Blog records: 2015 N/A Blog|Month_8

18.08.2015 19:25

Skemmtireið

Skemmtireið 29 ágúst 2015.

Á vegum Hesteigendafélags Grundarfjarðar.

Riðið verður um Eyraroddann og Bárarháls ferðin hefst á Vatnabúðum,  þaðan verður riðin 14 km hringur um oddann og Bárarháls  og endað á Vatnabúðum

Skráning á fridrik@bref.is  síðasti skráningardagur er 27 ágúst

Dagskrá.

15:00 Allir búnir að leggja á, riðið verður af stað frá Vatnabúðum, hópurinn er samferða alla ferðina og hver sér um sýna drykki.

16:00 Stoppum í lautinni og þiggjum skonsur að  hætti Bibbu. Gos í boði.

17:00 Stoppum  á Naustum og höfum gaman, ríðum að Vatnabúðum, þar tekur Gunnar Jóhann (Hanni) á móti hópnum, grillið verður klárt og allir fá magafylli við hæfi, óáfengir drykkir í boði með matnum. Líkt og í fyrra verður söngur og gleði við völd fram eftir kveldi í fjósinu.

Fyrir þá sem vilja má benda á að víkingaklæðnaður er við hæfi í þessari ferð og mun Hanni veita viðurkenningu við hæfi, þeim sem heilla hann mest.

 Girðing verður í boði á Vatnabúðum, einnig er öllum sem vilja velkomið að tjalda á svæðinu, gott pláss er við fjósið og hægt að tengjast rafmagni fyrir lítið fé

Mikilvægt er að skrá sig í reiðina til að hægt sé að áætla hversu mörgum lömbum þarf að slátra.

Þátttakendur hafi með sér þær veigar sem við hæfi er í slíka ferð og vandi sig við að ganga hægt en örugglega um gleðinnar dyr.

Þáttökugjald er kr 4.000 sem greiða þarf inn á reikning 0191-26-002320 kt. 690288-1689 staðfesting á greiðslu sendist á fridrik@bref.is

Þeir sem kjósa að skrá sig ekki og mæta beint í reiðina greiða 5.000 kr. áður en haldið er af stað.

12.08.2015 10:53

Unglingaskiptin

 

 

 

 

Við hjá Unglingadeild Snæfellings höfum að undanförnu stadið i stórræðum. Sextán gestir frá Þýskalandi hafa verið í heimsókn hjá okkur, 12 ungmenni og 4 fararstjórar. Gestirnir komu til okkar vegna samstarfsverkefnis sem við erum í með hestamannafélaginu IPN Roderath. Við fórum í fyrra með ungmenni til Þýskalands og tókum núna á móti ungmennum eins og fyrr hefur komið fram. Samstarfsverkefnið hlaut styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Ýmislegt var gert þessa vikuna sem gestirnir voru hjá okkur, en í fyrirrúmi var íslenski hesturinn og starfsemi og menning sem tengist honum.  Það voru mjög sátt ungmenni sem héldu heim og segjast þau öll ætla að koma aftur i heimsókn til Íslands.

Við viljum þakka öllum sem aðstoðuðu við móttökuna.

Bestu kveðjur

Nadine og Lalli 

  • 1
Today's page views: 44
Today's unique visitors: 9
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 296691
Total unique visitors: 42994
Updated numbers: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links