Blog records: 2014 N/A Blog|Month_10
29.10.2014 11:13
Árshátíð hestamanna á vesturlandi.
Nú er ljóst að fjörið byrjar fyrir hádegi á laugardeginum 15. nóvember því þá verður Hrossaræktarsamband Dalamanna með folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal. Svo verður stuttur tími til að fá sér næringu áður en við höldum inn að Laugum.
Dagskráratiðiðin verða þessi:
Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna í reiðhöllinni í Búðardal kl. 11:00
Hótelgestir velkomnir að Laugum frá kl. 14:00
Söguganga kl. 15:30
Sundlaugin opin fyrir veislugesti kl. 17-19
Íþróttahúsið opið fyrir alls kyns sprikl
Borðtennis- og billjardaðstaða
Borðhald hefst kl. 20:00
Gunnar Björnsson, veislukokkur reiðir fram:
blandaða sjávarrétti á salatbeði í forrétt og lambafillet og kjúklingabringu í aðalrétt
Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Skemmtiatriði
Hljómsveitin B4 frá Búðardal leikur fyrir dansi
Verð: 5.500 kr. fyrir mat og dansleik
Gisting: Sjá hér neðar á síðunni. Það er að verða fullt í gistingu í betri herbergin en ódýrari gisting er enn á boðstólum. Verðin þar skýrast á næstunni.
Við pöntunum taka:
Eyþór Jón Gíslason, 898 1251, brekkuhvammur10@simnet.is
Þórður Ingólfsson, 893 1125, thoing@centrum.is
Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember
Athugið að ekki verða vínveitingar á staðnum
26.10.2014 18:36
Framundan hjá félaginu
Uppskeruhátíðin verður á Breiðabliki, föstudaginn 21. nóvember.
Folaldasýningin í Grundarfirð, laugardaginn 29 nóvember.
Auglýst betur þegar nær dregur. Takið dagana frá.
- 1