Færslur: 2019 Nóvember

15.11.2019 13:40

Landsmót 2020

Kæru félagsmenn! 

 

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. 

 Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 

 

https://tix.is/is/specialoffer/yg6osjurioaas

 

Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 

 

Mynd frá Herborg Sigríður Sigurðardóttir.

14.11.2019 11:38

HÆFILEIKAMÓTUN LH

HÆFILEIKAMÓTUN LH

MEÐ NÝJU FYRIRKOMULAGI Í AFREKSMÁLUM LH HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ SETJA AF STAÐ VERKEFNI FYRIR UNGA OG METNAÐARFULLA KNAPA, ÞAÐ KALLAST HÆFILEIKAMÓTUN LH OG FER AF STAÐ VETURINN 2020

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019. Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.

Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi.

Staðsetning hópa:
Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)
Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)
Suðurland (8 manna hópur)
Norðurland (8 manna hópur)
Vesturland (8 manna hópur)
Austurland (8 manna hópur)

Viðburðir og fyrirkomulag:
Janúar – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
Mars – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
April/mai – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
Sept – sýnikennsla (án hests)
Fyrirlestur með fagteymi ÍSÍ (án hests)
Kostnaður knapa er 100.000kr fyrir árið.
Knapar sem eru gjaldgengir í hópinn senda umsókn til LH.

Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, aldur og félag
Lýsing á keppnisárangri undanfarin 2 ár
Námskeið sem knapi hefur tekið
ideo (max 5-6 min) þar sem knapi sýnir gangtegundir:
Fet
Brokk
Hægt stökk, hraðinn aukinn í hratt stökk og síðan hægt niður á fet
Hægt tölt, hraðinn aukinn yfir í hratt tölt og síðan hægt niður á fet
Frjálst er að sýna fimiæfingar

Verkefnastjóri er Vilfríður F. Sæþórsdóttir. Allar umsóknir berist á netfangið vilfridur@lhhestar.is. Hægt er að nálgast allar upplýsingar í gegnum sama netfang.
Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019. Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.

 

  • 1
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 182391
Samtals gestir: 27848
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:58:52

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar