Færslur: 2017 Apríl

27.04.2017 14:35

Frestun á íþróttamótinu

Því miður verðum við að fresta íþróttamótinu um óákveðinn tíma vegna dræmrar þátttöku.

Nánari upplýsingar verða auglýstar síðar.

Þeir sem skráðu sig senda bankauppl. á [email protected] til þess að fá endurgreitt

Kveðja Stjórnin

22.04.2017 10:51

Námskeið

Stjórnin hefur ákveðið að halda námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni þeim að kostnaðarlausu sem ætla að taka þátt í gæðingamótinu hjá okkur sem er þann 3. júní og er um leið úrtaka fyrir Fjórðungsmótið. Sigrún Ólafsdóttir ætlar að leiðbeina á námskeiðinu fyrir okkur og það er stefnan á byrja seinni partinn á mánudaginn þann 24 apríl, stefna er á 2 til 3 skipti. Þetta yrði allt í Stykkishólmi því gæðingamótið verður þar. Fínt væri að heyra frá þeim sem hefðu áhuga á svona námskeiði og við svo planað áframhaldið

20.04.2017 13:21

Íþróttamót

Opið íþróttamót Snæfellings

í Grundarfirði

laugardaginn 29. apríl

 

 

-Barnaflokkur -
V2, fjórgangur,
T7, Tölt

-Unglingafl. -
V2, fjórgangur
T3, Tölt

-Ungmennafl. - 
V2, fjórgangur
T3, Tölt

-2.flokkur. - 
Þrígangur (tölt, fet, brokk, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 Tölt

-Opinn flokkur -
V2, fjórgangur
F2, fimmgangur
T3, Tölt

Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.
100 m skeið

Pollaflokkur Hér mega allir taka þátt, verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana.  Sendið kvittun á [email protected]  Síðasti dagur skráninga er miðvikudaginn 26. apríl klukkan 22 og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

17.04.2017 17:11

Íþróttamót Glaðs

Opið íþróttamót Glaðs 22. apríl

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnaflokkur V5, unglingaflokkur V2 og ungmennaflokkur V2

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið) 

Takið eftir:

·         Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Í skráningarkerfinu heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.

·         Ef þátttaka verður næg verður opnum flokki (þ.e. fullorðnum) í tölti nú skipt upp í 1. og 2. flokk. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu. 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 20. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:

Svala í 861 4466 eða [email protected]

Þórður í 893 1125 eða [email protected]

Mótanefnd Glaðs

  • 1
Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86069
Samtals gestir: 8220
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:24:38

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar