02.12.2020 14:21

Hæfileika mótun LH

Hæfileikamótun LH - auglýst eftir umsóknum

20.11.2020

Hæfileikamótun LH - auglýst eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).

Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.

Fyrirkomulag er eftirfarandi:

  • Hópar verða starfræktir; á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Skagafirði, Eyjafirði, Austurlandi og Suðurlandi. Við hvetjum knapa til að sækja um á þeim stað sem þeim hentar best.
  • Kennsla fer fram einu sinni í mánuði frá janúar til maí (7x45mín einkatímar). Í maí verður vinna vetrarins færð yfir á keppnisvöllinn.
  • Hugræn vinna með þjálfara þar sem farið verður í markmiðasetningu, líkamsbeitingu knapa, hugarfar og sjálfstraust.
  • Fyrirlestrar frá aðilum úr íþróttahreyfingunni.
  • Að hausti hittast allir þátttakendur án hests í hópefli og fræðslu. 

Þjálfarar í Hæfileikamótun LH 2021

  • Höfuðborgarsvæðið - Hanna Rún Ingibergsdóttir og Gústaf Ásgeir Hinriksson
  • Vesturland - Randi Holaker
  • Norðurland - Fanney Dögg Indriðadóttir (Akureyri) og Þorsteinn Björnsson (Skagafirði)
  • Austurland - Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir
  • Suðurland - Sigvaldi Lárus Guðmundsson, sem einnig er yfirþjálfari Hæfileikamótunar LH

Kostnaður knapa er 100.000 kr. fyrir árið.

Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknarblaði á vefsíðu LH. Æskilegt er að senda inn yfirlit keppnisárangurs og tengil í videóupptöku af knapa á youtube eða öðrum miðlum.

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2020 

Nánari upplýsingar á skrifstofu LH, 514-4030 lh@lhhestar.is.

Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 182453
Samtals gestir: 27872
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:54:55

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar