Blog records: 2012 N/A Blog|Month_2

27.02.2012 22:51

KB Mótaröðin

Fanney O. Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum sem kastar mæðinni eftir góða töltkeppni.

KB-Mótaröð Tölt

Laugardaginn 26. febrúar s.l  fór fram töltmót í KB-Mótaröðinni  2012 í  Reiðhöllinni í Borgarnesi. Fanney O. Gunnarsdóttir  sem keppti fyrir hönd Hestamannafélagsins Snæfellingur  vann barnaflokkin  á stóðhestinum Sprett frá Brimilsvöllum með einkunn 6,0.

En fleiri félagsmenn gerðu  það gott á þessu móti:  Kolbrún Grétarsdóttir varð í öðru sæti í meistaraflokknum á Stapa frá Feti með 7,42 í einkunn og Guðný Margrét Siguroddsdóttir varð í 5. sæti í unglingaflokknum  á Vordís frá Hrísdal með einkunn 5,0.

V.O.


27.02.2012 21:14

Reiðnámskeið

 Reiðnámskeið 2012
tímatafla
kl 5
Brynja  Gná  Heiðarsdóttir                             
Fjóla Rún Sölvadóttir
kl 6
Brynjar Friðriksson
Harpa Lilja Ólafsdóttir
Fanney Gunnars 
Lena Örvarsdóttir
Selma Hjartardóttir
kl 7
Guðrún Ö Ólafsdóttir
Friðrik Tryggva
Herdís Gróa Tómasdóttir
Veronika Osterhammer
Kristín Halla Haraldsdóttir
kl 8
Bjarni Jónasson
Helga Magnúsdóttir
Ólafía Hjálmarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Valgeir Magnússon

15.02.2012 14:30

Fundur í Hrísdal



Fundur með hestamönnum á Vesturlandi

Það var líf og fjör á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi á laugardaginn 11. febrúar.  Stjórn LH hafði verið á tveggja daga stjórnarfundi á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem unnið var í ýmsum málefnum samtakanna og venju samkvæmt var síðan fundað með hestamönnum á svæðinu í tengslum við stjórnarfundinn. Haraldur Þórarinsson formaður LH hélt framsögu og fór yfir þau mál sem helst brenna á hestamönnum í dag, auk þess að segja frá áherslum stjórnarinnar í störfum sínum á árinu.  Í framhaldi sköpuðust fjörugar umræður um reiðvegamál, en Vestlendingar telja sig hafa farið halloka í úthlutun reiðvegafjár undanfarin ár.  Einnig var rætt um, keppnismál, fasteignagjöld af hesthúsum og fleira. 


Í máli Haraldar kom fram að stjórn telur það mikið réttlætismál að hesthús verði í A-flokki við álagningu fasteignagjalda, hvar sem þau standa á landinu.  Ef hestaíþrótt eigi að njóta sannmælis í þéttbýlinu og haldi áfram að blómstra á landsvísu, verði að tryggja að auknir skattar verði ekki lagðir á hestamenn.  Hefur stjórn LH unnið markvisst að málinu og fól efnahags- og skattanefnd Alþingis innanríkisráðuneytinu að vinna frumvarp til breytinga á lögunum.


Haraldur gerði grein fyrir því að stjórnin hefði fallist á tillögu samgöngunefndar LH um breytingar á úthlutun reiðvegafjár.  Breytingin felur í sér að tiltekin fjárhæð verður tekin til hliðar af óskiptu reiðvegafé og notuð til úthlutunar til fjölfarinna ferðamannastaða og reiðleiða, svo sem í leiðina um Löngufjörur og sambærilegar leiðir.  Er þessi breyting til komin vegna athugasemda formanns Snæfellings til stjórnar LH og reiðveganefndar um hversu óréttlátt sé að minni félög á landsbyggðinni verji lunganu af sinni úthlutun til reiðvega í að halda við reiðleiðum fyrir ferðamenn, bæði íslenska og útlenda.


Einnig gerði Haraldur að umtalsefni þann gífurlega kostnað sem fellur á hestamannafélög á landsbyggðinni vegna ferðakostnaðar dómara.  Eru til skoðunar leiðir til að bregðast við þessu og hefur stjórn LH skipað starfshóp sem á að koma með hugmyndir að lausn vandans, t.d. með stofnun jöfnunarsjóðs sem greitt yrði í af öllum skráningum og sjóðurinn notaður til að greiða dómurum vegna ferðalaga í stað þess fyrirkomulags sem nú tíðkast.


Að lokum gerði Haraldur velferðarmál að umtalsefni og sagði frá nýskipaðri velferðarnefnd LH og helstu hagsmunaaðila í hestamennsku, en henni er ætlað að vinna út frá þeim rannsóknum og niðurstöðum sem til eru og lúta að velferð íslenska hestsins, bæði í keppni, almennri notkun og við hestahald.  Er ætlunin að svara þeirri gagnrýni sem upp hefur komið bæði innanlands og utan um velferð hesta á faglegan, uppbyggilegan og málefnalegan hátt.


Eftir framsöguna og svör stjórnarmanna úr sal tóku menn upp léttara hjal, gerðu sér  veitingar að góðu og skoðuðu efnileg ung hross og folöld í hesthúsi Gunnars Sturlusonar í Hrísdal.


14.02.2012 16:23

Æskulýðshittingur

  

Frá  Æskulýðsnefnd

Sunnudaginn 12.02. 2012 hittust tólf framtíðar hestamenn í Fákaseli í Grundarfirði ásamt foreldrum.

Tilefnið var að búa til hestanammi,hitta aðra krakka, og mynda tengsl.

Krakkarnir voru mjög dugleg að búa til nammið en það var töluvert drullumall, alt hafðist það samt á endanum og allir fóru með poka heim með sínu nammi. Sumum fannst nammið það gott að ekki var víst að hestarnir fengju nokkuð.á meðan bakað var tóku krakkarni í spil og svo fengum við pulsur.

Uppskrift

1bolli haframjöl

1 bolli rúgmjöl

Ein stórgulrót rifin ca einn bolli

3 matskeiðar síróp

½ bolli graskersfræ

Alt sett í ílát, hnoðað í höndunum og búnar til kúlur,þær eru svo bakaðar í 20 mín á 180 gr í ofni.

Næst hittumst við í Reiðhöllinni 15 apríl,þá verður þrautabraut og þeir sem geta fara í reiðtúr á eftir.

Takk krakkar fyrir flottan dag.

Með kveðju æskulýðsnefnd.

14.02.2012 10:58

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.

Byrjað verður í febrúar og stendur  fram í apríl.  Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.

Kennari verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.

Boðið er upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið

Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.            

  Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund  

Skráning hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is

 síma 8918401  eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is

Fyrstir panta fyrstir fá.

10.02.2012 07:09

Folaldasýning í Söðulsholti


Laugardaginn 18.Febrúar kl. 13.00 ætlum við í Söðulsholti í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.. Hver skráning kostar 1000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 8993314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is.

Sýningin er opin öllum. Gefa þarf upp nafn,lit, fæðingarstað,föður, móðir, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að reyna stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld. Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027 og kt 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 16.Febrúar.

Aðgangseyrir er 1000 kr og innifalið í því eru kaffiveitingar, frítt fyrir 12 ára og yngri og auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta;)

08.02.2012 23:35

Hestadagar í Reykjavík

Hér að neðan er linkur sem er kynning á hestadögum í Reykjavík

Slóð inn á heimasíður hestadaga er http://www.icelandichorsefestival.is/is og þar má sjá dagskrána

Kynningarmyndband hestadaga: 

http://www.youtube.com/watch?v=Xh-sPtibs88&feature=youtu.be  

08.02.2012 13:16

Æskulýðsnefnd auglýsir


Sunnudaginn 12 Febrúar kl. 14 hittumst við í Fákaseli í Grundarfirði.

Þar ætlum við að búa saman til Hestanammi, spila, horfa á mynd og að lokum verður pulsupartí.

Foreldrar eru hvattir til að koma með börn sín og eiga með okkur ánægjulega stund.þarna er góður vettvangur til að spjalla um hvað fleira við getum gert.

Æskulýðsnefnd þarf öfluga foreldra til liðs við sig til að efla starfið fyrir börnin okkar.

Til að vita hvað við þurfum kaupa mikið í hestanammið þurfum við að vita ca hvað margir koma,sendið okkur póst eða hringið olafur@fsn.is simi:8918401  asdissig67@gmail.com  8458828

07.02.2012 11:19

LH boðar til fundar

Næstkomandi laugardag boðar stjórn LH til fundar með hestamönnum á Vesturlandi.  

Verður fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi og byrjar kl. 16 með ávarpi formanns LH Haraldar Þórarinssonar.

Gefst mönnum kostur á að ræða málefni sem brenna á hestamönnum við stjórn LH, auk þess að hittast kíkja á hrossin og spjalla saman.  

Verða léttar veitingar í boði.  Ágætt væri að vita um hugsanlegan fjölda.

Megið senda tölvupóst á hrisdalur@hrisdalur.is

Svo skemmtilega vill til að hestamannafélagið Skuggi verður á ferðinni um Snæfellsnesið og hafði verið gert ráð fyrir heimsókn í Hrísdal.  Var ákveðið að slá heimsókninni og fundinum saman því má búast við góðri mætingu Skuggamanna og væri gaman að sjá sem flesta.

 

Kveðja Stjórnin

  • 1
Today's page views: 44
Today's unique visitors: 9
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 296691
Total unique visitors: 42994
Updated numbers: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links