Færslur: 2021 Júní

13.06.2021 22:30

  Frábæru Hestaþingi Snæfellings og úrtöku fyrir Fjórðungsmót 2021 lokið

 

Hestaþing Snæfellings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót 2021 var haldið laugardaginn 12. maí í Stykkishólmi. Hestakosturinn var frábær, þátttaka góð og veðrið lék við mótsgesti.

 

Í A flokki var það Sægrímur frá Bergi sem stóð efstur eftir forkeppni, Viðar Ingólfsson reið Sægrími og hlutu þeir einkunnina 8,69.

 


 

Í B flokki var það Steggur frá Hrísdal, riðinn af Siguroddi Péturssyni sem stóð efstur eftir forkeppni með einkunnina 8,70


 

Hestur mótsins valinn af dómurum var Sægrímur frá Bergi. 

 

 Hryssa mótsins valin af dómurum var Eyja frá Hrísdal.


 

Knapi mótsins valinn af dómurum var Siguroddur Pétursson og efnilegasti knapi mótsins valinn af dómurum var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir.

 

Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins:

https://cdn.fbsbx.com/v/t59.2708-21/195866962_803036273748459_7350473023572332384_n.pdf/IS2021SNF091-Allt_motid.pdf?_nc_cat=109&ccb=1-3&_nc_sid=0cab14&_nc_ohc=sm3b33kZ9-oAX_8OOjR&_nc_ht=cdn.fbsbx.com&oh=39c64fa1deb2957c620cf71cb0989881&oe=60C73F3C&dl=1


 

Hér koma svo nokkrar myndir frá mótsdegi

 

 

Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Abba frá Minni Reykjum

Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum

Sól Jónsdóttir og Seygla frá Bjarnarhöfn

Kristín Lára Eggertsdóttir og Stjarna frá Hjarðarfelli

Haukur og Ari í úrslitum

 

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi

Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni-Borg

Signý Ósk Sævarsdóttir og Grund frá Kóngsbakka

Hera Guðrún Ragnarsdóttir og Hamar frá Hrappsstöðum 

Gísli Sigurbjörnsson og Drottning frá Minni - Borg

Valdís María Eggertsdóttir og Kvöldsól frá Bjarghúsum

 

Inga Dís Víkingsdóttir og Ósk frá Hafragili

Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Garpur frá Ytri - Kóngsbakka

Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Hringur frá Minni - Borg

Gróa Hinriksdóttir og Gullmoli frá Bessastöðum

 

Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn


 

Gunnar Sturluson og Lyfting frá Kvistum

 

Siguroddur Pétursson og Goði frá Bjarnarhöfn

Hrefna Rós Lárusdóttir og Hnokki frá Reykhólum


 

 

Ásdís og Siguroddur að fara yfir málin

 

08.06.2021 13:07

Afmæli Þjóðgarðarins

 

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull fagnar 20 ára afmæli 28. júní næstkomandi.

 

Í tilefni af því verður afmælisdagskrá á vegum þjóðgarðsins alla vikuna frá 19. júní – 27. júní.

Sunnudaginn 27. júní er fyrirhuguð mikil afmælisdagskrá á Malarrifi sem byrjar kl: 14:00.

Einn af viðburðunum á sunnudeginum 27. júní er að hafa hesta til að teyma undir börnum frá ca 14:30 - 16:00.

 

Við erum því að leita til hestamanna á Snæfellsnesi sem gætu komið með þæga hesta og teymd undir börnunum.

 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafið samband við Eddu Báru í síma: 865-1688 eða Lindu Björk í netfangið: [email protected]

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull - Home | Facebook

 

  • 1
Flettingar í dag: 349
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 84937
Samtals gestir: 8086
Tölur uppfærðar: 21.3.2023 12:53:39

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar