Blog records: 2024 N/A Blog|Month_3
28.03.2024 21:19
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
sunnudaginn 7. apríl kl. 20
í félgasaðstöðunni í reiðhöllinni í Ólafsvík.
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins.
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál.
Íþróttamót
Gæðingamót
Formaður og gjaldkeri gefa ekki kost á sér í áframhaldandi setu í stjórn og kjósa þarf því inn nýtt fólk í stjórn. Svo nú er tækifæri fyrir áhugasama að koma inní stjórn til að taka við keflinu.
Stjórn leggur fram lagabreytingu á 5 grein í lögum félagsins í samræmi við breytingu á lögum hjá HSH sem verða lögð fyrir þingið 11. Apríl. Breytingin er sú að boða skal til aðalfundar fyrir 15. mars í staðinn fyrir 20. apríl.
5. Grein
Aðalfundur skal haldinn ár hvert eigi síðar en 15.mars og skal boðað til hans með minnst 7 daga fyrirvara. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála. Ef um lagabreytingar er að ræða skal tilkynna það í fundarboði og til að þær nái fram að ganga þarf 2/3greiddra atkvæða fundarmanna. Sé um lagabreytingar að ræða ber að boða fund með minnst 7 daga fyrirvara. Aukafundi boðar stjórn eftir þörfum.
Breyting á lögum hjá HSH
8. GREIN
Aðildarfélög HSH skulu halda aðalfund eigi síðar en 15.mars ár hvert. Senda skal ársskýrslu og samþykkta ársreikninga til stjórnar HSH eigi síðar en 15.mars ár hvert. Aðildarfélögskulu notast við ársskýrslu-og ársreikninga skapalón sem HSH leggur til.
Með bestu kveðju stjórnin.
- 1