Blog records: 2013 N/A Blog|Month_1

29.01.2013 20:31

Heimsókn

Ég skrapp með myndavélina og kíkti á einn félagsmanninn  hjá Snæfelling sem er nýbúin að taka hesthúsið í gegn.
Margrét Sigurðardóttir  í Sykkishólmi keypti þetta hesthús í fyrra og notaði síðastliðinn vetur til að henda öllu út og steypti nýja sökkla.
Haustið  var svo notað til að klára að græja og er nánast allt tilbúið þó  á eftir að setja hvitt járn í loftið.
Kaffistofan er hugguleg hjá henni og þar er alveg örugglega hægt að fá kaffisopa ef maður er á ferðinni.
 

 
Eins og hjá  alvöru hestamönnum er til hilla undir verðlaunagripina
og það á alveg örugglega eftir að stækka hana nokkrum sinnum.
 
Það fer vel um hestana, þarna eru fimm eins hesta stíur og ein  tveggja hesta stía.
 
 
 
Flottar skreytingar á veggjunum.
 
Innilega til hamingju með þetta flotta hesthús.

28.01.2013 23:15

Folaldasýning

Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.


28.01.2013 00:02

Stóðhestar hjá Hrossvest

Stóðhestar sumarsins 2013

 
Þeir stóðhestar sem verða í boði á Vesturlandi, á vegum HROSSVEST  
eru óðum að líta dagsins ljós á heimasíðunni http://www.hrossvest.is/?cat=10   
 

 

24.01.2013 23:36

KB-Mótaröðin

 
 
Fyrsta mót KB mótarraðarinnar fer að hefjast!
Muna taka daginn frá.....
2. febrúar     febrúar
 
Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni)
Einstaklingskeppni (opin keppni)
 
Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur
 
 
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 30. jan. á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, birnat@yahoo.com eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.
 
Skráningargjald er 2500.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 2. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.10:30.
 
Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum
Stíupláss til leigu (petursum@hotmail.com eða s.895-1748)
 
Mót vetrarins:
2.febrúar -   fjórgangur
23.febrúar -   fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn.
16.mars  -   Tölt/ skeið í gegnum höllina.
 
        
 
 
 
 
Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.

19.01.2013 17:13

Verðskrá í Snæfellingshöllina 2013

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:

15.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

7.000

 

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar :

10.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

5.000

 

Einkatími í eina klukkustund:

2.000

 

Dagsleiga fyrir viðburð:

15.000

 

Dagspassi í opna tíma:

500

 

Mánaðaraðgangur fyrir einn:

5.000

 

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

   
     

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

   

í Landsbanka kt:580907-0590

Senda þarf tölvupóst á gunnarkris@simnet.is þegar greitt er.

Listi yfir þá sem hafa greitt verður birtur á  http://fakasel.123.is/Blog/Cat/5342/

 

Stjórn Snæfellingshallarinnar efh.

   

 

14.01.2013 20:36

Folaldasýning 2013


Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

08.01.2013 18:03

Reiðnámskeið hjá Herði

Hordur 

 

 Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun.

 

Eftirfarandi námskeið eru í boði vorönn 2013 :

 

Námskeið A – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinnu í viku)

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Mánudagar 1.jan – 18.mars. kl. 14:45 – 15:45.  (14.jan, 21.jan, 28.jan,4.feb, 11.feb, 18.feb, 25.feb, 4.mars, 11.mars, 18.mars)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið B – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Enginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.

Dagsetningar: Miðvikudagar 16.jan – 20.mars.  kl. 14:45 – 15:45 (16.jan, 23.jan, 30.jan, 6.feb, 13.feb, 20.feb, 27.feb, 6.mars, 13.mars, 20.mars)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið C – 5 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Byrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.

Dagsetningar: Fimmtudagar 17.jan – 14.feb,  kl. 14:45 – 15:45 (17.jan, 24.jan, 31.jan, 7.feb, 14.feb).

Verð: 18.000 kr.

 

Námskeið D – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Föstudagar 18.jan – 22.mars,  kl. 14:45 – 15:45 (18.jan, 25.jan, 1.feb, 8.feb, 15.feb, 22.feb, 1.mars, 8.mars, 15.mars, 22.mars).

Verð: 35.000

 

Námskeið E – 8 vikna námskeið

Blandaður hópur

Dagsetningar: Mánudagar, 8.apríl – 10.júní, kl. 14:45 – 15:45. (8.apr, 15.apr, 22.apr, 29.apr, 6.maí, 13.maí, 27.maí, 3.júní ).

Verð: 25.000 kr.

 

Námskeið F – 8 vikna námskeið

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Miðvikudagar, 3.apríl – 5.júní. kl. 14:45 – 15:45 . (3.apr, 10.apr, 17.apr, 24.apr, 8.maí, 15.maí, 22.maí, 29.maí  )

Verð: 25.000 kr.

 

Námskeið G – 5 vikna námskeið

Byrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.

Dagsetningar: Fimmtudagar, 21.feb – 21.mars,  kl. 14:45 – 15:45 (21.feb, 28.feb, 7.mars, 14.mars, 21.mars)

Verð: 18.000 kr.

 

Námskeið H – 10 vikna námskeið

Enginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.

Dagsetningar: Föstudagar, 5.apríl – 7.júní,  kl. 14:45 – 15:45 (5.apr, 12.apr, 19.apr, 26.apr, 3.maí, 10.maí, 17.maí, 24.maí, 31.maí, 7.júní)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið J – 8 vikna námskeið

Blandaður hópur

Dagsetningar: Fimmtudagar,  4.apríl – 23.maí,  kl. 14:45 – 15:45 (4.apr, 11.apr, 18.apr, 2.maí, 16.maí, 23.maí, )

Verð: 18.000 kr.

 

Páskafrí og aðrir frídagar eru á eftirfarandi dagsetningum:

Mánudagur 25.mars - Páskaleyfi

Þriðjudagur 26.mars - Páskaleyfi

Miðvikudagur 27.mars - Páskaleyfi

Fimmtudagur 28.mars - Skírdagur

Föstudagur 29.mars – Föstudagurinn langi

Mánudagur 1.apríl – Annar í páskum

Fimmtudagur 25.maí – sumardagurinn fyrsti

Miðvikudagur 1.maí – Verkalýðsdagurinn

Fimmtudagur 9.maí - Uppstigningardagur

Mánudagur 20.maí – Annar í Hvítasunnu

 

Stefnt er á að halda svo sýningu í lok tímabilsins þann 9. Júní – Öllum nemendum annarinnar er boðið að taka þátt í sýningunni sem verður lokasprettur tímabilsins. Nánari upplýsingar síðar.
Fyrir hverja er námskeiðið:

Öll börn og ungmenni sem við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

 

Markmið námskeiðsins:

v  Eiga frábæra stund saman í skemmtilegur umhverfi

v  Geti umgengist hesta af öryggi og óttaleysi

v  Að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins.

v  Lært undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins

v  Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta

v  Að bæta líkamsvitund

v  Að auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.

v  Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.

 

Lögð er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.

 

Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.

 

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi:

Öll kennsla og kennslugögn

Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum. Allir þátttakendur fá veglega kennsluhandbók og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.

 

Frekari upplýsingar og skráning er hjá:

Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herði

s: 8997299 eða 8986017

Netfang: reidnamskeid@gmail.com

Facebook: http://www.facebook.com/reidnamskeid

04.01.2013 15:37

Járninganámskeið

 

Járning og hófhirða

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

 

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

 

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.

 

Skráningar í gegnum nýtt kerfiwww.lbhi.is/namskeid

 

  • 1
Today's page views: 44
Today's unique visitors: 9
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 296691
Total unique visitors: 42994
Updated numbers: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links