Blog records: 2017 N/A Blog|Month_2
19.02.2017 15:13
Sýnikennsla og námskeið.
Sýnikennsla og reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík
Föstudagskvöldið 24. Febrúar kl: 20:00 verður sýnikennsla.Þar ætlar Guðmundur M. Skúlason að fara yfir þjálfunarferlið frá frumtamningu til reiðhests.
Hann mun einnig fræða okkur um hvernig við getum nýtt okkur þær bættu aðstæður sem reiðhöllin er til þjálfunar á sem uppbyggilegastan hátt.
Uppbygging sýnikennslunar:
Vinna með trippi í frumtamningu. (Farið í atferlisfræði, líkamstjáningu og leiðtogahlutverk)
Grunnþjálfun í reið. (Farið yfir ásetu, ábendingar og hraðastjórnun)
Reiðhesta/keppnishesta þjálfun.
Markmið sýnikennslunar er að fólk fái innsýn inn í uppbyggingu reiðhestsinns frá grunni sem seinna meir getur orðið að keppnishesti.
Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sem nýtist þeim við meðhöndlun eða þjálfun á öllum stigum hestamennskunar.
Aðgangseyrir: 1000kr
Reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík
Reiðnámskeið verður dagana 25.-26. Febrúar.
Reiðnámskeiðið hentar öllum aldurshópum og fólki á öllum stigum hestamennskunar.
Námskeiðið verður byggt upp á 2x 30min einkatímum hvorn dag og er þá hægt að vinna í því verkefni sem hentar hverjum þjálfara og hesti.
Nemanda er frjálst að mæta með hest á hvaða þjálfunarstígi sem er allt frá frumtamningartrippi upp í keppnishesta.
Þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með kennslustundunum hjá hvort öðru.
Í lok námskeiðssins verður svo umræðutími þar sem nemendur geta komið með spurningar sem kunna að hafa vaknað við að fylgjast með hjá hinum.
Einnig verður boðið upp á hóptíma fyrir börn þar sem 2-3 nemendur verða saman í hóp.
Innifalið fyrir nemendur á námskeiðinu er sýnikennsla og 2x 30min einnkatími hvorn dag.
Innifalið fyrir börn: Sýnikennsla og 1x 30min reiðtími hvorn dag
Verð fyrir einkatíma námskeið: 15.000kr
Verð fyrir börn í hóptíma 7.000kr
06.02.2017 20:06
Úrslit folaldasýningarinnar
Eigendur folaldanna í hestflokknum
Merar
1.
Katla frá Brimilsvöllum
M: Spóla frá Grundarfirði
F: Skýr frá Skálakoti
2.
Freisting frá Grundarfirði
M: Flugsvin frá Grundarfirði
F: Hildingur frá Bergi
Eigandi: Bjarni Jónasson
3.
Gyðja frá Grundarfirði
M: Sunna frá Grundarfirði
F: Goði frá Bjarnarhöfn
|
01.02.2017 21:57
Opið hús hjá Hring í Ólafsvík
Hestamenn velkomnir að koma með hesta til að prófa húsið
Vonandi sjáum við sem flesta
- 1