Færslur: 2020 Febrúar

21.02.2020 19:00

Reiðhallarsýning 18. apríl

Vesturlandssýningin í reiðhöllinni Faxaborg verður haldin laugardaginn 18. apríl n.k.

Starfshópur er kominn af stað vegna sýningarinnar og er það hans fyrsta verk að senda út til formanna beiðni um að koma meðfylgjandi upplýsingum til félaga sinna.

 

Allir sem eru áhugasamir að taka þátt í sýningunni eru beðnir um að hafa samband við Halldór Sigurðsson í gsm 892-3044 eð Hrefnu B Jónsdóttur á netfangið hrefna@ssv.is

 

Uppistaðan í sýningunni er A flokks hross og B flokks hross.  Góðir reiðhestar og gæðingshryssur og stóðhestar

 

Þeir sem hafa áhuga á að koma með ræktunarbú hafi samband við Halldór eða Hrefnu en að sjálfsögðu er gefinn kostur á því að hrossaræktendur sýni árangur ræktunar sinnar.

 

 

Með góðri kveðju og von um góðar undirtektir.

Hrefna B. Jónsdóttir, formaður stjórnar Seláss.

Og starfshópur um reiðhallarsýninguna.

19.02.2020 14:08

Vinir Skógarhóla

Skógarhólar eru samofnir sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Skógarhólum.

 

Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum á Þingvöllum en margt er enn ógert. Skógarhólar eru kjörinn áningarstaður fyrir hestamenn sem eiga leið á milli landshluta sunnan- og vestanlands. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika og viljum við auka nýtingu hestamanna á Skógarhólum og reiðleiðum í nágrenni staðarins.

 

Í haust var stofnaður félagsskapur um endurbætur á Skógarhólum “Vinir Skógarhóla”, sem eru hópur sjálfboðaliða sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

 

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að gera staðinn betri og meira aðlaðandi og vonumst þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu auk þess að fara í endurbætur á girðingum.  

 

Vinir Skógarhóla ætla að hittast þar 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. apríl/maí og hefja vinnu við þau verkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu. LH óskar eftir að hestamannafélögin vestan- og sunnanlands leggi verkefninu lið með því að hvetja félagsmenn sína til að ganga til liðs við Vini Skógarhóla. Hægt er að skrá sig í hópinn á heimasíðu LH https://www.lhhestar.is/is/um-lh/skogarholar eða með því að senda tölvupóst á lh@lhhestar.is. Við munum á næstunni senda ykkur auglýsingu sem við óskum eftir að þið birtið á ykkar samfélagsmiðlum. Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum.

 

LH hefur gert breytingar á rekstri staðarins, bókanir fara í gegnum skrifstofu LH og nýr umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, eggerthorse@hotmail.com) og stýrir hann framkvæmdum.

 

F.h. Landssambands hestamannafélaga

Eggert Hjartarson, umsjónarmaður Skógarhóla

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

  • 1
Flettingar í dag: 343
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 234
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 182812
Samtals gestir: 27957
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 22:05:29

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar