Færslur: 2021 Apríl

29.04.2021 10:23

Skáney

Helgarnámskeið að Skáney

 

Fórum með flottan hóp barna á Skáney um helgina þar sem þau voru í reiðkennslu hjá Hauki og Randi. Allir krakkarnir fengu 4 reiðtíma og svo var aðstoðað við hirðingu og gjafir í hesthúsinu.

Krakkarnir stóðu sig öll rosalega vel og hópurinn náði virkilega vel saman. Við fórum í leiki,fjallgöngu, skógarferðir,göngutúr um svæðið, fléttuðum nokkra hesta og margt fleira skemmtilegt.

Við áttum frábæran tíma saman á Skáney og krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Sum þessara barna höfðu farið áður en önnur voru að koma í fyrsta sinn en öll áttu þau það sameiginlegt að ganga vel um, voru kurteis og ótrúlega hugrökk. Algjör fyrirmyndarbörn ??

Svona helgarnámskeið eru mjög mikilvæg fyrir hóp eins og okkar. Fyrir utan það að læra alveg helling um hestinn og reiðmennsku þá hefur svona helgi heilmikið félagslegt gildi fyrir börnin okkar í félaginu sem búa dreift og hittast kannski ekki mjög oft. Þarna hitta krakkarnir okkar aðra krakka með sameiginlegt áhugamál, fara í leiki og eyða miklum tíma saman heila helgi. Oft myndast dýrmæt vinasambönd sem er alveg ótrúlega mikilvægt og hvetur það börnin okkar líka til að halda áfram í hestamennskunni ??

Kv. Erna og Veronica

17.04.2021 19:11

3. mót Snæfellingsmótaraðarinnar

Þriðja mót Snæfellingsmótaraðarinnar var haldið í dag

Þriðja mót Snæfellingsmótaraðarinnar var haldið í dag, laugardaginn 17. apríl í Grundarfirði.Keppt var í T3 í barnaflokki, unglingaflokki, minna vanir og meira vanir auk þess sem að keppt var í fimmgangi - opnum flokki. 

Niðurstöður úrslita úr mótinu voru eftirfarandi:

Barnaflokkur:

1. sæti - Haukur Orri Bergmann Heiðarsson  og Abba frá Minni-Reykjum 

2. sæti - Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum  

3.sæti - Sól Jónsdóttir og Lofísa frá Bjarnarhöfn 

4.sæti -  Kristín Lára Eggertsdóttir  og Neisti frá Torfunesi 

A group of people riding horses

Description automatically generated

 

Unglingaflokkur:

1. sæti - Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi 

2. sæti - Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni - Borg

3. sæti - Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling Minni – Borg

A group of people riding horses

Description automatically generated

 

Minna vanir:

1. sæti - Veronica Osterhammer og Sprettur frá Brimilsvöllum 

2.sæti - Ditta Tómasdóttir og Saga frá Dýrfinnustöðum 

3.sæti - Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hringur frá Minni - Borg

4.sæti -  Nadine Walter og Valur frá Syðra - Kolugili

5.- 6. sæti - Ragnar Ingi Sigurðsson og Grund frá Kóngsbakka

5.- 6. sæti Sveinn Bárðarson og Hátíð frá Grundarfirði

A group of people riding horses

Description automatically generated with medium confidence

 

Meira vanir:

1. sæti - Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga

2.sæti - Ásdís Ólöf Sigurðardóttir og Bragi frá Hrísdal

3.sæti - Högni F. Högnason og Stjarna frá Stykkishólmi

4. sæti -  Gunnar Tryggvason og Blakkur frá Brimilsvöllum

5.sæti - Ólafur Tryggvason og Týr frá Grundarfirði

A group of people riding horses

Description automatically generated

 

 

5 gangur:

 

1. sæti - Lárus Ástmar Hannesson og Dama frá Stykkishólmi

2.sæti - Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Baltazar frá Stóra- Kroppi

3. sæti -Ólafur Tryggvason og Gyðja frá Grundarfirði

 

A group of people riding horses

Description automatically generated with medium confidence

13.04.2021 09:29

Íþróttamót 2. maí.

Opið íþróttamót Snæfellings

í Grundarfirði, 

sunnudaginn 2. maí

Miðað við að sóttvarnarlög verði þannig að við sjáum okkur fært að halda mót. 

 

-Barnaflokkur -

V2,fjórgangur

T7, tölt

-Unglingaflokkur -

V2, fjórgangur

T3, tölt

-Ungmennaflokkur -

V2, fjórgangur

T3, tölt

-2.flokkur -

V2, fjórgangur

T3, tölt

-Opinn flokkur -

V2, fjórgangur

F2, fimmgangur

T3, tölt

Gæðingaskeið

Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.

Pollaflokkur, allir fá viðurkenningu

skráning á staðnum í Pollaflokkinn eða í netfangið herborgsig@gmail.com

Skráð er í gegnum https://skraning.sportfengur.com/

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 4000 á skráningu fyrir fullorðinn og 3000 kr. á yngri flokkana. Sendið kvittun á olafur@fsn.is

Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 28. apríl það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. 

12.04.2021 12:51

Aðalfundur

  

 

 

 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
fimmtudaginn 22. apríl  kl. 20
Félagsheimilinu Skildi, Helgafellssveit

 

 

1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál

05.04.2021 15:03

FM

Yfirlitssýning stóðhesta á FM 2017 | Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

 

Komið þið sæl,

 

Fyrir hönd framkvæmdanefndar Fjórðungsmóts Vesturlands 2021 leitum við til fyrirtækja  á svæðinu að taka þátt í auglýsingastyrkjum til styrktar þessa móts.

Fjórðungsmót Vesturlands er haldið á 4 ára fresti og er stærsti viðburður sem haldinn er á sviði hestamennsku á Vesturlandi. Mótið verður haldið dagana 7. – 11. júlí nk. á félagssvæði Hestamannafélagsins Borgfirðings í Borgarnesi og er þetta mót haldið í sameiningu þeirra hestamannafélaga sem starfa á Vesturladi þ.e. Borgfirðiðngur Borgarfirði, Dreyri á Akranesi, Glaður Búðardal og Snæfellingur á Snæfellsnesi. Félagar þessara hestamannafélaga hafa þátttökurétt á mótinu auk þess sem hestamannafélög í Húnavatnssýslu, Skagafirði og á Vestfjörðum verða þátttakendur.

Við stefnum á að hafa stóran viðburð í kring um þetta mót og verður t.d. sveitamarkaður á svæðinu og fleiri viðburðir sem ættu að höfða til allra á okkar svæði hvort sem þeir vilja koma og sjá hross, kynbótasýningar eða bara til að kíkja á markað og sýna sig og sjá aðra.  

Framkvæmdanefnd FM 2021 hefur sett saman auglýsingapakka sem sjá má hér neðar auk þess sem í boði er styrktarlína í mótsskrá.

 

Auglýsingapakkar

 

 

500,000 kr Gull

 

250,000 kr Silfur

Auglýsing í Streymi

 

Auglýsing í Streymi

Heilsíða í Mótaskrá

 

1/2 síða í Mótaskrá

Fáni í fánaborg og skilti á velli.

 

Fáni í fánaborg

10 miðar á mót og bás í höllina

 

5 miðar á mót og bás í höllina

Gefandi verðlauna í einn flokk

 

 

 

 

 

100,000 kr Brons

 

15,000 kr

1/4 síða í mótaskrá.

 

Styrktarlína í mótskrá

Fáni í fánaborg

 

 

2 miða á mót

 

 

 

Hafi þitt fyrirtæki áhuga á að koma að þessu móti með styrk eða styrktarlínu þá endilega sendið  e-mail á ernas82@gmail.com s:8964276 eða olafur@fsn.is s:8918401

 

Með þökk,

Erna Sigurðardóttir og Ólafur Tryggvason, fulltrúar Snæfellings í nefndinni

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86115
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:46:07

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar