Blog records: 2018 N/A Blog|Month_1
22.01.2018 13:39
Unglingaskipti
Sæl öll.
Nú er komið árið 2018 og það er árið sem er komið að okkur í unglingaskiptunum að fara aftur til þýskalands með hóp ef áhugi er fyrir hendi.
Ferðin 2014 gekk vel og var almenn skoðun að við ættum að halda þessu samstarfi áfram.
Nú ætlum við, hér á Facebook að kanna mögulegan áhuga okkar unglinga (14-21 ára). Fyrirhugað er að ferðin verði 4. – 12. Águst 2018.
Kostnaði unglinganna hefur verið haldið í lágmarki. Það er ekkert sem bannar að þeir sem fóru síðast geti ekki farið aftur. Unglingarnir/ungmennin munu gista í heimahúsum hjá fólkinu í félaginu sem við erum að skipta við. Ekki er um endanlega skuldbindingu að ræða heldur einungis könnun. Vinsamlegast látið þetta berast og hafið samband við Nadine í netfang nadinew@simnet.is sem fyrst.
Einnig getið þið verið í sambandi við okkur ef þörf er á meiri upplýsingum.
Kveðja
Nadine & Lalli
22.01.2018 13:36
Hestafjör
Æskulýðanefnd býður upp á reiðnámskeið
í Reiðhöllinni í Grundarfirði helgarnar 10-11 og 24-25 Febrúar.
Námskeiðið verður með léttu sniði nokkrir saman
og mun kennarinn Haukur Bjarnason frá Skáney stýra fjörinu.
Æskulýðanefnd býður upp á kakó og kökur svo engin verði svangur á meðan námskeiðið er. Þetta er að sjálfsögðu frítt fyrir félaga Snæfellings.
Skráning er á netfangið
nadine@seatours.is; brimilsvellir@isl.is
Taka skal fram hvort um báðar helgar eða aðra helgina er að ræða.
Æskulýðanefnd Snæfellings
- 1