23.11.2010 23:43

Uppskeruhátíð


             

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

Laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 20:00

ætlum við að hittast á Vegamótum og halda uppskeruhátíð

hestamanna á Snæfellsnesi.

 

Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Knapi ársins

·        Efnilegasti knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu þar sem

 aðalvinningurinn er folatollur undir Dyn frá Hvammi

Miðaverð aðeins 1000kr.

 


Grilluð lambasteik 2.950kr., grilluð kjúklingabringa 2.350kr.  

eða lúxushamborgarar með öllu 2200, ásamt kaffi og eftirétt sem  fylgir réttunum.

Léttvín og bjór er selt á staðnum. 

Látið vita um þátttöku í síðasta lagi á föstudaginn, kl. 16:00

í netfangið herborgs@hive.is

eða í síma 893 1584

 

Vonumst til að sjá sem flesta

                                      Stjórnin                                          

23.11.2010 13:06

Vinningur

Enn bætast við vinningar í happdrættið en þau Kolla og Diddi ætla að gefa folatoll undir þennan hest

IS2006137316

Magni frá Hellnafelli


Sköpulag:
9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,28
Hæfileikar:
8,0 - 8,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,73
Aðaleinkunn: 7,95
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 9,0
Magni frá Hellnafelli er undan Sóley frá Þorkelshóli klárhryssa með aðaleinkun 8,10 og Gígjari frá Auðholtshjáleigu aðaleinkun 8,46. Magni er sammæðra klárhryssunni Snilld frá Hellnafelli sem er með 
Dómur:
Sköpulag: 
8,5 - 8,5 - 6,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 8,14
Hæfileikar: 
9,0 - 9,0 - 5,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,36
Aðaleinkunn: 8,28
Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0

Glæsileg ræktun þetta hjá Kollu og Didda.



21.11.2010 23:50

Aðalvinningurinn

Aðalvinningur í happdrættinu á laugardaginn verðu folatollur 
undir Dyn frá Hvammi, sem Hrossaræktarsamband Vesturlands gefur.



Faðir
IS1986186055 - Orri frá Þúfu
Móðir
IS1978257277 - Djásn frá Heiði
Aðaleinkunn
8,47


Það verður spennandi að vita hver verður sá heppni að fara heim með folatoll undan þessum hesti.


19.11.2010 21:21

Feldur frá Hæli

Hér er mynd af honum Feld frá Hæli, en fyl undan honum er í vinning í happdrættinu.
Glæsilegur hestur 

Feldur er með 8.15 fyrir sköpulag
og 8.22 fyrir hæfileika, 8,19 í aðaleinkunn.
Móðir, Dáð frá Blönduósi sem er dóttir Baldurs frá Bakka.
Faðir, Huginn frá Haga

Set hér  eina mynd af dóttir Felds sem er fædd í sumar og
heitir  Harpa IS2010225102 frá Mosfellsbæ


Flott afkvæmi, það má alveg nota svona folatoll.

14.11.2010 21:05

Stjórnarfundur

Var að setja inn fundargerð frá stjórnarfundi 30.10 2010 

13.11.2010 21:23

Happdrætti

Enn bætast við vinningar í happdrættið á uppskeruhátiðinni

Folatollur undir 1. verðlaunahestinn Feld frá Hæli sem er í eigu Eysteins Leifssonar.

Reiðtími hjá Birnu Tryggva reiðkennara á Stað

og gjafabréf hjá Knapanum í Borgarnesi.


12.11.2010 12:55

Uppskeruhátíð  Snæfellings
27 nóvember 2010 á Vegamótum
                       
 
Margir góðir vinningar verða í happdrættinu á uppskeruhátið Snæfellings.

Meðal  vinninga  er folatollur undir Herkúles frá Grundarfirði.



Herkúles er fæddur 2008 sonur Sunnu frá Grundarfirði (B 7,98 H 8,40 A 8,23) og
Hvessi frá Ásbrú (B 8.15 H 7.94 A 8,02) syni Sömbu frá Miðsitju og Þóroddi frá Þóroddstöðum.
Hann er í eigu Unnar Guðbjartsdóttur og Ólafs Tryggvasonar í Grundarfirði.
Myndirnar eru teknar fyrsta vetradag eftir að Herkúles kom heim eftir sumarstörfin á Reykhólum og Bjarnarhöfn.
Í Bjarnarhöfn sinnt hann 1. verðlauna systrunum Heru og Perlu.
Á Reykhólum var hjá honum meðal annars Brynja í eigu Lárusar Hannessonar en hún er alsystir hinnar frábæru ræktunar hryssu Freydísi í eigu Ástu á Borgarlandi.

11.11.2010 14:55

félagsmót 2010

Var að setja inn nýjar myndir af félagsmótinu 2010

Flottar myndir sem Ásta tók á mótinu.

11.11.2010 13:56

Ótitlað

Dagsetningar Íslandsmóta

Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG
Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum:

Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011.


10.11.2010 23:53

Frábær bók frá Ingimar

HROSSAFRÆÐI INGIMARS - forsala

Þann 6. desember nk. kemur út einstök bók,Hrossafræði Ingimars. Áhugasömum kaupendum býðst að kaupa bókina í forsölu hér á vef Uppheima á sérstöku áskriftartilboði, aðeins kr. 4.980- (fullt verð kr. 5.980-). Sendingarkostnaður er ekki innfalinn í verði.

Hér er loksins komið fram alhliða upplýsinga- og fræðirit um hesta, ritað af höfundi sem býr að ómældri þekkingu og reynslu, bæði á viðfangsefni sínu og eins hinu, að miðla til annarra. Ingimar Sveinsson hefur áratugum saman viðað að sér fróðleik um hesta og hestahald og efnistök hans eru skýr og aðgengileg. 

Hrossafræði Ingimars er mikið og glæsilegt rit í hvívetna, enda hefur höfundurinn unnið að verkinu í áratugi og viðað að sér þekkingu og reynslu ævina alla. Bókin er 334 bls. í stóru broti og öll litprentuð. Hana prýðir aragrúi ljósmynda víðs vegar að auk fjölda skýringateikninga og taflna.
Bókin á tvímælalaust erindi til allra sem yndi hafa af hestum og hestamennsku, áhugafólks jafnt sem atvinnumanna. 

Ingimar Sveinsson á Hvanneyri er alinn upp á stórbýlinu Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Bandaríkjanna og lagði þar stund á háskólanám í búvísindum. Heim kominn starfaði Ingimar sem bóndi á Egilsstöðum allt þar til hann fluttist með fjölskyldu sína að Hvanneyri í Borgarfirði 1986, þar sem hann hefur starfað sem kennari og fræðari síðan.
Höfundur: Ingimar Sveinsson
Útgáfuár: 2010
Hægt að panta á 
http://www.uppheimar.is/verslun/product.asp?ID=151
Verð: 5.980 kr.
Tilboðsverð: 4.980 kr.

10.11.2010 23:31

Eru ekki allir ykkar hestar á sínum stað.

UPPBOÐ - ÓSKILAHROSS
 
Fimmtudaginn 18. nóvember 2010 kl. 17:00 verða eftirtalin óskilahross, sem handsömuð voru í Borgarbyggð síðast liðið sumar og haust, boðin upp, hafi réttmætir eigandur ekki gefið sig fram áður:
  1.            Hestur, rauðblesóttur, IS 2004136915.
  2.            Hryssa, bleik, með mósóttu folaldi, IS 2006284378.
  3.            Hestur, brúnn, IS 2009101105.
  4.            Hestur, mósóttur, 2009101106.
  5.            Hestur, brúnn, IS 2005101103.
  6.            Hryssa, brún, IS 2003236914.
  7.            Hryssa, brún, IS 2001236911.
  8.            Hryssa, brún, IS 2007256383.
  9.            Hryssa, jörp, IS 2007201101.
  10.          Hryssa, bleik, IS 2007201107.
  11.          Hryssa, mósótt, IS 2007201103.
 
 
Uppboðið mun fara fram í Reiðhöllinni að Vindási (Faxaborg) norðan  við Borgarnes.
 
Greiðsla skal fara fram við hamarshögg.  Ekki verður tekið við greiðslum með ávísunum eða kreditkortum.
 
  F.h. Sýslumannsins í Borgarnesi.
 
Jón Einarsson fulltrúi

09.11.2010 11:27

Ótitlað

Þessa mynd sendi Ásta okkur af henni Dyndís frá Borgarlandi
Glæsileg meri.

Undan Dyn frá Hvammi og Freydísi frá Borgarlandi Sköðulag 8.03 Hæfileikar 7.85 Aðaleinkun 7.93.

08.11.2010 20:16

Flott hjá Jón Bjarna og Önnu Dóru

Fagráð í hrossarækt hefur nú tilnefnt rætkunarbú/ræktendur til heiðursverðlauna Bændasamtaka Íslands. 
Afhending viðurkenninga og verðlaunun sigurvegaranna fer fram á ráðstefnunni "Hrossarækt 2010" þann 20. nóvember næstkomandi. 
Þessi bú eða ræktendur eru tilnefndir ( í stafrófsröð) og auðvitað eru við stolt af okkar fulltrúa þarna.

1. Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn. 
2. Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir. 
3. Árgerði, Magni Kjartansson. 
4. Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir. emoticon
5. Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, 
   Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir. 
6. Flugumýri 2, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir. 
7. Hólar í Hjaltadal. Háskólinn á Hólum. 
8. Hvoll, Ólafur Hafsteinn Ólafsson og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. 
9. Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble. 
10. Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber. 
11. Prestsbær, Inga og Ingar Jensen. 
12. Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir. 
13. Ytra-Dalsgerði, Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason. 
14. Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Anna Þórðardóttir. 


Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2152
Gestir í gær: 245
Samtals flettingar: 195971
Samtals gestir: 29762
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:09:30

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar