Færslur: 2021 Nóvember

08.11.2021 17:05

Uppskeruhátíð Snæfellings árið 2021

 

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings 2021 fór fram í gærkvöldi. Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna, unglinga og unglingaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili.

 

Hér er mynd af knöpum sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Magnús Ingi Sigfússon, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson, Kristín Lára Eggertsdóttir, Sól Jónsdóttir - á myndina vantar Ara Osterhammer Gunnarsson,Írisi Önnu Sigfúsdóttur og Sölva Frey Sóldal Jóhannsson

 

 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins. 

Gísli Sigurbjörnsson, Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir,Hera Guðrún Ragnarsdóttir, Signý Ósk Sævarsdóttir, Valdís María Eggertsdóttir - á myndina vantar Helgu Sóleyju Ásgeirsdóttur

 
 
 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í ungmennaflokki  árið 2021 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Gróa Hinriksdóttir og Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir - á myndina vantar Ingu Dís Víkingsdóttur og Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur

 

 

 

Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu í barna, unglinga og ungmennaflokki en það voru þau Haukur Orri Bergmann Heiðarsson sem hlaut þau verðlaun í barnaflokki, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir sem hlaut þau verðlaun í unglingaflokki og Inga Dís Víkingsdóttir sem hlaut þau verðlaun í ungmennaflokki. 

Hér er mynd af systkinunum Hauki Orra og Hörpu Dögg ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins og Halldóru Einarsdóttur sem tók á móti verðlaununum  fyrir hönd Ingu Dísar Víkingsdóttur.

 

 

Knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Snæfelling árið 2021 er Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. 

 

Frábær árangur hjá Hörpu Dögg í unglingaflokk á árinu. Hefur hún tekið þátt í fjölda móta og staðið sig mjög vel og verið glæsilegur fulltrúi Snæfelling innan vallar sem utan. 

Hennar helstu afrek árið 2021 voru:

 Vann fjórganginn í Meistardeild Líflands og æskunnar.

 Á mótunum hjá Snæfelling vann hún bæði fjórganginn og tölt  á íþróttamótinu og var þar með samanlagður sigurvegari í unglingaflokki. Á hestaþinginu var hún efst í sínum flokk og valin efnilegasti knapinn. 

Á  Íþróttamóti hjá Spretti var hún í 2.sæti í T4 

WR íþróttamót Geysis haldið á Hellu, þar keppir hún á Þyt  frá Stykkishólmi og vinnur bæði T4 slaktaumatölt og fjórgang. Er líka á Öbbu frá Minni Reykjum og þær voru í 4 sæti í T3. Á Mosfellsbæjarmeistaramótinu vinnur hún fjórganginn og er í 3. sæti í T3 tölti. Á Fjórðungsmóti Vesturlands er hún í 4. sæti í unglingaflokk í forkeppni og í T3 er hún í 1. - 2. sæti.

Íþróttamót Borgfirðings mætti hún með 4 hross og stóð sig gríðarlega vel á þeim öllum

Á Reykjavíkurmeistarmóti eru Harpa og Þytur í 3. sæti í slaktaumatölti T4 og 2. sæti í fjórgang V2

Íslandsmót barna og unglinga á Þyt í T4 Tölt  í 6. sæti, í Fimi unglinga eru þau í 3 sæti.

 

 

Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrir efstu hryssu og efsta stóðhest í hverjum flokki 

 

Efsta 4 v hryssa er Röst frá Bergi - aðaleinkunn 8,04 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

Efsta 5 v hryssa er Hetta frá Söðulsholti - aðaleinkunn 8,27 - Ræktandi er Söðulsholt ehf. 

Efsta  6 v hryssa er Sandvík frá Bergi  - aðaleinkunn 8,24 - Ræktandi og eigandi er Jón Bjarni Þorvarðarson

Efsta 7 v hryssa er Drótt frá Brautarholti   - aðaleinkunn 8,17 -Ræktendur  og eigendur  eru Snorri Kristjánsson, Björn Kristjánsson og Þrándur Kristjánsson.

 

 
 
 
 

 

Efsti 4v stóðhestur er Sesar frá Naustum  - aðaleinkunn 7,84 - Ræktandi og eigandi er Illugi Guðmar Pálsson

Efsti 5 v stóðhestur er Hlýri frá Bergi  - aðaleinkunn 8,06 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

Efsti  7 v stóðhestur er Huginn frá Bergi  - aðaleinkunn 8,55 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

 

 

 

Ræktunarbú ársins 2021

 

Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi fengu viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins. Frá þeim voru sýnd fjöldi kynbótahrossa með góðum árangri. Hér má sjá þær mæðgur Önnu Dóru og Sól taka við viðurkenningunni frá Herborgu Sigríði formanni félagsins.

 

 

 

 

Þotuskjöldurinn

 

Þotuskjöldurinn er afhentur þeim félagsmanni sem skarað hefur fram úr á sviði ræktunar, reiðmennsku eða félagsmála. Skjöldurinn er viðurkenning sem sem Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi ráðunautur, ræktandi og einn af stofnendum Snæfellings, gaf félaginu til minningar um heiðursverðlauna hryssu sína Þotu frá Innra-Leiti

Sigrún Ólafsdóttir hlýtur skjöldinn að þessu sinni . 

Sigrún hefur lagt félaginu og hestamennskunni mikið lið í félagsmálum og verið óeigingjörn á sitt starf fyrir okkur hestamenn. Sigrún hefur víða komið við í félaginu okkar. Meðal annars var hún formaður Snæfellings árin 2003 til 2007 og víðar hefur hún lagt til sín störf og var meðal annars formaður félags tamningamanna  árin 2008 til 2013 Þau eru líka orðin ansi mörg hestamannamótin stór og smá sem Sigrún hefur komið að þulastörfum. Það er alltaf gott að leita til Sigrúnar um ósk um framlag til starfa okkar hestamanna. 

Stjórn Snæfelling þakkar Sigrúnu kærlega fyrir allt hennar frábæra starf í gegnum tíðina fyrir félagið. 

 

 

 

Myndir: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir

 

Eftirtaldir gáfu vinninga í happdrættið og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.

Bjargarsteinn, Kaffi59, Klifurhúsið i Grundarfirði, Bkóngur,  Dísarbyggð, FB sport,  Blossi, Eiðfaxi, Alendis TV, Food station, Ice Hest, Lífland, Hrímnir, Storm Rather  Húsasmiðjan,  KB, Guðný Margrét, Ásdís ´Ólöf Sigurðardóttir, KG fiskverkun, Hótel Búðir, Viðvík, Gunnar Haldórsson Arnbjörgum. Ólafur Tryggvason, Berg, Lárus Ástmar Hannesson, Friðborg, Skúrinn, Sæferðir, Hótel Franiskus, Narfeyrarstofa, Nesbrauð, Þórsnes og Skipavík.

  • 1
Flettingar í dag: 488
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86115
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:46:07

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar