Category: Fréttir

11.02.2019 11:06

Barna og unglingaferð Snæfellings

Barna og unglingaferð Snæfellings

Þann 9. mars ætlum við að hafa skemmtilegan dag og skella okkur norður til ad skoða ýmislegt hestatengt og fleira.
Á dagskrá verður medal annars heimsókn á hestabúgardinn Gauksmýri og margt, margt fleira.

Ath. Þessi ferð er einungis ætlað börnum og unglingum sem eru skráð í félagid okkar.

Farid verdur á einkabilum og óskum vid eftir nokkrum foreldrum sem væru til í ad keyra.

Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan sem fyrst svo við getum fara að plana.

Kveðja :)
Æskulýðsnefndin
Nadine, Veronica, Erna og Katrín

 

17.02.2014 22:56

Hestamannavísur

Þessa vísur lét hann Andrés Kristjánsson mig hafa,
það var farið með þær í einhverri samkomu hjá Snæfelling 29. nóvember 1975.
Það vantar höfundinn að þessu. Lagið við þessar vísur er Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Gaman að þessu og endilega ef einhver á eitthvað skemmtilegt efni til að setja á síðuna má senda það í tölvupósti á herborg@emax.is
 
 
Hestamenn eru hér sveitum til sóma 
Sérlega ef að þeir komast á flakk.
Þó fái þeir almennt ekki of góða dóma
eiga þeir flest allir beisli og hnakk.
Halda þeir mót eins og hver maður sér
harðir að starfrækja reiðskóla hér.
 
Hnarreistir áfram um grundirnar geisa 
glenna út lappir og fetta sinn  haus.
Tölta og skokka og því næst svo þeysa
þannig er æfingin viðstöðu laus.
Hoppa yfir skurði og dóla yfir dý
detta af baki og standa upp á ný.
 
Enda er skylt að menn aðferðir læri 
auðvitað helst meðan stéttin er frísk.
Einn er með kaðal og annar með snæri
það er ekkert vit, nema hafa sinn písk.
En hvernig menn fóru, ég skrattann ei skil
á skeið, þegar reiðskólar voru ekki til.
 
Þess vegna enginn sál, inn má lúra
þá öllum gefst kostur á dag eftir dag.
Að fara í öndvegis útreiða túra
enda er það Snæfelllings langbesta fag.
Á rúntinum sjallast ég reiðlagið tem
er rass særi myndast, ég ber á það krem.
 
Að teygja sig fram, og að hallast til hliðar
er hesta manns aðall, sem hver og einn veit.
Og þegar að ekkert í áttina miðar
er einasta ráðið , að koma upp sveit.
Sem iðar og vaggar, eða eins og er sagt
fer upp og svo niður, í veglegum takt.
 
Það er því ákveðið yndi mitt besta
og ættu sem flestir að gera því skil.
Að eignast tvær, merar og eins marga hesta
og allt mun þá ganga, þeim mönnum í vil.
Og hleypa þeim svo yfir hæðir og mó
af hestunum fáum við aldrei í nóg.
 
 

03.12.2013 21:31

Afmæli

Haldið var uppá afmæli Snæfellings á Vegamótum 2. desember en Snæfellingur er stofnaður á Vegamótum
og þótti okkur alveg tilvalið að velja þennan stað núna 50 árum seinna
Í tilefni dagsins voru veittar viðukenningar og 3 félagar voru heiðraðir, 2 félagar fengu svo Gullmerki ÍSÍ.
Þétt var setið en vel fór um okkur á Vegamótum, rúmlega 60 manns mættu í afmælið.
Allir sem ávörpuðu samkomuna ,takk fyrir hlý orð í garð Snæfellings.
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
Heiðurfélagar og Gullmerkisfélagar til hamingju, og takk fyrir frábært starf í þágu félagsins.
Kærir þakkir til allra á Vegamótum og til hamingju með flottan sal hjá ykkur.
 
 
Viðurkenningar  til knapa, en þessir krakkar tóku þátt í mótum í sumar og stóðu sig með mikilli prýði.
 
Barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
 
Unglingaflokkur
 
Guðrún Ösp Ólafsdóttir, Harpa Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Siguroddsdóttir og Fanney O. Gunnarsdóttir
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
 
Ungmennaflokkur
 
Hrefna Rós Lárusdóttir og Guðný Margrét tók við viðurkenningur fyrir Maiju Maaria Varis

Ræktunarverðlaun
Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
 
Gunnar , Anna Dóra, Bárður og Lárus
 
ktunarverðlaun hestar
4 vetra, Steggur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8.14 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Hylur frá Miðhrauni, aðaleinkunn 7.98 Ræktandi Ólafur Ólafsson
6 vetra, Hrynur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8,45 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
 
 
Gísli Garðarsson og Gunnar Sturluson, Gísli tók við Ræktunarverðlaunum fyrir Ólaf Ólafsson
 
 
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
 
Ræktunarbú
Hrísdalur
Formaður Ásdís Sigurðardóttir, Siguroddur Pétusson og Gunnar Sturluson
 
Þotuskjöldurinn
Bjarni Jónasson fyrir hans frábæra starf að þremur síðustu fjórðungsmótum 
 
Lárus Hannesson, Bjarni Jónasson og Leifur Kr. Jóhannesson
 
Heiðursfélagar
 
?
Formaður Ásdís, Svavar Edilonsson, Halldís Hallsdóttir og Einar Ólafsson
 
Gullmerki Ísí
 
Garðar Svansson formaður HSH veitti Gullmerki íSí, Högni Bæringsson og Leifur Kr. Jóhannesson

 

Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna.

 
 
 
 
 

 

 

19.01.2013 17:13

Verðskrá í Snæfellingshöllina 2013

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:

15.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

7.000

 

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar :

10.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

5.000

 

Einkatími í eina klukkustund:

2.000

 

Dagsleiga fyrir viðburð:

15.000

 

Dagspassi í opna tíma:

500

 

Mánaðaraðgangur fyrir einn:

5.000

 

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

   
     

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

   

í Landsbanka kt:580907-0590

Senda þarf tölvupóst á gunnarkris@simnet.is þegar greitt er.

Listi yfir þá sem hafa greitt verður birtur á  http://fakasel.123.is/Blog/Cat/5342/

 

Stjórn Snæfellingshallarinnar efh.

   

 

07.06.2012 23:04

Keppendalisti fyrir úrtöku

 Skráin sem- hér er að finna er keppendalisti ef einhverjar villur kunna að hafa slæðst inn þá endilega senda athugasemdir til kristgis@simnet eða jonkristj@hotmail.com sem allra fyrst. 

15.02.2012 14:30

Fundur í Hrísdal



Fundur með hestamönnum á Vesturlandi

Það var líf og fjör á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi á laugardaginn 11. febrúar.  Stjórn LH hafði verið á tveggja daga stjórnarfundi á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem unnið var í ýmsum málefnum samtakanna og venju samkvæmt var síðan fundað með hestamönnum á svæðinu í tengslum við stjórnarfundinn. Haraldur Þórarinsson formaður LH hélt framsögu og fór yfir þau mál sem helst brenna á hestamönnum í dag, auk þess að segja frá áherslum stjórnarinnar í störfum sínum á árinu.  Í framhaldi sköpuðust fjörugar umræður um reiðvegamál, en Vestlendingar telja sig hafa farið halloka í úthlutun reiðvegafjár undanfarin ár.  Einnig var rætt um, keppnismál, fasteignagjöld af hesthúsum og fleira. 


Í máli Haraldar kom fram að stjórn telur það mikið réttlætismál að hesthús verði í A-flokki við álagningu fasteignagjalda, hvar sem þau standa á landinu.  Ef hestaíþrótt eigi að njóta sannmælis í þéttbýlinu og haldi áfram að blómstra á landsvísu, verði að tryggja að auknir skattar verði ekki lagðir á hestamenn.  Hefur stjórn LH unnið markvisst að málinu og fól efnahags- og skattanefnd Alþingis innanríkisráðuneytinu að vinna frumvarp til breytinga á lögunum.


Haraldur gerði grein fyrir því að stjórnin hefði fallist á tillögu samgöngunefndar LH um breytingar á úthlutun reiðvegafjár.  Breytingin felur í sér að tiltekin fjárhæð verður tekin til hliðar af óskiptu reiðvegafé og notuð til úthlutunar til fjölfarinna ferðamannastaða og reiðleiða, svo sem í leiðina um Löngufjörur og sambærilegar leiðir.  Er þessi breyting til komin vegna athugasemda formanns Snæfellings til stjórnar LH og reiðveganefndar um hversu óréttlátt sé að minni félög á landsbyggðinni verji lunganu af sinni úthlutun til reiðvega í að halda við reiðleiðum fyrir ferðamenn, bæði íslenska og útlenda.


Einnig gerði Haraldur að umtalsefni þann gífurlega kostnað sem fellur á hestamannafélög á landsbyggðinni vegna ferðakostnaðar dómara.  Eru til skoðunar leiðir til að bregðast við þessu og hefur stjórn LH skipað starfshóp sem á að koma með hugmyndir að lausn vandans, t.d. með stofnun jöfnunarsjóðs sem greitt yrði í af öllum skráningum og sjóðurinn notaður til að greiða dómurum vegna ferðalaga í stað þess fyrirkomulags sem nú tíðkast.


Að lokum gerði Haraldur velferðarmál að umtalsefni og sagði frá nýskipaðri velferðarnefnd LH og helstu hagsmunaaðila í hestamennsku, en henni er ætlað að vinna út frá þeim rannsóknum og niðurstöðum sem til eru og lúta að velferð íslenska hestsins, bæði í keppni, almennri notkun og við hestahald.  Er ætlunin að svara þeirri gagnrýni sem upp hefur komið bæði innanlands og utan um velferð hesta á faglegan, uppbyggilegan og málefnalegan hátt.


Eftir framsöguna og svör stjórnarmanna úr sal tóku menn upp léttara hjal, gerðu sér  veitingar að góðu og skoðuðu efnileg ung hross og folöld í hesthúsi Gunnars Sturlusonar í Hrísdal.


26.01.2012 21:40

Hestadagar

Hestadagar í Reykjavík

Skrúðreið á Hestadögum 2011.
Skrúðreið á Hestadögum 2011.
Hestadagar í Reykjavík er samvinnuverkefni LH, Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu, Icelandair Group og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 29. mars - 1. apríl næstkomandi.  

Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll.

Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 31. mars og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum.  Í ráðhúsi Reykjavíkur verður eitthvað hestatengt í boði allan daginn, söngur, fræðsla og gaman.   Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: "Ístölt - þeir allra sterkustu".

Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni.  Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 1.apríl.  Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.

Endanleg dagskrá og nánari upplýsingar um Hestadaga í Reykjavík verður birt á næstu dögum inni áwww.icelandichorsefestival.is

Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!
 

19.01.2012 23:42

Mót

 Ákveðið hefur verið að frestu þessu móti.   

   Töltmót Snæfellings

Föstudaginn 27. janúar kl. 19 í Söðulsholti.

Keppt verður í 5 flokkum ef næg þátttaka næst

Yngri flokkar
17 ára og yngri byrjendur, allir fá þátttökupening
17 ára og yngri opinn flokkur
Skráningargjald er 1000 kr.
 
Eldri flokkar
Byrjendur
1.flokkur
Opinn flokkur
Skráningargjald er 2000 kr.

Skráningafrestur er til kl. 20 fimmtudaginn 26. janúar,  
Sigga s: 8931584 eða netfangið herborgs@hive.is
Koma þarf fram nafn knapa, nafn og litur hestsins og uppá hvora hönd er byrjað


19.01.2012 17:05

Sýnikennsla í Faxaborg

Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.

Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur" með aðstöðu að Staðarhúsum.

Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri.  Frítt fyrir 15 ára og yngri.

16.01.2012 15:02

Vesturlandssýning

VESTURLANDSSÝNING
Í FAXABORG Borgarnesi
laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00
www.faxaborg.is

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar
Vesturlandssýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra vor í Faxaborg og má segja að
það hafi verið endurvakning á sýningum sem voru haldnar fyrir mörgum árum af
Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi. Mikil ánægja var með
Vesturlandssýninguna 2011 og nú er ætlunin að gera enn betur.
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang: amundi@isl.is
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang: baldur@vesturland.is
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang: stefan@hroar.is

Undirbúningsnefndin

13.01.2012 00:12

Reiðnámskeið


4 pláss laus á reiðnámskeiðið með Sölva!!!!

Reiðnámskeið helgina 28-29 Jan. Kennari verður Sölvi Sigurðsson, en hann hefur m,a stundað reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Kennt verður í einkatímum 20 mín tvisvar á dag og mælt er með að fólk fylgist með hinum meðan á kennslu stendur. Helgin kostar 18.000 á mann og innfalið er geymsla fyrir hrossið, kaffi og kökur en viljum biðja fólk um að taka með sér nesti í hádegismat, einnig er hægt að fá nýta eldunaraðstöðuna sem er til staðar. Skráning og nánari upplýsingar í 8995625 eða sodulsholt@sodulsholt.is

Með kveðju

 

Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
sodulsholt@sodulsholt.is

11.01.2012 13:24

Námskeið

Keppnisknapinn


Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum. Fjórar markvissar kennsluhelgar auk fimmtu helgarinnar þar sem undirbúin er sýning og tekið þátt í formlegu móti.


Námskeiðið Keppnisknapinn er hugsað fyrir þá sem vilja auka færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins.  Farið verður í þjálfun keppnishestsins, hvernig hann er sem best undirbúinn fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar og hvernig sýningar eru útfærðar á árangursríkan hátt. Skilgreindar verða sterkar og veikar hliðar hvers hests og knapa auk þess sem líkamlegt ástand hestsins verður skoðað allt námskeiðið. Kennslan er einstaklingsmiðuð, en lögð áhersla á að nemar fylgist með hver öðrum. Í gegnum allt ferlið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.


Yfirumsjón og aðalkennari er afrekskeppnisknapinn og reiðkennarinn Sigurður Sigurðarson. Auk þess koma að kennslunni Lárus Ástmar Hannesson, formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson, sérfræðingur við LbhÍ.


Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf  að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar.  Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir hestadómara og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).


Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá 15:00-22:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttir (86 kennslustundir).


Verð: 123.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)


Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)


Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.


Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is


Skráningarendurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000





ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo


Hestadómarinn


Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.

 

Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.

Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:

 

    • Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
    • Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
    • Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
    • Hugtakanotkun við mat á hrossum
    • Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
    • Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
    • Atferlisfræði
    • Áseta og stjórnun
    • Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans

 

Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth, reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson, kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson, gæðingadómari munu koma að kennslunni.  

 

Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).

 

Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.

 

Verð: 86.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar)

 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)

 

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

 

Skráningarendurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000


Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 898 0548 -larusha@simnet.is







08.01.2012 12:23

Frestun á folaldasýningu

Vegna erfiðs tíðarfars og snjóalaga neyðumst við til að fresta okkar árlegu folaldasýningu í Söðulsholti, sem var fyrirhuguð þann 14. Janúar 2012.

Reiknum með að geta haldið sýninguna snemma í febrúar en hún verður tilkynnt með góðum fyrirvara þegar þar að kemur.

Með kveðju
Hestamiðstöðin Söðulsholt
Today's page views: 407
Today's unique visitors: 125
Yesterday's page views: 1028
Yesterday's unique visitors: 93
Total page views: 297054
Total unique visitors: 43110
Updated numbers: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Name:

Snæfellingur

Birthday:

Stofndagur 2. desember 1963

Address:

Hjá formanni hverju sinni

Location:

Snæfellsnes

About:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Social security number:

440992-2189

Bank account number:

191-26-00876

Links