08.11.2021 17:05

Uppskeruhátíð Snæfellings árið 2021

 

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings 2021 fór fram í gærkvöldi. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna, unglinga og unglingaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili.

 

Hér er mynd af knöpum sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Magnús Ingi Sigfússon, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson, Kristín Lára Eggertsdóttir, Sól Jónsdóttir - á myndina vantar Ara Osterhammer Gunnarsson,Írisi Önnu Sigfúsdóttur og Sölva Frey Sóldal Jóhannsson

 

 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins. 

Gísli Sigurbjörnsson, Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir,Hera Guðrún Ragnarsdóttir, Signý Ósk Sævarsdóttir, Valdís María Eggertsdóttir - á myndina vantar Helgu Sóleyju Ásgeirsdóttur

 
 
 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í ungmennaflokki  árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Gróa Hinriksdóttir og Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir - á myndina vantar Ingu Dís Víkingsdóttur og Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur

 

 

 

Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu í barna, unglinga og ungmennaflokki en það voru þau Haukur Orri Bergmann Heiðarsson sem hlaut þau verðlaun í barnaflokki, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir sem hlaut þau verðlaun í unglingaflokki og Inga Dís Víkingsdóttir sem hlaut þau verðlaun í ungmennaflokki. 

Hér er mynd af systkinunum Hauki Orra og Hörpu Dögg ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins og Halldóru Einarsdóttur sem tók á móti verðlaununum  fyrir hönd Ingu Dísar Víkingsdóttur.

 

 

Knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Snæfelling árið 2021 er Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. 

 

Frábær árangur hjá Hörpu Dögg í unglingaflokk á árinu. Hefur hún tekið þátt í fjölda móta og staðið sig mjög vel og verið glæsilegur fulltrúi Snæfelling innan vallar sem utan. 

Hennar helstu afrek árið 2021 voru:

 Vann fjórganginn í Meistardeild Líflands og æskunnar.

 Á mótunum hjá Snæfelling vann hún bæði fjórganginn og tölt  á íþróttamótinu og var þar með samanlagður sigurvegari í unglingaflokki. Á hestaþinginu var hún efst í sínum flokk og valin efnilegasti knapinn. 

Á  Íþróttamóti hjá Spretti var hún í 2.sæti í T4 

WR íþróttamót Geysis haldið á Hellu, þar keppir hún á Þyt  frá Stykkishólmi og vinnur bæði T4 slaktaumatölt og fjórgang. Er líka á Öbbu frá Minni Reykjum og þær voru í 4 sæti í T3. Á Mosfellsbæjarmeistaramótinu vinnur hún fjórganginn og er í 3. sæti í T3 tölti. Á Fjórðungsmóti Vesturlands er hún í 4. sæti í unglingaflokk í forkeppni og í T3 er hún í 1. - 2. sæti.

Íþróttamót Borgfirðings mætti hún með 4 hross og stóð sig gríðarlega vel á þeim öllum

Á Reykjavíkurmeistarmóti eru Harpa og Þytur í 3. sæti í slaktaumatölti T4 og 2. sæti í fjórgang V2

Íslandsmót barna og unglinga á Þyt í T4 Tölt  í 6. sæti, í Fimi unglinga eru þau í 3 sæti.

 

 

Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrir efstu hryssu og efsta stóðhest í hverjum flokki 

 

Efsta 4 v hryssa er Röst frá Bergi - aðaleinkunn 8,04 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

Efsta 5 v hryssa er Hetta frá Söðulsholti - aðaleinkunn 8,27 - Ræktandi er Söðulsholt ehf. 

Efsta  6 v hryssa er Sandvík frá Bergi  - aðaleinkunn 8,24 - Ræktandi og eigandi er Jón Bjarni Þorvarðarson

Efsta 7 v hryssa er Drótt frá Brautarholti   - aðaleinkunn 8,17 -Ræktendur  og eigendur  eru Snorri Kristjánsson, Björn Kristjánsson og Þrándur Kristjánsson.

 

 
 
 
 

 

Efsti 4v stóðhestur er Sesar frá Naustum  - aðaleinkunn 7,84 - Ræktandi og eigandi er Illugi Guðmar Pálsson

Efsti 5 v stóðhestur er Hlýri frá Bergi  - aðaleinkunn 8,06 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

Efsti  7 v stóðhestur er Huginn frá Bergi  - aðaleinkunn 8,55 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

 

 

 

Ræktunarbú ársins 2021

 

Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi fengu viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins. Frá þeim voru sýnd fjöldi kynbótahrossa með góðum árangri. Hér má sjá þær mæðgur Önnu Dóru og Sól taka við viðurkenningunni frá Herborgu Sigríði formanni félagsins.

 

 

 

 

Þotuskjöldurinn

 

Þotuskjöldurinn er afhentur þeim félagsmanni sem skarað hefur fram úr á sviði ræktunar, reiðmennsku eða félagsmála. Skjöldurinn er viðurkenning sem sem Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi ráðunautur, ræktandi og einn af stofnendum Snæfellings, gaf félaginu til minningar um heiðursverðlauna hryssu sína Þotu frá Innra-Leiti

Sigrún Ólafsdóttir hlýtur skjöldinn að þessu sinni . 

Sigrún hefur lagt félaginu og hestamennskunni mikið lið í félagsmálum og verið óeigingjörn á sitt starf fyrir okkur hestamenn. Sigrún hefur víða komið við í félaginu okkar. Meðal annars var hún formaður Snæfellings árin 2003 til 2007 og víðar hefur hún lagt til sín störf og var meðal annars formaður félags tamningamanna  árin 2008 til 2013 Þau eru líka orðin ansi mörg hestamannamótin stór og smá sem Sigrún hefur komið að þulastörfum. Það er alltaf gott að leita til Sigrúnar um ósk um framlag til starfa okkar hestamanna. 

Stjórn Snæfelling þakkar Sigrúnu kærlega fyrir allt hennar frábæra starf í gegnum tíðina fyrir félagið. 

 

 

 

Myndir: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir

 

Eftirtaldir gáfu vinninga í happdrættið og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.

Bjargarsteinn, Kaffi59, Klifurhúsið i Grundarfirði, Bkóngur,  Dísarbyggð, FB sport,  Blossi, Eiðfaxi, Alendis TV, Food station, Ice Hest, Lífland, Hrímnir, Storm Rather  Húsasmiðjan,  KB, Guðný Margrét, Ásdís ´Ólöf Sigurðardóttir, KG fiskverkun, Hótel Búðir, Viðvík, Gunnar Haldórsson Arnbjörgum. Ólafur Tryggvason, Berg, Lárus Ástmar Hannesson, Friðborg, Skúrinn, Sæferðir, Hótel Franiskus, Narfeyrarstofa, Nesbrauð, Þórsnes og Skipavík.

14.10.2021 14:55

Uppskeruhátið 2021

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

2021

 

Föstudaginn 5. nóvember

  Félagsheimilið Skjöldur

 

Húsið opnar kl 19.30

 Maturinn kosta 3.000 kr á manninn

1.500 kr fyrir 16 ára og yngri

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

 

    Ræktunarbú ársins

       Viðurkenningar til knapa

  Knapi ársins

Knapi ársins flokkana

    Þotuskjöldurinn afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1.500 kr.

 

  Látið vita með þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 2. nóvember

 netfangið  [email protected] eða  í síma 862 3570 Nadine

 

 

Allir velkomnir

 

05.07.2021 23:15

Sæl öll

Nú hefst vinna félagana sem standa að FM 21 í Borgarnesi við að setja upp mótið þó okkur handtök ef þið eigið lausa stund og viljið rétta hjálparhönd.

Dómhúsin eru að koma að norðan í nótt og það þarf að setja þau upp á morgun ásamt fleiri verkefnum sem eru eftir. Margar hendur vinna létt verk. Trú ekki öðru en að einhverjir hafi tíma til að aðstoða einhvern tíma á morgun. Það verður byrjað í fyrramálið og verið að eitthvað fram á kvöld.. Endilega hafið samband við Óla og látið vita af ykkur 8918401

13.06.2021 22:30

  Frábæru Hestaþingi Snæfellings og úrtöku fyrir Fjórðungsmót 2021 lokið

 

Hestaþing Snæfellings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót 2021 var haldið laugardaginn 12. maí í Stykkishólmi. Hestakosturinn var frábær, þátttaka góð og veðrið lék við mótsgesti.

 

Í A flokki var það Sægrímur frá Bergi sem stóð efstur eftir forkeppni, Viðar Ingólfsson reið Sægrími og hlutu þeir einkunnina 8,69.

 


 

Í B flokki var það Steggur frá Hrísdal, riðinn af Siguroddi Péturssyni sem stóð efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,70


 

Hestur mótsins valinn af dómurum var Sægrímur frá Bergi. 

 

 Hryssa mótsins valin af dómurum var Eyja frá Hrísdal.


 

Knapi mótsins valinn af dómurum var Siguroddur Pétursson og efnilegasti knapi mótsins valinn af dómurum var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir.

 

Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins:

https://cdn.fbsbx.com/v/t59.2708-21/195866962_803036273748459_7350473023572332384_n.pdf/IS2021SNF091-Allt_motid.pdf?_nc_cat=109&ccb=1-3&_nc_sid=0cab14&_nc_ohc=sm3b33kZ9-oAX_8OOjR&_nc_ht=cdn.fbsbx.com&oh=39c64fa1deb2957c620cf71cb0989881&oe=60C73F3C&dl=1


 

Hér koma svo nokkrar myndir frá mótsdegi

 

 

Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni Reykjum

Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum

Sól Jónsdóttir og Seygla frá Bjarnarhöfn

Kristín Lára Eggertsdóttir og Stjarna frá Hjarðarfelli

Haukur og Ari í úrslitum

 

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi

Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg

Signý Ósk Sævarsdóttir og Grund frá Kóngsbakka

Hera Guðrún Ragnarsdóttir og Hamar frá Hrappsstöðum 

Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni - Borg

Valdís María Eggertsdóttir og Kvöldsól frá Bjarghúsum

 

Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili

Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Garpur frá Ytri - Kóngsbakka

Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hringur frá Minni - Borg

Gróa Hinriksdóttir og Gullmoli frá Bessastöðum

 

Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn


 

Gunnar Sturluson og Lyfting frá Kvistum

 

Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn

Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum


 

 

Ásdís og Siguroddur að fara yfir málin

 

08.06.2021 13:07

Afmæli Þjóðgarðarins

 

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fagnar 20 ára afmæli 28. júní næstkomandi.

 

Í tilefni af því verður afmælisdagskrá á vegum þjóðgarðsins alla vikuna frá 19. júní – 27. júní.

Sunnudaginn 27. júní er fyrirhuguð mikil afmælisdagskrá á Malarrifi sem byrjar kl: 14:00.

Einn af viðburðunum á sunnudeginum 27. júní er að hafa hesta til að teyma undir börnum frá ca 14:30 - 16:00.

 

Við erum því að leita til hestamanna á Snæfellsnesi sem gætu komið með þæga hesta og teymd undir börnunum.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafið samband við Eddu Báru í síma: 865-1688 eða Lindu Björk í netfangið: [email protected]

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull - Home | Facebook

 

26.05.2021 09:46

Sýning ræktunarbúa á Fjórðungsmóti 2021

 

 

Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt heiðurssess á Fjórðungsmótum, og á Fjórðungsmóti 2021 í Borgarnesi verður engin breyting þar á. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú. Sýning ræktunarbúa eru áætluð á dagskrá mótsins föstudagskvöldið 9. júlí eftir kl. 19:00 og mun áhorfendum verða boðið að taka þátt við að velja besta ræktunarbúið með kosningu.

Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er miðað við 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótstjórn FM setur. Miðað er við að 4 - 8 hross séu í hópnum, og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.

Þátttakendur velja tónlist sjálfir og skila inn skriflega texta fyrir þul hvernig búið skuli kynnt. Hálf síða í mótaskrá fylgir til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í sýningunni en forsvarsmenn búanna verða að skila inn upplýsingum fyrir 20. Júní.

Ræktunarbú og Keppnishestabú ársins 2020 eru boðin til mótsins og munu þau koma fram ásamt verðlaunabúinu á kvöldvöku laugardagskvöldsins 10. júlí.

Þeir hrossaræktendur sem hafa áhuga á að koma fram með sinn hóp á Fjórðungsmóti 2021 eru beðnir að senda inn umsókn um slíkt og athugið að gefa upp upplýsingar um hvaða hross er stefnt með á sýninguna. Dregin verða svo 10 bú til þátttöku úr innsendum umsóknum. 

 

Þáttökugjaldið er kr.60.000.
Umsóknarfrestur er til 20. júní og verður tilkynnt þann 25. júní hvaða ræktunarbú munu taka þátt.

Umsóknir skulu sendar á netfangið fjordungsmot2021@gmail.com

17.05.2021 01:08

Undirbúningur fyrir keppni.

 

Félagið hefur ákveðið að niðurgreiða þetta námskeið um 10.000 kr. fyrir þau börn, unglinga og ungmenni sem keppa undir merkjum Snæfellings.

 

Boðið verður uppá námskeið fyrir úrtöku fyrir Fjórðungsmót.

Fjórir 30 mínútu reiðtímar á nemanda og einn í einu annað hvort inni í reiðskemmu eða á reiðvelli.

Námskeiðið kostar 20.000 kr.

Börn, unglingar og ungmenni ganga fyrir.

Skráningarfrestur er til 19 maí. á netfangið asdissig67@gmail.com

Leiðbeinendur verða Siguroddur og Ásdís

 

15.05.2021 02:03

Hestaþing Snæfellings

Opið Gæðingamót Snæfellings og úrtaka fyrir FM í Stykkishólmi laugardaginn 12. júní

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka.

A - flokkur

B - flokkur

B - flokkur 2. flokkur

B - flokkur Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Pollaflokkur

100 m skeið

 

Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 9 júní nema í pollaflokk þá skráningu má senda á netfangið herborgsig@gmail.com

Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com

Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist

Gjaldið er 4000 kr. á skráningu en í Barnaflokk, ungling og ungmenna er 3000 kr. Ekkert í pollaflokk.

Lagt inná reikning 191-26-00876 kennitala 4409922189 og senda kvittun á olafur@fsn.is

03.05.2021 13:46

 

Opið Íþróttamót Snæfellings 

Opið íþróttamót Snæfellings fór fram sunnudaginn 2. maí í Grundarfirði. Mótið gekk vel í alla staði þó að aðeins hefði blásið um keppendur. Þáttaka var ágæt og keppendur að vanda til fyrirmyndar. Þökkum öllum þeim sem komu að mótinu keppendum, sjálfboðaliðum og dómurum.

 

 

 Hér koma niðurstöður A-  úrslita frá mótinu

 

Niðurstöður A – úrslita

Fjórgangur V2- 2.flokkur

 1. Íris Huld Sigurbjörnsdóttir og Gustur frá Stykkishólmi – Snæfellingur-einkunn 5.40
 2. Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi – Skagfirðingur -einkunn 5,10
 3. Nadine Elisabeth Walter og Grund frá Kóngsbakka – Snæfellingur -einkunn 4,77
 4. Steinar Björnsson og Abbadís frá Þorbergsstöðum – Snæfellingur - einkunn 3,83

Fjórgangur V2 – Opinn flokkur

 1. Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal – Snæfellingur - einkunn 6,93
 2. Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 – Snæfellingur- einkunn 6,50
 3. Gunnar Sturluson og Harpa frá Hrísdal – Snæfellingur  -einkunn 6,43
 4. Ásdís Sigurðardóttir og Bragi frá Hrísdal – Snæfellingur -einkunn 6,03
 5. Gunnar Tryggvason og Blakkur frá Brimilsvöllum- Snæfellingur- einkunn 5,53

 

Fjórgangur V2 – Ungmennaflokkur

 1. Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili – Snæfellingur -einkunn 6,30
 2. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Hrafn frá Þúfu í Kjós – Dreyri - einkunn 5,87
 3. Ísólfur Ólafsson og Breki frá Leirulæk – Borfirðingur - einkunn 5,77
 4. Aníta Rós Kristjánsdóttir og Samba frá Reykjavík – Fákur - einkunn 5,50
 5. Ólöf Einarsdóttir og Jódís frá Kópavogi –Hending - einkunn 4,43

 

Fjórgangur V2 – Unglingaflokkur

 1. Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi – Snæfellingur - einkunn 6,67
 2. Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni-Borg – Snæfellingur -einkunn 4,50
 3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg – Snæfellingur  -einkunn 4,10

 

Fjórgangur V2 – Barnaflokkur

 1. Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum – Snæfellingur -einkunn 5,10
 2. Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum – Snæfellingur - einkunn 5,03

 

Fimmgangur F2 – Opinn flokkur

 1. Lárus Ástmar Hannesson og Skuggi frá Hríshóli 1 – Snæfellingur  - einkunn 6,26
 2. Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn – Snæfellingur -einkunn 6,21
 3. Ísólfur Ólasfsson og Blær frá Breiðholti,Gbr. – Borgfirðingur -einkunn 6,02
 4. Gústav Ívarsson og Jaðar frá Grundarfirði – Snæfellingur -einkunn 5,69
 5. Ólafur Tryggvason og Fiðla frá Grundarfirði – Snæfellingur -einkunn 4.81

 

Tölt T3 -  2. Flokkur

 1. Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi – Skagfirðingur- einkunn 6,44
 2. Veronika Osterhammer og Sprettur frá Brimilsvöllum – Snæfellingur -einkunn 6,0
 3. Steinar Björnsson og Gletta frá Kóngsbakka – Snæfellingur  -einkunn 4,67

 

Tölt T3 – Opinn flokkur

 1. Siguroddur Pétursson og Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 – Snæfellingur  -einkunn 7,61
 2. Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1 – Snæfellingur- einkunn 6,67
 3. Hrefna Rós Lárusdóttir og Stormur frá Stíghúsi – Snæfellingur -einkunn 6,22
 4. Ásdís Sigurðardóttir og Bragi frá Hrísdal – Snæfellingur -einkunn 6,17
 5. Gunnar Sturluson og Harpa frá Hrísdal – Snæfellingur- einkunn 6,06

 

Tölt T3 – Ungmennaflokkur

 1. Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili – Snæfellingur- einkunn 6,61
 2. Hjördís Helma Jörgensdóttir og Hrafn frá Þúfu í Kjós – Dreyri -einkunn 5,94
 3. Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hringur frá Minni - Borg– Snæfellingur  -einkunn 4,78
 4. Gróa Hinriksdóttir og Katla Frá Reykhólum – Snæfellingur -einkunn 4,11
 5. Ólöf Einarsdóttir og Jódís frá Kópavogi – Hending - einkunn 0,0

 

Tölt T3 – Unglingaflokkur

 1. Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi – Snæfellingur- einkunn 6,72

2.– 3.   Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Júlía frá Vegamótum – Snæfellingur -einkunn 4,61

2. – 3. Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni-Borg – Snæfellingur -einkunn 4,61

 

Tölt T7 – Barnaflokkur

 1. Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum – Snæfellingur- einkunn 5,17
 2. Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum – Snæfellingur -einkunn 5,0

 

Gæðingaskeið PP2 – Opinn flokkur

 1. Lárus Ástmar Hannesson og Dama frá Kóngsbakka – Snæfellingur -einkunn 6,80
 2. Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum – Snæfellingur - einkunn 5,68
 3. Ólafur Tryggvason og Fiðla Frá Grundarfirði – Snæfellingur- einkunn 2,18
 4. Lárus Ástmar Hannesson og Skuggi frá Hríshóli 1 – Snæfellingur- einkunn 2,15

 

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina- 2.flokkur

Sæmundur Jónsson og Askur frá Stíghúsi

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –opinn flokkur

Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – ungmennaflokkur

Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –unglingaflokkur

Harpa Dögg Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – barnaflokkur

Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni-Reykjum

 

Samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina

Lárus Ástmar Hannesson og Dama frá Kóngsbakka

 

Stigahæsti knapi mótsins

Lárus Ástmar Hannesson

 

01.05.2021 19:12

Dagskrá

Kl 10

Fjórgangur - V2 -- 2 flokkur, 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur.

pollaflokkur

 

MATARHLÉ

 

Fimmgangur - F2 -- 1 flokkur

Tölt - T3 -- 2 Flokkur , 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur,

Tölt - T7 --  barnaflokkur

 

20 MÍNÚTUR HLÉ 

 

Úrslit Fjórgangur - V2 -- 2 flokkur, 1 flokkur Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur,

 

**20 MÍNÚTUR HLÉ

 

Fimmgangur -F2 -- 1 flokkur

Tölt - T3 -- 2 flokkur, 1 flokkur, Ungmennaflokkur, unglingaflokkur,

T7 -- barnaflokkur

Gæðingaskeið

01.05.2021 09:30

Dagskrá 

sunnudaginn 2. maí kl 10:00

 

Fjórgangur - V2

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur

10 MÍNÚTUR HLÉ

1 flokkur, 2 flokkur

 

Pollaflokkur

 

MATARHLÉ

Fimmgangur - F2

Tölt - T7 Barnaflokkur

Tölt - T3

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1 flokkur, 2 flokkur

 

20MÍNÚTUR HLÉ

 

Úrslit

Fjórgangur - V2

Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, 1flokkur, 2 flokkur

20 MÍNÚTUR HLÉ

Fimmgangur 1 flokkur

T7 Barnaflokkur

T3 Ungmennaflokkur, unglingaflokkur, 1 flokkur, 2 flokkur

 

Gæðingaskeið

29.04.2021 10:23

Skáney

Helgarnámskeið að Skáney