19.02.2020 14:08

Vinir Skógarhóla

Skógarhólar eru samofnir sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Skógarhólum.

 

Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum á Þingvöllum en margt er enn ógert. Skógarhólar eru kjörinn áningarstaður fyrir hestamenn sem eiga leið á milli landshluta sunnan- og vestanlands. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika og viljum við auka nýtingu hestamanna á Skógarhólum og reiðleiðum í nágrenni staðarins.

 

Í haust var stofnaður félagsskapur um endurbætur á Skógarhólum “Vinir Skógarhóla”, sem eru hópur sjálfboðaliða sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

 

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að gera staðinn betri og meira aðlaðandi og vonumst þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu auk þess að fara í endurbætur á girðingum.  

 

Vinir Skógarhóla ætla að hittast þar 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. apríl/maí og hefja vinnu við þau verkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu. LH óskar eftir að hestamannafélögin vestan- og sunnanlands leggi verkefninu lið með því að hvetja félagsmenn sína til að ganga til liðs við Vini Skógarhóla. Hægt er að skrá sig í hópinn á heimasíðu LH https://www.lhhestar.is/is/um-lh/skogarholar eða með því að senda tölvupóst á lh@lhhestar.is. Við munum á næstunni senda ykkur auglýsingu sem við óskum eftir að þið birtið á ykkar samfélagsmiðlum. Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum.

 

LH hefur gert breytingar á rekstri staðarins, bókanir fara í gegnum skrifstofu LH og nýr umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, eggerthorse@hotmail.com) og stýrir hann framkvæmdum.

 

F.h. Landssambands hestamannafélaga

Eggert Hjartarson, umsjónarmaður Skógarhóla

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

Flettingar í dag: 776
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 187100
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 17:42:24

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar