýðsnefnd

Sunnudaginn 12.02. 2012 hittust tólf framtíðar hestamenn í Fákaseli í Grundarfirði ásamt foreldrum.

Tilefnið var að búa til hestanammi,hitta aðra krakka, og mynda tengsl.

Krakkarnir voru mjög dugleg að búa til nammið en það var töluvert drullumall, alt hafðist það samt á endanum og allir fóru með poka heim með sínu nammi. Sumum fannst nammið það gott að ekki var víst að hestarnir fengju nokkuð.á meðan bakað var tóku krakkarni í spil og svo fengum við pulsur.

Uppskrift

1bolli haframjöl

1 bolli rúgmjöl

Ein stórgulrót rifin ca einn bolli

3 matskeiðar síróp

½ bolli graskersfræ

Alt sett í ílát, hnoðað í höndunum og búnar til kúlur,þær eru svo bakaðar í 20 mín á 180 gr í ofni.

Næst hittumst við í Reiðhöllinni 15 apríl,þá verður þrautabraut og þeir sem geta fara í reiðtúr á eftir.

Takk krakkar fyrir flottan dag.

Með kveðju æskulýðsnefnd.

14.02.2012 10:58

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.

Byrjað verður í febrúar og stendur  fram í apríl.  Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.

Kennari verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.

Boðið er upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið

Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.            

  Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund  

Skráning hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is

 síma 8918401  eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is

Fyrstir panta fyrstir fá.

10.02.2012 07:09

Folaldasýning í Söðulsholti


Laugardaginn 18.Febrúar kl. 13.00 ætlum við í Söðulsholti í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.. Hver skráning kostar 1000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 8993314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is.

Sýningin er opin öllum. Gefa þarf upp nafn,lit, fæðingarstað,föður, móðir, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að reyna stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld. Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027 og kt 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 16.Febrúar.

Aðgangseyrir er 1000 kr og innifalið í því eru kaffiveitingar, frítt fyrir 12 ára og yngri og auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta;)

08.02.2012 23:35

Hestadagar í Reykjavík

Hér að neðan er linkur sem er kynning á hestadögum í Reykjavík

Slóð inn á heimasíður hestadaga er http://www.icelandichorsefestival.is/is og þar má sjá dagskrána

Kynningarmyndband hestadaga: 

http://www.youtube.com/watch?v=Xh-sPtibs88&feature=youtu.be  

08.02.2012 13:16

Æskulýðsnefnd auglýsir


Sunnudaginn 12 Febrúar kl. 14 hittumst við í Fákaseli í Grundarfirði.

Þar ætlum við að búa saman til Hestanammi, spila, horfa á mynd og að lokum verður pulsupartí.

Foreldrar eru hvattir til að koma með börn sín og eiga með okkur ánægjulega stund.þarna er góður vettvangur til að spjalla um hvað fleira við getum gert.

Æskulýðsnefnd þarf öfluga foreldra til liðs við sig til að efla starfið fyrir börnin okkar.

Til að vita hvað við þurfum kaupa mikið í hestanammið þurfum við að vita ca hvað margir koma,sendið okkur póst eða hringið olafur@fsn.is simi:8918401  asdissig67@gmail.com  8458828

07.02.2012 11:19

LH boðar til fundar

Næstkomandi laugardag boðar stjórn LH til fundar með hestamönnum á Vesturlandi.  

Verður fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi og byrjar kl. 16 með ávarpi formanns LH Haraldar Þórarinssonar.

Gefst mönnum kostur á að ræða málefni sem brenna á hestamönnum við stjórn LH, auk þess að hittast kíkja á hrossin og spjalla saman.  

Verða léttar veitingar í boði.  Ágætt væri að vita um hugsanlegan fjölda.

Megið senda tölvupóst á hrisdalur@hrisdalur.is

Svo skemmtilega vill til að hestamannafélagið Skuggi verður á ferðinni um Snæfellsnesið og hafði verið gert ráð fyrir heimsókn í Hrísdal.  Var ákveðið að slá heimsókninni og fundinum saman því má búast við góðri mætingu Skuggamanna og væri gaman að sjá sem flesta.

 

Kveðja Stjórnin

26.01.2012 21:40

Hestadagar

Hestadagar í Reykjavík

Skrúðreið á Hestadögum 2011.
Skrúðreið á Hestadögum 2011.
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars - 1. apríl næstkomandi.  

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 31. mars og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum.  Í ráðhúsi Reykjavíkur verður eitthvað hestatengt í boði allan daginn, söngur, fræðsla og gaman.   Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: "Ístölt - þeir allra sterkustu".

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni.  Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 1.apríl.  Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.

Endanleg dagskrá og nánari upplýsingar um Hestadaga í Reykjavík verður birt á næstu dögum inni áwww.icelandichorsefestival.is

Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!
 

19.01.2012 23:42

Mót

 Ákveðið hefur verið að frestu þessu móti.   

   Töltmót Snæfellings

Föstudaginn 27. janúar kl. 19 í Söðulsholti.

Keppt verður í 5 flokkum ef næg þátttaka næst

Yngri flokkar
17 ára og yngri byrjendur, allir fá þátttökupening
17 ára og yngri opinn flokkur
Skráningargjald er 1000 kr.
 
Eldri flokkar
Byrjendur
1.flokkur
Opinn flokkur
Skráningargjald er 2000 kr.

Skráningafrestur er til kl. 20 fimmtudaginn 26. janúar,  
Sigga s: 8931584 eða netfangið herborgs@hive.is
Koma þarf fram nafn knapa, nafn og litur hestsins og uppá hvora hönd er byrjað


19.01.2012 22:26

Viðburðir í Snæfellingshöllinni


Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22.janúar 

Hægt að bæta við 2, frábært námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á atferli hestsins


Einkareiðnámskeið með Guðmari Þór Péturssyni

Dagana 27 og 28 Janúar

Þessa daga er höllin lokuð fyrir korthafa á meðan námskeið standa yfir.


Til stendur að hafa Reiðnámskeið síðar í vetur

Allar uppástungur um kennara  vel þegnar

Senda má á tilögur á netfangið olafur@fsn.is


19.01.2012 17:05

Sýnikennsla í Faxaborg

Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.

Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur" með aðstöðu að Staðarhúsum.

Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri.  Frítt fyrir 15 ára og yngri.

16.01.2012 15:02

Vesturlandssýning

VESTURLANDSSÝNING
Í FAXABORG Borgarnesi
laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00
www.faxaborg.is

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar
Vesturlandssýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra vor í Faxaborg og má segja að
það hafi verið endurvakning á sýningum sem voru haldnar fyrir mörgum árum af
Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi. Mikil ánægja var með
Vesturlandssýninguna 2011 og nú er ætlunin að gera enn betur.
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang: amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang: baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang: stefan@hroar.is

Undirbúningsnefndin

Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2152
Gestir í gær: 245
Samtals flettingar: 195971
Samtals gestir: 29762
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:09:30

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar