Færslur: 2013 Febrúar

22.02.2013 20:37

Reiðnámskeið í Grundarfirði


Reiðnámskeið í Grundarfirði

Dagana 8 - 9 mars, 22-23 mars og 12 - 13 apríl.

13.02.2013 13:26

Þorrareið hjá Hólmurum

Þorrareið!!!!
 
 
Skemmtinefnd HEFST  stendur fyrir reiðtúr og þorrafagnaði  laugardaginn 16. febrúar.
 
Riðið verður frá hesthúsunum kl. 16:00 út fyrir Skjaldarvatn.
 
Þorramatur og skemmtilegheit verða í skemmunni hans Sæþórs uppá Hamraendum kl. 18:30
(í hestagallanum að sjálfsögðu).
 
Þar munum við skemmta okkur syngja og skoða myndir undir styrkri stjórn Bjössa málara.
 
Allir hvattir til að koma með gest.
 
Verð á mat er kr. 2000 á mann en hver sér um drykkjarföng fyrir sig.
Tilkynna verður um þátttöku til Sæa 841-2300 eða Lalla 898-0548 (SMS er best) fyrir hádegi á föstudag.
 
 
Sjáumst, skemmtinefndin

10.02.2013 21:48

Folaldasýning í Söðulsholti

Folaldasýning var vel sótt en 39 folöld voru skráð  og um 90 manns mættu á sýninguna. 
Dómari var Valberg Sigfússon og þulur Lárus Hannesson. Halldór og Áslaug á Þverá sáu um kaffið og það klikkaði ekki frekar en fyrri ár, skonsurnar með nautatungunni er alltaf sama góðgætið hjá þeim.


5 efstu merfolöldin1. Elding frá Ólafsvík,jörp
F. Ljóni frá Ketilstöðum
m. Perla frá Einifelli
ræk/Sölvi Konráðsson 
eig/Óðinn Kristmundsson

2. Glódís frá Ólafsvík,brúnskjótt
f. Ljóni frá Ketilsstöðum
m. Fluga frá Bjarnarhöfn
rækt/eig Jónas Gunnarsson

3. Spæta frá Söðulsholti,rauðskjótt
F, Hákon frá Ragnheiðarsstöðum
M, Hildur frá Sauðárkróki 
Rækt: Einar Ólafsson
Eig/ Söðulsholt ehf

4. Skotta frá Söðulsholti, rauðskjótt
F, Kapall frá Kommu
M, Lipurtá frá Söðulsholti
Rækt: Einar Ólafsson
Eig: JA vet ehf

5. Saga frá Dalsmynni, rauðskjótt
F: Kandís frá Litlalandi
M: Skrúða frá Hömluholtum
Rækt./eig: Guðný Linda Gísladóttir


Sölvi Konráðsson, Jónas Gunnarsson og Einar Ólafsson


Fimm efstu hestfolöldin 


1. Amor frá Hjarðarfelli, Brúnskjóttur
Möller frá Blestastöðum
M,Venus frá Hofi
Rækt/eig Sigríður Guðbjartsdóttir

2. Strokkur frá Hrísdal, rauður/grár
F: Hrímnir frá Ósi
M: Elja frá Mosfellsbæ
Rækt./eig: Hrísdalshestar sf

3. Drafnar frá Grundarfirði
F, Albert frá Feti
M, Dagsvin frá Grundarfirði
Eig/ræk;Bjarni Jónasson

4. Toppur frá Fáskrúðarbakka, rauðskjóttur-höttóttur
F: Kandís frá Litlalandi
M: Ör frá Fáskrúðarbakka
Rækt./eig: Kristján Þór Sigurvinsson

5. Dynjandi frá Hallkelsstaðahlíð, rauður
F: Dynur frá Hvammi
M: Rák frá Hallkelsstaðahlíð
Rækt./eig: Guðmundur M. Skúlason

Sigríður Guðbjartssdóttir, Siguroddur Pétursson og Bjarni Jónasson


Áhorfendaverðlaunin hlaut hún Saga frá Dalsmynni en hún er undan Kandís frá Litlalandi og Skrúðu frá Hömluholti
Eigandi Guðný Linda Gísladóttir.Guðný Linda Gísladótttir


Starfsfólk


Hér er  Einari í Söðulsholti þakkað fyrir góða folaldasýningu með lófaklappi.

06.02.2013 21:15

Vesturlandssýning 2013Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands 
hafa ákveðið að efna til 
Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi,
laugardaginn 23. mars n. k.

Þetta er þriðja árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg en mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna2011 og 2012 og mun því allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með
góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á fram við eftirfarandi aðila:

          Arnar Asbjörnsson, [email protected]  gsm: 841-8887
          Hlöðver  Hlöðversson, [email protected]  gsm: 661-7308
          Stefan Armannsson,  [email protected] gsm: 897-5194
          Heiða Dís Fjelsted,  [email protected]  gsm: 862-8932 (tengiliður vegna barna unglinga)

Undirbúningsnefndin

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vestu rlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 23. ma rs n. k. Þetta er þriðja árið í röð...
  • 1
Flettingar í dag: 550
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86177
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 22:28:40

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar