Færslur: 2010 Desember

08.12.2010 11:22

Fundargerð

Fundargerð frá aðalfundi 24 apríl 

03.12.2010 21:29

Uppskeruhátið


Uppskeruhátíðin tókst vel og var fín mæting.
Þetta er örugglega eitthvað sem er komið til að vera.
Hrefna og Gísli á Vegamótum reiddu fram veglegar veitingar.
Happadrættið tókst vel og fóru margir heim með góða vinninga.
Aðalvinninginn folatollur undir Dyn, fékk Hrefna á Vegamótum.
Ekki vantaði skemmtiatriðin.
Jökull og Diddi tóku lagið eins og þeim er einum lagið, eins tók litli frændi Didda lagið fyrir okkur, bráðefnilegur drengur þar á ferð. (afsakið, man bara ekki hvað hann heitir)
Lárus, Erna Rut og Hólmgeir komu og tóku nokkur lög. 
Þökkum við þessum aðilum innilega fyrir góða skemmtun. 
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.

Efnilegasti knapinn  Borghildur Gunnarsdóttir

Knapi ársins Siguroddur PéturssonSvo voru veitt verðlaun fyrir ræktunarstarf
þetta er þeir stóðhestar sem fengu verðlaun sem hæstu dæmdu stóðhestarnir í hverjum árgangi hjá Snæfelling

4 vetra  Magni frá Hellnafellni  7.95 eigandi Kolbrún Grétarsdóttir
5 vetra  Sporður frá Bergi 8.24 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
6 vetra  Uggi frá Bergi 8.47 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson

Hér koma svo hryssurnar

4 vetra Skriða frá Bergi 8.00 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
5 vetra Brá frá Bergi 7.98 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra Brán frá Ytri-Hofdölum  8.14 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
7 vetra Hera frá Stakkhamri 8.29  eigandi Lárus Ástmar Hannesson

Glæsilegur árangur hjá þeim og þess má geta að þau eru öll sammæðra Uggi, Sporður og Skriða.

Þotusköldurinn

Gunnar Kristjánsson fyrir störf  að félagsmálum

Ræktunarbú ársins

Anna Dóra og Jón Bjarni 
Bergi

Óskum öllum þeim sem fengu viðukenningar innilega til hamingju með góðan árangur á árinu.

Hér eru þeir Lárus og Hólmgeir


Erna Rut og HólmgeirÞökkum fyrir ánægjulegt kvöld og hlökkum til að ári.


03.12.2010 10:35

Mette Moe MannsethSýnikennsla með Mette Moe Mannseth

Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800. Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. 
Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér  fara.
Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri. 

http://hestafrettir.is/Frettir/9544/

02.12.2010 06:56

HrossvestHrossaræktarsamband Vesturlands


AÐALFUNDUR OG HAUSTFUNDUR

Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn

04. desember n.k. kl. 13.30 í Hótel Borgarnesi.

Venjuleg aðalfundar- og haustfundarstörf.

Verðlaunuð verða:   Efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktarunarbú Vesturlands 2010.
Gestir fundarins verða  Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunaustur BÍ. Hann fer yfir hrossaræktina s.l. sumar, og Ingimar Sveinsson mun kynna ný útkomna bók sína Hestafræði Ingimars.

Stjórnin.

http://www.hrossvest.is/

  • 1
Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 84844
Samtals gestir: 8071
Tölur uppfærðar: 21.3.2023 11:02:42

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar