Blog records: 2021 N/A Blog|Month_5

26.05.2021 09:46

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

 

 

Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt heiðurssess á Fjórðungsmótum, og á Fjórðungsmóti 2021 í Borgarnesi verður engin breyting þar á. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú. Sýning ræktunarbúa eru áætluð á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 9. júlí eftir kl. 19:00 og mun áhorfendum verða boðið að taka þátt við að velja besta ræktunarbúið með kosningu.

Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er miðað við 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótstjórn FM setur. Miðað er við að 4 - 8 hross séu í hópnum, og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.

Þátttakendur velja tónlist sjálfir og skila inn skriflega texta fyrir þul hvernig búið skuli kynnt. Hálf síða í mótaskrá fylgir til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í sýningunni en forsvarsmenn búanna verða að skila inn upplýsingum fyrir 20. Júní.

Ræktunarbú og Keppnishestabú ársins 2020 eru boðin til mótsins og munu þau koma fram ásamt verðlaunabúinu á kvöldvöku laugardagskvöldsins 10. júlí.

Þeir hrossaræktendur sem hafa áhuga á að koma fram með sinn hóp á Fjórðungsmóti 2021 eru beðnir að senda inn umsókn um slíkt og athugið að gefa upp upplýsingar um hvaða hross er stefnt með á sýninguna. Dregin verða svo 10 bú til þátttöku úr innsendum umsóknum. 

 

Þáttökugjaldið er kr.60.000.
Umsóknarfrestur er til 20. júní og verður tilkynnt þann 25. júní hvaða ræktunarbú munu taka þátt.

Umsóknir skulu sendar á netfangið fjordungsmot2021@gmail.com

17.05.2021 01:08

Undirbúningur fyrir keppni.

 

Félagið hefur ákveðið að niðurgreiða þetta námskeið um 10.000 kr. fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem keppa undir merkjum Snæfellings.

 

Boðið verður uppá námskeið fyrir úrtöku fyrir Fjórðungsmót.

Fjórir 30 mínútu reiðtímar á nemanda og einn í einu annað hvort inni í reiðskemmu eða á reiðvelli.

Námskeiðið kostar 20.000 kr.

Börn, unglingar og ungmenni ganga fyrir.

Skráningarfrestur er til 19 maí. á netfangið asdissig67@gmail.com

Leiðbeinendur verða Siguroddur og Ásdís

 

15.05.2021 02:03

Hestaþing Snæfellings

Opið Gæðingamót Snæfellings og úrtaka fyrir FM í Stykkishólmi laugardaginn 12. júní

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka.

A - flokkur

B - flokkur

B - flokkur 2. flokkur

B - flokkur Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Pollaflokkur

100 m skeið

 

Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 9 júní nema í pollaflokk þá skráningu má senda á netfangið herborgsig@gmail.com

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com

Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist

Gjaldið er 4000 kr. á skráningu en í Barnaflokk, ungling og ungmenna er 3000 kr. Ekkert í pollaflokk.

Lagt inná reikning 191-26-00876 kennitala 4409922189 og senda kvittun á olafur@fsn.is

03.05.2021 13:46

 

Opið Íþróttamót Snæfellings 

Opið íþróttamót Snæfellings fór fram sunnudaginn 2. maí í Grundarfirði. Mótið gekk vel í alla staði þó að aðeins hefði blásið um keppendur. Þáttaka var ágæt og keppendur að vanda til fyrirmyndar. Þökkum öllum þeim sem komu að mótinu keppendum, sjálfboðaliðum og dómurum.

 

 

 Hér koma niðurstöður A-  úrslita frá mótinu

 

Niðurstöður A – úrslita

Fjórgangur V2- 2.flokkur

  1. Íris Huld Sigurbjörnsdóttir og Gustur frá Stykkishólmi – Snæfellingur-einkunn 5.40
  2. Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi – Skagfirðingur -einkunn 5,10
  3. Nadine Elisabeth Walter og Grund frá Kóngsbakka – Snæfellingur -einkunn 4,77
  4. Steinar Björnsson og Abbadís frá Þorbergsstöðum – Snæfellingur - einkunn 3,83

Fjórgangur V2 – Opinn flokkur

  1. Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal – Snæfellingur - einkunn 6,93
  2. Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 – Snæfellingur- einkunn 6,50
  3. Gunnar Sturluson og Harpa frá Hrísdal – Snæfellingur  -einkunn 6,43
  4. Ásdís Sigurðardóttir og Bragi frá Hrísdal – Snæfellingur -einkunn 6,03
  5. Gunnar Tryggvason og Blakkur frá Brimilsvöllum- Snæfellingur- einkunn 5,53

 

Fjórgangur V2 – Ungmennaflokkur

  1. Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili – Snæfellingur -einkunn 6,30
  2. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Hrafn frá Þúfu í Kjós – Dreyri - einkunn 5,87
  3. Ísólfur Ólafsson og Breki frá Leirulæk – Borfirðingur - einkunn 5,77
  4. Aníta Rós Kristjánsdóttir og Samba frá Reykjavík – Fákur - einkunn 5,50
  5. Ólöf Einarsdóttir og Jódís frá Kópavogi –Hending - einkunn 4,43

 

Fjórgangur V2 – Unglingaflokkur

  1. Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi – Snæfellingur - einkunn 6,67
  2. Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni-Borg – Snæfellingur -einkunn 4,50
  3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg – Snæfellingur  -einkunn 4,10

 

Fjórgangur V2 – Barnaflokkur

  1. Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum – Snæfellingur -einkunn 5,10
  2. Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum – Snæfellingur - einkunn 5,03

 

Fimmgangur F2 – Opinn flokkur

  1. Lárus Ástmar Hannesson og Skuggi frá Hríshóli 1 – Snæfellingur  - einkunn 6,26
  2. Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn – Snæfellingur -einkunn 6,21
  3. Ísólfur Ólasfsson og Blær frá Breiðholti,Gbr. – Borgfirðingur -einkunn 6,02
  4. Gústav Ívarsson og Jaðar frá Grundarfirði – Snæfellingur -einkunn 5,69
  5. Ólafur Tryggvason og Fiðla frá Grundarfirði – Snæfellingur -einkunn 4.81

 

Tölt T3 -  2. Flokkur

  1. Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi – Skagfirðingur- einkunn 6,44
  2. Veronika Osterhammer og Sprettur frá Brimilsvöllum – Snæfellingur -einkunn 6,0
  3. Steinar Björnsson og Gletta frá Kóngsbakka – Snæfellingur  -einkunn 4,67

 

Tölt T3 – Opinn flokkur

  1. Siguroddur Pétursson og Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 – Snæfellingur  -einkunn 7,61
  2. Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 – Snæfellingur- einkunn 6,67
  3. Hrefna Rós Lárusdóttir og Stormur frá Stíghúsi – Snæfellingur -einkunn 6,22
  4. Ásdís Sigurðardóttir og Bragi frá Hrísdal – Snæfellingur -einkunn 6,17
  5. Gunnar Sturluson og Harpa frá Hrísdal – Snæfellingur- einkunn 6,06

 

Tölt T3 – Ungmennaflokkur

  1. Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili – Snæfellingur- einkunn 6,61
  2. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Hrafn frá Þúfu í Kjós – Dreyri -einkunn 5,94
  3. Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hringur frá Minni - Borg– Snæfellingur  -einkunn 4,78
  4. Gróa Hinriksdóttir og Katla Frá Reykhólum – Snæfellingur -einkunn 4,11
  5. Ólöf Einarsdóttir og Jódís frá Kópavogi – Hending - einkunn 0,0

 

Tölt T3 – Unglingaflokkur

  1. Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi – Snæfellingur- einkunn 6,72

2.– 3.   Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Júlía frá Vegamótum – Snæfellingur -einkunn 4,61

2. – 3. Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni-Borg – Snæfellingur -einkunn 4,61

 

Tölt T7 – Barnaflokkur

  1. Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum – Snæfellingur- einkunn 5,17
  2. Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum – Snæfellingur -einkunn 5,0

 

Gæðingaskeið PP2 – Opinn flokkur

  1. Lárus Ástmar Hannesson og Dama frá Kóngsbakka – Snæfellingur -einkunn 6,80
  2. Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum – Snæfellingur - einkunn 5,68
  3. Ólafur Tryggvason og Fiðla Frá Grundarfirði – Snæfellingur- einkunn 2,18
  4. Lárus Ástmar Hannesson og Skuggi frá Hríshóli 1 – Snæfellingur- einkunn 2,15

 

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina- 2.flokkur

Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –opinn flokkur

Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – ungmennaflokkur

Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –unglingaflokkur

Harpa Dögg Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – barnaflokkur

Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum

 

Samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina

Lárus Ástmar Hannesson og Dama frá Kóngsbakka

 

Stigahæsti knapi mótsins

Lárus Ástmar Hannesson

 

01.05.2021 19:12

Dagskrá

Kl 10

Fjórgangur - V2 -- 2 flokkur, 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur.

pollaflokkur

 

MATARHLÉ

 

Fimmgangur - F2 -- 1 flokkur

Tölt - T3 -- 2 Flokkur , 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur,

Tölt - T7 --  barnaflokkur

 

20 MÍNÚTUR HLÉ 

 

Úrslit Fjórgangur - V2 -- 2 flokkur, 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur,

 

**20 MÍNÚTUR HLÉ

 

Fimmgangur -F2 -- 1 flokkur

Tölt - T3 -- 2 flokkur, 1 flokkur, Ungmennaflokkur, unglingaflokkur,

T7 -- barnaflokkur

Gæðingaskeið

01.05.2021 09:30

Dagskrá 

sunnudaginn 2. maí kl 10:00

 

Fjórgangur - V2

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur

10 MÍNÚTUR HLÉ

1 flokkur, 2 flokkur

 

Pollaflokkur

 

MATARHLÉ

Fimmgangur - F2

Tölt - T7 Barnaflokkur

Tölt - T3

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1 flokkur, 2 flokkur

 

20MÍNÚTUR HLÉ

 

Úrslit

Fjórgangur - V2

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1flokkur, 2 flokkur

20 MÍNÚTUR HLÉ

Fimmgangur 1 flokkur

T7 Barnaflokkur

T3 Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1 flokkur, 2 flokkur

 

Gæðingaskeið

  • 1
Today's page views: 407
Today's unique visitors: 125
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 297054
Total unique visitors: 43110
Updated numbers: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links