Færslur: 2011 Apríl

28.04.2011 13:05

Íþróttamót Skugga

Opið íþróttamót

Hestamannafélagið Skuggi heldur opið íþróttamót á velli félagsins við Vindás laugardaginn 7. maí n.k. Undankeppni byrjar kl. 10, byrjað á fjórgangsgreinum.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum:

Barnaflokkur - tölt og fjórgangur

Unglingaflokkur - tölt og fjórgangur

Umgmennaflokkur - tölt og fjórgangur

Opinn flokkur - tölt, fjórgangur, fimmgangur og gæðingaskeið.

Meiri upplýsingar á föstudaginn inna http://hmfskuggi.is/

26.04.2011 10:47

Búið er að opna fyrir skráningar í Reiðmanninn 2011-2013            Áætlaður umsóknafrestur til 4. júní

16.04.2011 22:53

Reiðmaðurinn

Reiðmaðurinn
Námskeiðsröð fyrir áhugafólk um reiðmennsku 
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda, opna nú fyrir nýja námshópa í áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hestahaldi. Námið sem kallastReiðmaðurinn má taka með vinnu og er hugsað fyrir áhugafólk eldra en 16 ára sem hefur áhuga á að bæta sína reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt. Verkleg kennsla fer fram ca. eina helgi í mánuði frá september og fram í apríl. Bóklegt nám er tekið samhlið í gegnum námsvef skólans. 
     Námið er byggt upp sem röð af helgarnámskeiðum þar sem nemendur koma einu sinni í mánuði með sinn hest og taka fyrir ákveðinn hluta af reiðmennskunni. Einnig er farið yfir bóklegt efni í fyrirlestrum og með fjarnámi. Hér er því um sambland af staðarnámi og fjarnámi að ræða þar sem ætlast er til að nemendur undirbúi sig bæði í verklegum og bóklegum atriðum heima. 
     Námið er metið til samtals 33 ECVET-eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Námið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda. 
     Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson og Þorvaldur Kristjánsson.

Nánari lýsing á náminu
Almennar kröfur

Reiðmaðurinn er nú kenndur: 

...á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði, 
...í Reiðhöllinni á Akureyri, 
...í Borgarfirði, Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum og í Faxaborg við Borgarnes 
...á Flúðum og í Rangárhöllinni við Hellu 
...á Hestamiðstöðinni Dal og Sörlastöðum í Hafnarfirði

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um nám í Reiðmanninum eru hvattir til að fylla út umsóknareyðublaðið hér fyrir neðan og senda það með tölvupósti á[email protected]  Ahugið að um er að ræða tímabilið 2011-2013.

Ef áhugahópur er til staðar innan ákveðins hestamannafélags kemur vel til greina að hefja næsta skólaár á viðkomandi stað, uppfylli staðurinn þær kröfur sem settar eru vegna kennslunnar og næg þátttaka fyrir hendi. Hafið samband við Endurmenntun LbhÍ og málið verður skoðað.

Umsóknareyðublað

14.04.2011 14:47

Dagskrá

VESTURLANDSSÝNING



Í FAXABORG


föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00

-dagskrá-

1)    Setning        -fulltrúar frá hestamannafélögunum á Vesturlandi Dreyra, Faxa,

                    Skugga, Glað og Snæfelling og Hrossaræktarsambandi Vesturlands-

2)    Félag tamningamanna -félagsmenn á Vesturlandi-

Gunnar Halldórsson, Randi Holaker, Haukur Bjarnason, Agnar Þór Magnússon,

Birna Tryggvadóttir, Heiða Dís Fjeldsted og Jakob Sigurðsson.


3)    
5 vetra hryssur

a)      Vænting frá Akranesi, brún      

faðir: Arður frá Brautarholti               móðir: Maístjarna frá Akranesi

                        eigendur:         Ingibergur H. Jónsson, Óðinn Elísson,

                                                Hjálmar Þór Ingibergsson

                        knapi:  Ingibergur H. Jónsson

           

b)      Athöfn frá Stykkishólmi, brún  

faðir: Aðall frá Nýjabæ           móðir: Höfn frá Bjarnarhöfn

                                                                        eigandi og knapi:  Lárus Á. Hannesson

                                               

c)      Strönd frá Skáney, brún

faðir: Smári frá Skagaströnd                           móðir: Mjöll frá Skáney

                                                eigandi:  Birgitta Sigþórsdóttir           knapi: Björn H. Einarsson

d)     Villirós frá Neðri-Hrepp, bleikálótt/skjótt         

faðir: Þeyr frá Akranesi                       móðir: Vaka frá Kleifum

            eigandi:  Björn H. Einarsson               knapi: Hlynur Guðmundsson


4)    
Börn

·         Gyða Helgadóttir, Faxa, og Hermann frá Kúskerpi, jarpur 15v

·         Ísólfur Ólafsson, Skugga, og Sólmar frá Borgarnesi   jarpur 11v

·         Borghildur Gunnarsdóttir, Snæfellingi, og Frosti frá Glæsibæ, mósóttur 15v

·         Aron Freyr Sigurðsson, Skugga, og Svaðilfari frá Báreksstöðum, bleikur 16v


5)    
B flokkur gæðinga

a)      Breiðfjörð frá Búðardal, brúnn 7v

 faðir: Þorri frá Þúfu     móðir: Bára frá Gunnarsholti

                        eigendur: Guðmundur H. Ólafsson og Gróa S. Sigvaldadóttir

                                                knapi: Sigvaldi Guðmundsson

b)     Svanur frá Tungu, grár 8v          

faðir: Stormur frá Svalbarðseyri          móðir: Perla frá Tungu

                        eigandi: Óskar Þór Pétursson              knapi: Siguroddur Pétursson

c)      Stapi frá Feti, jarpur 7v                

faðir:  Orri frá Þúfu                 móðir:  Snælda frá Sigríðarstöðum

eigendur:         Kolbrún Grétarsdóttir og Ingólfur Ö. Kristjánsson

                        knapi:              Kolbrún Grétarsdóttir

           

6)    4 vetra hryssur

a)      Vissa frá Lambanesi, vindótt      

faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekku  móðir: Elding frá Lambanesi

                                           eigandi: Sporthestar ehf.                     knapi: Birna Tryggvadóttir

b)     Gígja frá Stóra-Ási, rauðblesótt  

faðir: Sólon frá Skáney           móðir: Fiðla frá Stóra-Ási

                                                eigandi: Lára Gísladóttir         knapi: Haukur Bjarnason

c)      Fjöður frá Ólafsvík, jörp 

                  faðir: Mars frá Ragnheiðarstöðum      móðir: Perla frá Einifelli

                                    eigandi:  Sölvi Konráðsson     knapi:  Halldór Sigurkarlssson

     

d)     Nótt frá Tjörn, rauð         

faðir: Atlas frá Tjörn               móðir: Fiðla frá Ingólfshvoli

                                                eigendur: Ragnar V. Sigurðsson og Heiða Dís Fjeldsted

knapi: Heiða Dís Fjeldsted


7)    
Systkini frá Eystra-Súlunesi

a)      Váli, rauðblesóttur 6v                  

faðir: Tígull frá Gýgjarhóli                  móðir: Von frá Eystra-Súlunesi

                                    eigandi: Björgvin Helgason    knapi: Jakob Sigurðsson

b)      Vera, rauðblesótt 5v                    

faðir: Þyrnir frá Þóroddsstöðum         móðir: Von frá Eystra-Súlunesi

                                                eigandi: Helgi Bergþórsson     knapi:  Agnar Þór Magnússon


8)    
Systkini frá Vatnshömrum

a)      Hetja, brúnstjörnótt 4v                            

faðir: Hróður frá Refsstöðum             móðir: Gáta frá Dalsmynni

                                    eigandi: Rikke E. Pedersen                 knapi: Hlynur Guðmundsson

b)      Snotur, rauðblesóttur 5v             

faðir: Tígull frá Gýgjarhóli                  móðir: Gáta frá Dalsmynni

                        eigandi: Rikke E. Pedersen                 knapi: Björn H. Einarsson


9)    
Borgfirsku Skessurnar

·         Þórdís Arnardóttir og Tvistur frá Hellubæ, 11v  brúnstjörnóttur

·         Sigríður Arnardóttir og Þruma frá Hellubæ, 7v bleikálótt

·         Kristín Kristjánsdóttir og Kóróna frá Bakkakoti, 9v leirljós

·         Birna K.  Baldursdóttir og Dimmalimm frá Eskiholti II, 10v brún

·         Margrét Jósefsdóttir og Skrá frá Hafsteinsstöðum, 8v rauðblesótt

·         Vildís Bjarnadóttir og Ljóður frá Þingnesi, 7v móálóttur

·         Rósa Emilsdóttir og Eir frá Miðfossum, 9v brúnn

·         Elísabet Axelsdóttir og Húmor frá Hvanneyri, 9vetra, brúnn


10)  
Ræktunarbú Leirulækur

a)      Myrra, jörp 6v 

            faðir: Illingur frá Tóftum        móðir: Assa frá Engimýri

                                    eigandi: Guðrún Sigurðardóttir                       knapi: Jakob Sigurðsson

b)     Pollý, brún 8v                  

faðir: Þorri frá Þúfu     móðir: Pólstjarna frá Nesi

            eigandi:           Hrísdalshestar sf.        knapi: Siguroddur Pétursson

c)      Spurning, brúnskjótt 6 v 

faðir: Álfur frá Selfossi           móðir: Pólstjarna frá Nesi

            eigandi:  Guðrún Sigurðardóttir                      knapi: Ásdís Sigurðardóttir

d)     Skotta, skjótt 8v              

faðir: Þristur frá Feti   móðir: Sara frá Leirulæk

                                    knapi og eigandi:         Guðrún Sigurðardóttir

                                   

11)  5 vetra hryssur

a)      Hrefna frá Vatni, brún

                  faðir: Álfur frá Selfossi           móðir: Tekla frá Vatni

            eigandi: Sigurður H. Jökulsson           knapi: Agnar Þór Magnússon

b)     Fífa frá Borgarlandi, grá/jörp

faðir: Kjarni frá Þjóðólfshaga I           móðir: Freydís frá Borgarlandi

                        eigendur:  Kolbrún Grétarsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir og

         Sigurður Sigurðarson    knapi:  Sigurður Sigurðarson

c)      Dimma frá Gröf, brún

      faðir: Smári frá Skagaströnd   móðir: Hrefna frá Garðabæ

                         eigandi: Víðir Þór Herbertsson          knapi: Björn H. Einarsson

d)     Narnía frá Vestri-Leirárgörðum, fífilbleik/höttótt/blesótt       

faðir: Álfasteinn Selfossi        móðir: Dama frá V-Leirárgörðum

            eigandi:  Dóra Líndal Hjartardóttir     knapi: Karen Líndal


12)  
Vestlenskir stóðhestar

a)      Stimpill frá Vatni, rauður 7v      

faðir: Kolfinnur frá Kjarnholtum        móðir: Hörn frá Langholti 2

            eigandi: Sigurður H. Jökulsson           knapi: Tryggvi Björnsson

b)      Sleipnir frá Kverná, jarpur 6 vetra

faðir: Dynur frá Hvammi        móðir: Dögg frá Kverná

                                    eigendur:         Jóhann K. Ragnarsson, Ragnar Jóhannsson og

Guðfinna B. Jóhannsdóttir,

                                    knapi:              Jóhann K. Ragnarsson


13)  
6 vetra og eldri hryssur

                       

a)      Stjarna frá Borgarlandi, rauðstjörnótt 6v

      faðir: Dynur frá Hvammi        móðir: Birta frá Borgarlandi

                                    eigandi: Ásta Sigurðardóttir   knapi:  Agnar Þór Magnússon

b)      Sýn frá Ólafsvík, grá 9v 

                  faðir: Huginn frá Haga I                     móðir: Ísbjörg frá Ólafsvík

                                    eigandi:  Stefán S. Kristófersson        knapi:  Lárus Á. Hannesson

                       

c)      Nasa frá Söðulsholti, rauðtvístjörnótt 6v

      faðir: Parker frá Sólheimum      móðir: Hildur frá Sauðárkróki                eigandi:  Söðulsholt ehf.                  knapi:  Halldór Sigurkarlsson

d)     Von frá Akranesi, rauðblesótt 6v

  faðir: Arður frá Brautarholti                  móðir: Maístjarna frá Akranesi

                                                                        knapi og eigandi:         Ingibergur Jónsson

e)      Dyndís frá Borgarlandi, bleikálótt 6v        

faðir: Dynur frá Hvammi      móðir: Freydís frá Borgarlandi

                                                eigandi:  Ásta Sigurðardóttir  knapi:  Kolbrún Grétarsdóttir

f)       Gletta frá Innri-Skeljabrekku, rauðstjörnótt 6v                

faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekku      móðir: Héla frá Miðfossum

                                    eig.:  Finnur Kristjánss. og Lena J. Reiher knapi:       Finnur Kristjánsson

g)      Spóla frá Brimilsvöllum, jörp 6v

  faðir: Gaumur frá Auðholtshjáleigu      móðir: Rispa frá Brimilsvöllum

                                                knapi og eigandi:         Gunnar Tryggvason

                       

14)   Gróði frá Byrjun - jarpur 8 vetra                       eigandi: Einkahlutafélagið ehf.

-sá hestur sem hefur hvað lengst allra hesta verið mjög efnilegur-    

faðir: Uppspuni frá Rótum      móðir: Þvæla frá Upphafi.

                                               

HLÉ


15)  
 Einstök vinátta

Svanhvít Gísladóttir og Númi frá Lindarholti, jarpur 10 v

                        faðir: Otur frá Sauðárkróki     móðir: Perla frá Lindarholti


16)  
 4 og 5 vetra stóðhestar

a)      Svikahrappur frá Borgarnesi,  brúnn         

faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekku  móðir: Tjáning frá Engihlíð

                                    eigandi: Gfgraddar ehf.          knapi: Agnar Þór Magnússon

b)     Tristan frá Stafholtsveggjum, brúnstjörnóttur        

faðir: Krummi frá Blesastöðum 1A    móðir: Hrafntinna frá Stafholtsveggjum

            eigandi:  Kristín E. Möller                  knapi: Björn H. Einarsson

c)      Týr frá Miklagarði, móvindóttur     

faðir: Glymur frá Innri-Skeljabrekku  móðir: Hrafntinna frá Miklagarði

                                    eigandi: Margrét Guðbjartsdóttir        knapi: Finnur Kristjánsson


17)  
 Unglingar

·         Atli Steinar Ingason, Skugga, og Diðrik frá Grenstanga, rauður 10v

·         Svandís Lilja Stefánsdóttir, Dreyra, og Brjánn frá Eystra-Súlunesi, rauður 7v

·         Axel Örn Ásbergsson, Skugga, og Sproti frá Hjarðarholti, rauður 10v

·         Sigrún Rós Helgadóttir, Faxa, og Gnýr frá Reykjarhóli, rauðblesóttur 17v

·         Þorgeir Ólafsson, Skugga, og Sindri frá Kvíum, brúnn 19 v

·         Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum, brún 9v

·         Hrefna Rós Lárusdóttir, Snæfelling, og Loftur frá Reykhólum, bleikálóttur 10v

·         Ólafur Axel Björnsson, Skugga, og Bíldur frá Dalsmynni, skjóttur 10v


18)  
 Hrísdalshestar

a)      Glóð frá Kýrholti, rauð 10v

faðir: Þokki frá Kýrholti          móðir: Rán frá Hólum

                                                eigandi:  Hrísdalshestar sf.      knapi:  Gunnar Sturluson

b)     Hrókur frá Flugumýri, mósóttur 8v

   faðir: Rökkvi frá Hárlaugsst. móðir: Hending frá Flugumýri

                                    eigandi:  Hrísdalshestar sf.  knapi:  Siguroddur Pétursson

           

c)      Mánadís frá Hrísdal, brúnstjörnótt 6v

faðir: Gauti frá Rvík           móðir: Von frá Hraunholtum

eigandi og knapi:  Ásdís Sigurðardóttir

d)     Snær frá Keldudal, grár 6v

faðir: Þokki frá Kýrholti         móðir: Ísöld frá Kirkjub.klaustri 2

            eigandi:  Hrísdalshestar sf.      knapi:  Páll Bragi Hólmarsson

                                                                                   

19)   Afkvæmi Sólons frá Skáney

a)      Líf frá Skáney, rauðblesótt 6v                móðir: Hera frá Skáney

eigandi: Randi Holaker                       knapi: Haukur Bjarnason

b)     Sóló frá Skáney, rauðblesóttur 8v          móðir: Fiðla frá Skáney

                                    eigandi:  Bjarni Marinósson                knapi:     Randi Holaker

                                   

c)      Goggur frá Skáney, rauðblesóttur 8v     móðir: Glæða frá Skáney

            eigandi: Sigurður Ragnarsson             knapi: Jakob Sigurðsson

           

d)     Brynhildur frá Skáney, rauð 5v             móðir: Brynhildur frá Skáney

                                    eigandi: Birna Hauksdóttir     knapi: Agnar Þór Magnússon


20)  
Reynir Aðalsteinsson og fjölskylda

a)      Sikill frá Sigmundarstöðum, dökkjarpur 9v                   

faðir: Leikur frá Sigmundarstöðum    móðir: Sif frá Sigmundarstöðum

                                    knapi: Reynir Aðalsteinsson

           

b)     Svipur frá Syðri-Völlum, rauðblesóttur 8v                     

faðir: Leikur frá Sigmundarstöðum    móðir: Venus frá Sigmundarst.

                                                            knapi: Ingunn Reynisdóttir

                                               

c)      Greipur frá Syðri-Völlum, brúnn 7v 

faðir: Adam frá Ásmundarstöðum      móðir: Vaka frá Sigmundarstöðum

                                                             knapi: Pálmi Geir Ríkharðsson

d)     Hvönn frá Syðri-Völlum, rauðblesótt 7v

faðir: Leikur frá Sigmundarstöðum    móðir: Hending frá Sigmundarst.

                        knapi: Einar Reynisson

e)      Heimir frá Sigmundarstöðum, dökkjarpur 9v 

faðir: Leikur frá Sigmundarstöðum    móðir: Mánadís frá Sigmundarst.

                                                             knapi: Jónína Lilja Pálmadóttir

f)       Magnea frá Syðri-Völlum, bleikálótt 5v 

faðir: Kjarni frá Varmalæk                  móðir: Þöl frá Sigmundarstöðum

                        knapi: Aðalsteinn Reynisson


21)  
 A flokkur gæðinga

a)      Blær frá Hesti, brúnn 13v             faðir: Gustur frá Hóli  móðir: Blíð frá Hesti

                                                eigandi: Sigvaldi Jónsson        knapi: Tryggvi Björnsson

b)     Sunna frá Grundarfirði, bleik 14v         

faðir: Safír frá Höskuldsstöðum         móðir: Perla frá Knerri

                                    eigandi: Björk Unnur Guðbjartsdóttir og Ólafur Tryggvason                                                                                    knapi: Ólafur Tryggvason

c)      Þruma frá Skógskoti, jarpstjörnótt 7v    

      faðir: Þjótandi frá Svignaskarði          móðir: Hula frá Hamraendum

                                                eigendur: Gróa S. Sigvaldadóttir og Guðm. H. Ólafsson

                                                                        knapi: Sigvaldi Guðmundsson

d)     Brynjar frá Stykkishólmi, mósóttur 8v  

      faðir: Soldán frá Bjarnarhöfn              móðir: Brynja frá Stykkishólmi

                                                                        eigandi og knapi: Lárus Á. Hannesson


22)  
 Skeið

a)      Svala frá Hvanneyri, móvindótt 9v

   faðir: Gaukur frá Innri-Skeljabrekku       móðir: Hrefna frá Garðabæ

eigandi: Hestakostur ehf.                                knapi: Björn H. Einarsson

b)      Sóldögg frá Skógskoti, fífilbleik 10v

      faðir: Rómur frá Búðardal      móðir: Hula frá Hamraendum

eigendur: Svandís Sigvaldadóttir og Guðmundur H. Ólafsson

                                                                        knapi: Sigvaldi Guðmundsson

c)      Þyrla frá Söðulsholti, jörp 11v

      faðir: Biskup frá Fellsmúla      móðir: Ljót frá Hvoli

eigendur: Söðulsholt ehf.        knapi: Halldór Sigurkarlsson

d)     Skjóni frá Stapa, brúnskjóttur 12v

                  eigendur: Styrmir Sæmundsson og Harpa R. Ásmundsdóttir

                                                            knapi: Styrmir Sæmundsson

e)      Hvöt frá Vörðufelli, jörp 8v                   

faðir: Þorri frá Þúfu                 móðir: Hylling frá Vörðufelli

eigandi: Elín Þorsteinsdóttir               knapi: Hlynur Hjaltason


23)  
B flokkur gæðinga

a)      Jódís frá Ferjubakka, jörp 10v              

  faðir: Geisli frá Sælukoti                     móðir: Kolfinna frá Múla

                                    eigandi: Finnur Ingólfsson      knapi: Hulda Finnsdóttir

b)      Eskill frá Leirulæk, jarpstjörnóttur 11v

         faðir: Randver frá Nýjabæ      móðir: Vigdís frá Sleitustöðum

                                                                        eigandi og knapi: Gunnar Halldórsson


24)  
Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2011 á vegum 

 Hrossaræktarsambands Vesturlands

a)      Stígandi frá Stóra-Hofi, jarpur 8v          

faðir: Aron frá Strandarhöfða             móðir: Hnota frá Stóra Hofi

                                    eigandi: Jörðin Jaðar 2 ehf.     knapi: Sigurður Sigurðarson

b)      Dofri frá Steinnesi, jarpur 6v     

      faðir: Gígjar frá Auðholtshjáleigu       móðir: Dáð frá Steinnesi

                                                eigandi: Gammur ehf.             knapi: Jakob Sigurðsson

14.04.2011 12:10

Skeifurdagurinn

Skeifudagur Landbúnaðarháskólans 
Laugardaginn 16.apríl verður skeifudagur Landbúnaðarháskólans haldin hátíðlegur.
Skeifudagurinn verður haldin í reiðhöllinni að Mið-Fossum í Borgarfirði. Skeifudagurinn hefur verið haldin hátíðlegur í rúm 50 ár og á þeim degi keppa nemendur Landbúnaðarhaskóla Íslands um Morgunblaðsskeifuna.
Dagskrá
13:00 Hópreið
13:10 Ávarp rektors
13:15 Atriði - Skessurnar
13:25 Sýning nemenda á frumtamningartryppum
14:00 Hópreið Reynisbikar
14:10 Úrslit í Reynisbikar
14:40 Kynning á reiðhestum nemenda
14:50 Úrslit í Gunnarsbikar
15:10 Kaffi og verðlaunaafhending í skólanum
Veglegt happdrætti til styrktar Grana !! Folatollar í verðlaun m.a. ás frá ármóti, þulur frá Hólum, Leiknir frá vakursstöðum og margir fleiri 
ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR, stjórn Grana

14.04.2011 12:04

Knapafundur

Góðan dag

Knapafundur verður kl. 17:00 á föstudaginn 15/4 nk. í Faxaborg.  Fyrir þann tíma þurfa því allir knapar að vera mættir í Borgarnes.  Ámundi Sigurðsson stjórnar fundinum og sýningunni um kvöldið og aðstoðarmaður hans er Baldur Björnsson.

Sýningarhaldarar munu útvega stíur fyrir alla stóðhesta sem verða á sýningunni.  Í hesthúsinu við Faxaborg eru 19 stíur.  Þá verður reynt að losa hesthús upp í hesthúsahverfi og fá þar pláss fyrir sýningarhross.  Þeir sem óska eftir plássi fyrir hross hafi samband við Ámunda ( [email protected] ).  En það væri mjög gott að þeir knapar sem eiga möguleika að útvega sér pláss annars staðar í Borgarnesi eða nágrenni geri það.  Hross á sýningunni verða líklega um 80 og því ljóst að aldrei verður hægt að útvega pláss fyrir þau öll.  Biðjum knapa og eigendur hrossa að sýna því skilning.

 Ég er alls ekki með netföng hjá öllum knöpum en bið ykkur að dreifa þessu á alla sem þið eruð með netföng hjá.

Stefán Ármannsson:  Þú dreifir þessu á kynbótaknapa.

Vinsamlega fylgist með  faxaborg.is en þar verða settar inn tilkynningar ef ástæða þykir til.

Kveðja

f.h. undirbúningsnefndar

Ingi Tryggvason

s. 437 1700  / 860 2181 

12.04.2011 12:30

Staldren


Staldren þurrsótthreinsiefnið í bása og stíur. Góð og ódýr lausn fyrir reglulega sótthreinsun.

STALDREN  hefur hlutlaust sýrustig og tærir því ekki innréttingar og eins þurrkar það ekki húðina.

STALDREN kekkist ekki og verður ekki hált þegar það dregur í sig raka.

STALDREN rykast ekki, þurrkar loftið og bindur í sig ammoniak.

STALDREN minnkar loftraka, dregur þar með úr hættu á loftbornu smiti.

STALDREN r auðvelt í meðhöndlun, þar sem sótthreinsun fer fram án þess að hús séu tæmd.

STALDREN er eiturefnalaust, ertir ekki húð og er hættulaust mönnum og dýrum.

STALDREN hefur mjög góða bakteríudrepandi virkni gegn flestum sjúkdómsvaldandi bakteríum þ.m. E-coli, stafylokokkum og streptokokkum.

STALDREN dregur úr flugnaplágu, þar sem það drepur lirfurnar. Gott er að byrja síðla vetrar með að hreinsa þverbita í flórgrindum og  og eins út við veggi, í hornum og gluggakistum og strá Staldren . Mikilvægt er að byrja snemma áður en flugan lifnar til.


09.04.2011 11:34

Lokaundirbúningur Vesturlandssýningarinnar

 

Nú er komið að lokaundirbúningi fyrir Vesturlandssýninguna í Faxaborg 15/4 nk.

Nú er hugmyndin að væntanlegir sýnendur geti komið með hross sín í Faxaborg um helgina til að sýna þeim húsið og æfa. Hægt verður að vera til 15:00 á laugardaginn en kl. 17:00 er fyrirhugað töltmót á vegum Skugga og Faxa. Svo er hægt að nota allan sunnudaginn.

Við höllina er hesthús með 19 stíum og geta aðkomumenn fengið það til afnota þannig að þeir geta komið t.d. á föstudags- eða laugardagskvöld og geymt hrossin yfir nótt í hesthúsinu. Við munum útvega hey handa þeim sem vilja.

Væntanlegir sýnendur munu síðan hafa forgang í höllina í næstu viku fyrir utan fasta bókaða tíma.

Heiða Dís Fjeldsted hefur tekið að sér að sjá um atriði með börnum og unglingum. Börn og unglingar sem hafa áhuga á því að taka þátt í því atriði skulu mæta í Faxaborg kl. 13:00 á sunnudaginn. Í framhaldi af því mun Heiða Dís væntanlega velja þá sem hún vill að taki þátt í sýningunni.

Þeir sem ætla að koma um helgina eru beðnir að hafa samband við Ámunda gsm 892 5678.

Ég bið ykkur að koma þessari tilkynningu helst inn á heimasíður félaga ykkar og/eða framsenda hana á félagsmenn þ.e. dreifa þessu sem víðast.

Nú ríður á að Vestlendingar sýni að þeir eigi frambærilegt hestafólk og hross. Leggjum nú okkar að mörkum til að sanna það.

Kveðja
f.h. undirbúningsnefndar
Ingi Tryggvason
vs. 437 1700 / 860 2181

08.04.2011 21:59

N1 er orðinn einn af stærstu styrktaraðilum Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga. Öllum hestamönnum stendur nú til boða að fá N1 kortið með sérkjörum og um leið geta viðkomandi aðilar valið sitt hestamannafélag til þess að styrkja. Hálf króna af hverjum seldum lítra rennur þá sem fjáröflun til viðkomandi félags. Þeir aðilar sem nú þegar hafa N1 kort eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst til  LH á [email protected] með ósk um hvaða hestamannafélag það vill að kortið sitt styrki  og mun sú ósk í engu breyta um kjör viðkomandi hjá N1. LH mun síðan koma þeim skilaboðum áleiðis til N1.

Það er því hagur hestamannafélaganna að þeirra félagar noti kortin frá N1 og er þetta mjög góð fjáröflun fyrir félög innan Landssambands hestamannafélaga.

Einnig má geta þess að N1 kortið getur nýst sem enn frekari fjáröflunar fyrir æskulýðsnefndirnar í félögunum eða félögin sjálf.  Hvert félag getur skráð einstaklinga innan hestamannafélagsins fyrir N1 korti og af hverju skráðu korti fær það æskulýðsfélag  eða félag til sín 800 kr. Hérna er góð leið til þess að styrkja æskulýðs og barnastarf hver félags fyrir sig og/eða hestamannafélagið sjálft.

Endilega nýtið þetta góða tækifæri sem getur verið góð tekjuöflun næstu árin og þess má geta að hver N1 korthafi fær 1000 króna afslátt af hverjum miða inn á Landsmót hestamanna 2011 og 2012.

 

Allar upplýsingar veitir Hólmfríður [email protected]

Eða skrifstofa LH 514-4030

08.04.2011 13:29

Dómaranámskeið

Nýdómara /landsdómaranámskeið í gæðingadómum

Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið  í  Gæðingadómum,ef næg þáttaka fæst,lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.

 Námskeiðið verður  haldið í Reykjavík  29.apríl næstkomandi og hefst kl 14,00 og stendur fram á sunnudaginn  1.maí .  Námskeiðinu lýkur með prófi eftir hádegi.

Kennt verður í húsakynnum ÍSÍ og  á svæðum hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks ekki seinna en miðvikud 20.apríl og staðfesta þáttöku með staðfestingargjaldi kr 25.000.   Verð námskeiðs og gagna er kr 58.000 fyrir nýdómaranámskeið og kr 38.000 fyrir Landsdómaranámskeið.  Gögn verða send  til viðkomandi um leið og skráningarfrest líkur.  Nauðsynlegt er  að fólk sé mjög vel undirbúið þegar námskeið hefst er þar átt við lög og reglur LH/Gæðingakeppni  og leiðara. 

Flest Hestamannafélög styrkja sitt fólk til þátttöku og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið og vera í sambandi ef frekari upplýsinga er óskað .

Skráning á námskeiðið og fyrispurninr skal senda á [email protected]

07.04.2011 10:05

Glaður

Opið hestaíþróttamót
Íþróttamót Glaðs verður haldið í Búðardal laugardaginn 16. apríl
Dagskrá hefst kl. 10:00.
Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)
  • Forkeppni
  • Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
  • Fimmgangur: Opinn flokkur
  • Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur

Úrslit
  • Fjórgangur: Opinn flokkur, barna-, unglinga- og ungmennaflokkur
  • Fimmgangur: Opinn flokkur
  • Tölt: Barna-, unglinga-, ungmenna- og opinn flokkur
  • 100m skeið: Opinn flokkur

Skráningar fara fram hjá:
Þórður s: 434 1171 netfang: [email protected]
Svala s: 434 1195 netfang: [email protected]
Herdís s: 434 1663 netfang: [email protected]

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests 
og upp á hvora hönd knapivill hefja keppni.
Tekið er við skráningum til miðvikudagsins 13. apríl.
Á föstudeginum 15. apríl verða ráslistar birtir á heimasíðu Glaðs: www.gladur.is
Skráningargjald er 1.000 kr. fyrir hverja skráningu.
Verðlaun verða afhent fyrir samanlagða stigakeppni vetrarins.
Mótanefnd Glaðs

01.04.2011 13:30

Ótitlað


Fjölskyldustemning á stórsýningu Hestadaga

Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal,n þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi hestamanna, nefnilega Knapamerkin. Einnig munum við fá sólóatriði frá heimsmeistaranum Guðmundi Einarssyni og syngjandi flott lokaatriði. Til að poppa enn frekar upp stemninguna í höllinni, ætla þeir Halli og Heiðar í Botnleðju að mæta með Pollapönk í farteskinu og spila og skemmta áhorfendum af sinni alkunnu snilld.

Miðaverð er einungis kr. 1000 og frítt fyrir 13 ára og yngri.

Missið ekki af þessu, sjáumst í Reiðhöllinni í Víðidal!

  • 1
Flettingar í dag: 581
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86208
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 22:49:54

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar