Blog records: 2015 N/A Blog|Month_6

25.06.2015 11:44

Frestun á móti

Vegna dræmrar  þátttöku á Hestaþing Snæfellings sem átti að vera laugardaginn 27. júní hefur mótinu verið frestað.  Verið er að skoða með að halda mótið  laugardaginn 25. júlí

Þeir sem skráðu sig senda póst á Ólaf Tryggvason olafur@fsn.is með bankaupplýsingum  til þess að fá skráningargjaldið endurgreitt.

Kveðja stjórnin

24.06.2015 21:51

Hrynur frá Hrísdal


 

Gæðingurinn Hrynur frá Hrísdal tekur á móti hryssum í Hrísdal í sumar. Hrynur hefur hlotið 8,23 fyrir sköpulag og 8,60 fyrir kosti, þar af 9 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Aðaleinkunn í kynbótadómi 8,45.

Hrynur varð í 3ja sæti í B-flokki gæðinga á LM 2014 með 9,04 í einkunn og hefur hann alls 3svar farið yfir 9 í úrslitum í gæðingakeppni. Verð fyrir fengna hryssu ásamt girðingargjaldi, einum sónar og skatti er kr. 95.000. Upplýsingar veitir Siguroddur Pétursson í s. 897 9392, eða sendið tölvupóst á hrisdalur@hrisdalur.is.

24.06.2015 21:44

Steggur frá Hrísdal

 

 

 

 

Steggur tekur á móti hryssum í Hrísdal á fyrra gangmáli. Verð 95.000 með girðingargjaldi og einni sónarskoðun. Upplýsingar veitir Siguroddur s. 897 9392 og einnig má senda póst á hrisdalur@hrisdalur.is. Folöldin eru að fæðast undan honum þessa dagana, gullfalleg og litfögur, Bleikálótt skjótt, brúnskjótt, fífilbleik, jarpskjótt.

 

Steggur hefur hlotið 8,24 fyrir sköpulag, og 8,10 fyrir kosti, alls 8,16.  Hann hefur 9 fyrir tölt, hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið.  Hann var í sinni fyrstu íþróttakeppni í vor og fór í 7. 30 í fjórgangi og 7.57 í tölti í forkeppni og í úrslitum í 7.60 í fjórgangi og 7.56 í tölti. Steggur gefur litfögur og einstaklega hreyfingarfalleg folöld. Verð fyrir fengna hryssu ásamt girðingargjaldi, einum sónar og skatti er kr. 95.000.

 

Á seinna gangmáli verður hann í Austur-Landeyjum, upplýsingar veitir Sigríkur Jónsson,  893 7970, hesteyri@hotmail.com.

20.06.2015 12:37

Hestaþing 2015

 


Hestaþing Snæfellings

Opin gæðingakeppni á Kaldármelum

Laugardaginn 27. júní 2015

 

 Keppt verður í

A- flokki

B –flokki

C- flokki

Ungmennaflokk

Unglingaflokk

skráningagjald er 3000 kr.

Barnaflokk   skráningargjaldið 2000 kr.

Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum  og kostar ekkert.

Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk.

En í C flokk er skráð hjá Arnari í netfangið arnarasbjorns@gmail.com

Skráningfrestur  í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 24. júní

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir
neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á

Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora
hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma
fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt
við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir A fl. B fl. ungmennafl. og unglingafl. og 2000 kr í barnafl
flokkana. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 24 júní á miðnætti og það sama gildir um
greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

 

C- flokkur

Keppnin er hugsuð fyrir minna vana keppnisknapa og geta fleiri hestgerðir passað til keppninnar.
Forkeppnin er riðin þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og eða brokk og stökk.
Einnig er gefin einkunn fyirr vilja og fegurð í reið.
Keppendum er leyft að nota písk og snúa við einu sinni. 

 

Stjórnin

 

20.06.2015 12:08

Goði frá Bjarnarhöfn

 
Goði tekur á móti hryssum í Bjarnarhöfn í sumar.
Folatollurinn er 50.000 plús vsk. með einni sónarskoðun.
Áhugasamir hafi samband við Brynjar  í síma 8931582 eða  Siggu í síma 8931584
IS2011137210 Goði frá Bjarnarhöfn
Örmerki: 956000001420206
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Brynjar Hildibrandsson
Eigandi: Brynjar Hildibrandsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir
F.: IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti
Ff.: IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi
Fm.: IS1999225029 Stelpa frá Meðalfelli
M.: IS2001237205 Gyðja frá Bjarnarhöfn
Mf.: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I
Mm.: IS1985237003 Hera frá Bjarnarhöfn
Mál (cm): 139 - 129 - 133 - 61 - 140 - 36 - 47 - 42 - 6,6 - 29,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 7,6
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 8,5 - 8,0 = 8,02
Hæfileikar: 8,5 - 6,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,21
Aðaleinkunn: 8,14
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hans Þór Hilmarsson
  • 1
Today's page views: 407
Today's unique visitors: 125
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 297054
Total unique visitors: 43110
Updated numbers: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links