Blog records: 2014 N/A Blog|Month_8
16.08.2014 11:16
Kvenna/karlareið
23 ágúst 2014 er dagurinn.
Kvenna/karlareið verður haldin á vegum Hesteigendafélags Grundarfjarðar.
Riðið verður um Eyraroddann, ferðin hefst hjá Halli Pálssyni á Naustum, þaðan verður riðin 9 km hringur um oddann og síðan 3 km að Vatnabúðum.
Skráning á fridrik@bref.is síðasti skráningardagur er 21. ágúst
Dagskrá.
15:00 Allir búnir að leggja á eftir léttar veitingar og riðið verður af stað frá Naustum konur réttsælis og karlar rangsælis um Eyraroddann.
16:00 Eftir eina áningu mætast hóparnir við fornar rústir, þar verða léttar veitingar boðnar síðan halda hóparnir sýna leið.
17:00 Konur og karlar sameinast í einni fylkingu á Naustum og ríða að Vatnabúðum, þar tekur Gunnar Jóhann (Hanni) á móti hópnum, grillið verður klárt og allir fá magafylli við hæfi
Fyrir þá sem vilja má benda á að víkingaklæðnaður er við hæfi í þessari ferð og mun fara fram val á víkingapar í lok ferðar.
Girðing verður í boði á Vatnabúðum, einnig er öllum sem vilja velkomið að tjalda á svæðinu.
Mikilvægt er að skrá sig í reiðina til að hægt sé að áætla hversu mörgum lömbum þarf að slátra.
Þátttakendur hafi með sér þær veigar sem við hæfi er í slíka ferð og vandi sig við að ganga hægt en örugglega um gleðinnar dyr.
Þáttökugjald er kr 4.000 sem greiða þarf inn á reikning 0191-26-002320 kt. 690288-1689 staðfesting á greiðslu sendist á fridrik@bref.is
Þeir sem kjósa að skrá sig ekki og mæta beint í reiðina greiða 5.000 kr. áður en haldið er af stað.
10.08.2014 11:14
Bikarmót
Bikarmót Vesturlands
fer fram á Miðfossum laugardaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.
Dagskrá:
Forkeppni:
Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur (F2) opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
Gæðingaskeið
Úrslit:
Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2: opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið
Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.
Skráningar: (opið fyrir skráningu frá 6. ágúst).
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng
Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar
koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur
merkt við að greiðsla hafi borist.
Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti
dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. ágúst á miðnætti og það sama gildir um greiðslu
skráningagjalda. Netfang faximot@gmail.com fyrir skráningargjöldin
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Kristján Gíslason kristgis@simnet.is simi: 898-4569
Mótanefnd Faxa
- 1