05.04.2021 15:03

FM

Yfirlitssýning stóðhesta á FM 2017 | Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

 

Komið þið sæl,

 

Fyrir hönd framkvæmdanefndar Fjórðungsmóts Vesturlands 2021 leitum við til fyrirtækja  á svæðinu að taka þátt í auglýsingastyrkjum til styrktar þessa móts.

Fjórðungsmót Vesturlands er haldið á 4 ára fresti og er stærsti viðburður sem haldinn er á sviði hestamennsku á Vesturlandi. Mótið verður haldið dagana 7. – 11. júlí nk. á félagssvæði Hestamannafélagsins Borgfirðings í Borgarnesi og er þetta mót haldið í sameiningu þeirra hestamannafélaga sem starfa á Vesturladi þ.e. Borgfirðiðngur Borgarfirði, Dreyri á Akranesi, Glaður Búðardal og Snæfellingur á Snæfellsnesi. Félagar þessara hestamannafélaga hafa þátttökurétt á mótinu auk þess sem hestamannafélög í Húnavatnssýslu, Skagafirði og á Vestfjörðum verða þátttakendur.

Við stefnum á að hafa stóran viðburð í kring um þetta mót og verður t.d. sveitamarkaður á svæðinu og fleiri viðburðir sem ættu að höfða til allra á okkar svæði hvort sem þeir vilja koma og sjá hross, kynbótasýningar eða bara til að kíkja á markað og sýna sig og sjá aðra.  

Framkvæmdanefnd FM 2021 hefur sett saman auglýsingapakka sem sjá má hér neðar auk þess sem í boði er styrktarlína í mótsskrá.

 

Auglýsingapakkar

 

 

500,000 kr Gull

 

250,000 kr Silfur

Auglýsing í Streymi

 

Auglýsing í Streymi

Heilsíða í Mótaskrá

 

1/2 síða í Mótaskrá

Fáni í fánaborg og skilti á velli.

 

Fáni í fánaborg

10 miðar á mót og bás í höllina

 

5 miðar á mót og bás í höllina

Gefandi verðlauna í einn flokk

 

 

 

 

 

100,000 kr Brons

 

15,000 kr

1/4 síða í mótaskrá.

 

Styrktarlína í mótskrá

Fáni í fánaborg

 

 

2 miða á mót

 

 

 

Hafi þitt fyrirtæki áhuga á að koma að þessu móti með styrk eða styrktarlínu þá endilega sendið  e-mail á ernas82@gmail.com s:8964276 eða olafur@fsn.is s:8918401

 

Með þökk,

Erna Sigurðardóttir og Ólafur Tryggvason, fulltrúar Snæfellings í nefndinni

 

 

Flettingar í dag: 496
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 885
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 187705
Samtals gestir: 28723
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 21:10:25

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar