19.01.2012 22:26

Viðburðir í Snæfellingshöllinni


Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22.janúar 

Hægt að bæta við 2, frábært námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á atferli hestsins


Einkareiðnámskeið með Guðmari Þór Péturssyni

Dagana 27 og 28 Janúar

Þessa daga er höllin lokuð fyrir korthafa á meðan námskeið standa yfir.


Til stendur að hafa Reiðnámskeið síðar í vetur

Allar uppástungur um kennara  vel þegnar

Senda má á tilögur á netfangið [email protected]


19.01.2012 17:05

Sýnikennsla í Faxaborg

Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.

Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur" með aðstöðu að Staðarhúsum.

Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri.  Frítt fyrir 15 ára og yngri.

16.01.2012 15:02

Vesturlandssýning

VESTURLANDSSÝNING
Í FAXABORG Borgarnesi
laugardaginn 24. mars 2012 kl. 20:00
www.faxaborg.is

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar
Vesturlandssýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra vor í Faxaborg og má segja að
það hafi verið endurvakning á sýningum sem voru haldnar fyrir mörgum árum af
Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi. Mikil ánægja var með
Vesturlandssýninguna 2011 og nú er ætlunin að gera enn betur.
Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum.

Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á framfæri við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, sími: 892-5678, netfang: [email protected]
Baldur Björnsson, sími: 895-4936, netfang: [email protected]
Stefán Ármannsson (v/ kynbótahrossa), sími: 897-5194, netfang: [email protected]

Undirbúningsnefndin

13.01.2012 00:12

Reiðnámskeið


4 pláss laus á reiðnámskeiðið með Sölva!!!!

Reiðnámskeið helgina 28-29 Jan. Kennari verður Sölvi Sigurðsson, en hann hefur m,a stundað reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Kennt verður í einkatímum 20 mín tvisvar á dag og mælt er með að fólk fylgist með hinum meðan á kennslu stendur. Helgin kostar 18.000 á mann og innfalið er geymsla fyrir hrossið, kaffi og kökur en viljum biðja fólk um að taka með sér nesti í hádegismat, einnig er hægt að fá nýta eldunaraðstöðuna sem er til staðar. Skráning og nánari upplýsingar í 8995625 eða [email protected]

Með kveðju

 

Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
[email protected]

11.01.2012 13:24

Námskeið

Keppnisknapinn


Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum. Fjórar markvissar kennsluhelgar auk fimmtu helgarinnar þar sem undirbúin er sýning og tekið þátt í formlegu móti.


Námskeiðið Keppnisknapinn er hugsað fyrir þá sem vilja auka færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins.  Farið verður í þjálfun keppnishestsins, hvernig hann er sem best undirbúinn fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar og hvernig sýningar eru útfærðar á árangursríkan hátt. Skilgreindar verða sterkar og veikar hliðar hvers hests og knapa auk þess sem líkamlegt ástand hestsins verður skoðað allt námskeiðið. Kennslan er einstaklingsmiðuð, en lögð áhersla á að nemar fylgist með hver öðrum. Í gegnum allt ferlið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.


Yfirumsjón og aðalkennari er afrekskeppnisknapinn og reiðkennarinn Sigurður Sigurðarson. Auk þess koma að kennslunni Lárus Ástmar Hannesson, formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson, sérfræðingur við LbhÍ.


Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf  að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar.  Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir hestadómara og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).


Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá 15:00-22:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttir (86 kennslustundir).


Verð: 123.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)


Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu [email protected](Lárus)


Skráning: [email protected] eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.


Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á [email protected]


Skráningar[email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000

ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo


Hestadómarinn


Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.

 

Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.

Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:

 

  • Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
  • Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
  • Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
  • Hugtakanotkun við mat á hrossum
  • Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
  • Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
  • Atferlisfræði
  • Áseta og stjórnun
  • Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans

 

Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth, reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson, kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson, gæðingadómari munu koma að kennslunni.  

 

Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).

 

Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.

 

Verð: 86.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar)

 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu [email protected](Lárus)

 

Skráning: [email protected] eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á [email protected]

 

Skráningar[email protected] (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000


Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 898 0548 -[email protected]08.01.2012 12:23

Frestun á folaldasýningu

Vegna erfiðs tíðarfars og snjóalaga neyðumst við til að fresta okkar árlegu folaldasýningu í Söðulsholti, sem var fyrirhuguð þann 14. Janúar 2012.

Reiknum með að geta haldið sýninguna snemma í febrúar en hún verður tilkynnt með góðum fyrirvara þegar þar að kemur.

Með kveðju
Hestamiðstöðin Söðulsholt

08.01.2012 12:20

Starfið framundan

Vetrarstarfið og næstu viðburðir


·         Tvö mót í vetur, annars vegar töltmót, 27. janúar og   þrí eða fjórgangasmót, 9. mars í Söðulsholti

·         Fara menningarferð 3. mars um Borgarfjörðinn

·         Tveir dagar fyrir yngri kynslóðina í Reiðhöllinni í Grundarfirði, sunnudagana 12. febrúar og 15. apríl, þar verða þrautabrautir, grill og reiðtúr ef veður leyfir.

·         Aðalfundur 28. mars í Stykkishólmi.

·         Reyna að hafa aftur reiðtúr á fjörurnar eins og var reynt s.l. vetur en veðrið hamlaði því að að hægt væri að ferðast með hestakerrur síðast.

 

Úrtakan fyrir Landsmót

          Sameiginlega úrtaka fyrir Landsmót með hinum félögunum á Vesturlandi laugardaginn 9. júní í Borgarnesi

 

Íþróttamót

          Íþróttamótið í Grundarfirði 12. Maí

 

Hestaþing Snæfellings

Stefnan er að hafa Hestaþingið í tvo daga, helgina 6-7 júlí.

 

Bikarmót

Stefnt er á bikarmót Vesturlands á Æðarodda eða Kaldármelum 25-26 ágúst.

 

Með bestu kveðju

Stjórnin 

05.01.2012 23:51

Verðskrá


 

Verðskrá  í  Snæfellingshöllinni  2012

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:                                                                 15.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:                                   7.000 kr.

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar                         10.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu                                    5.000 kr.  

Einkatími í eina klukkustund                                                                          2.000 kr.

Dagsleiga  fyrir viðburð.                                                                              15.000 kr.

Dagspassi í opna tíma                                                                                     500 kr.

Mánaðaraðgangur fyrir einn                                                                          5.000 kr.

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

 

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

í Landsbanka kt:580907-0590. 

Nánari upplýsingar eru hjá Gunnari Kristjánssyni í síma 898 032505.01.2012 23:50

Umgengisreglur


Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja

 

09.12.2011 22:59

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22. og 28.-29. Janúar

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með tvö trippi.

Fjórir verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með eitt trippi.

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar:

Nemandi með eitt hross 15000

Nemandi með tvö hross 25000

Síðasti skráningadagur 16. Janúar


Skráning og nánari upplýsingar í síma:7702025 (Guðmundur)

Eða á netfangið: [email protected]

24.11.2011 22:46

Ráðstefna um dómaramál

Þriðjudaginn 6. desember verður haldin opin ráðstefna um dómaramál.  Ráðstefnan verður haldin í félagsheimili Fáks og hefst kl. 19.

 
Fjölbreytt framsöguerindi verða flutt en flutningsmenn verða:  
 • Sigurbjörn Bárðarson
 • Olil Amble
 • Guðlaugur Antonsson
 • Lárus Ástmar Hannesson
 • Pjetur N. Pjetursson
Að loknum framsöguerindum verða umræður.  Ráðstefnan er í umsjón Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

22.11.2011 01:05

1001 ÞJÓÐLEIÐ


1001 Þjóðleið, smellið á myndina
 

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók.

Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

KJÖRGRIPUR FYRIR ALLA HESTAMENN SEM FERÐAST UM LANDIÐ.

PANTANIR:

Sendið pantanir á tölvupósti: [email protected]  (tilgreinið nafn, heimilisfang, símanúmer, fjölda eintaka og greiðslumáta (bankamillifærsla eða kreditkort). Eða hringið í síma 557 3100.

 

21.11.2011 21:24

Kortasjáin

Enn fleiri leiðir í Kortasjána

Undanfarna mánuði og misseri hefur Landssamband hestamannafélaga unnið að skráningu reiðvega og reiðleiða í kortasjá.

Reiðleiðirnar eru unnar ofan á myndagrunn frá Loftmyndum ehf. Samhliða skráningunni í kortasjána þá eru reiðleiðirnar skráðar á Exelform, reiðleiðaskrár, og reiðleiðunum gefin númer ( aðal- og kaflanúmer ), það er gert í samráði við Vegagerðina. Einungis eru skráðar þær reiðleiðir sem eru á aðal- og deiliskipulögum viðkomandi sveitarfélaga. Nýlega bættust við Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýsla.

Alls eru komar í kortasjána 745 reiðleiðir sem spanna yfir 5.586 km úr Borgarfirði og austur að Lómagnúp. Unnt er að taka gps ferla flestra reiðleiðanna af kortasjánni beint í gps tæki, þá eru flestir skálar einnig í kortasjánni. 

Auðvelt á að vera fyrir hestamenn að skipuleggja hestaferðir af kortasjánni og hlaða leiðunum  niður í gps tækin sín. Það á einnig við um gönguferðir þar sem sumar af þessum leiðum eru samnýtanlegar hesta- og göngufólki. 
Næstu skref í skráningu reiðleiðanna verða norðan heiða, þ.e. Húnavatns- Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslur.

Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þjónusta hestamennskuna eða  ferðaþjónustu almennt geti gert sig sýnilega í kortasjánni með t.d. krækjum þaðan og á sínar heimasíður.

Hægt er að komast á kortasjána af heimasíðu LH www.lhhestar.is þar til hægri Kortasjá, eða beint áhttp://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=hestar

Landssamband hestamannafélaga

Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86115
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:46:07

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar