Færslur: 2016 Október

04.10.2016 22:24

Árshátíð

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi

 verður haldin þann 19. nóvember 2016

á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði

Þessi virðulega samkoma vestlenskra hestamanna byrjar kl 19:30 með fordrykk að hætti Glyms. Borðhald

hefst kl. 20:00. Hótel Glymur býður upp á sérstakt árshátíðartilboð á borðvíni og á barnum verður tilboð á bjór og sérstökum hestamannadrukk.

Skemmtidagskrá með veislustjóra, ræðumanni kvöldsins og öðrum skemmtilegheitum.

Stuðbandið Skaramú með Dreyrasnótinni söngelsku, Ástu Marý, mun leika fyrir dansi.

Boðið verður upp á:

- Sjávarréttasúpa með heimabökuðu brauði

- Fennilgrafið foladafille með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti

- Lambafille með rótargrænmeti, kartöflum og bláberjasósu

- Súkkulaði kaka með heimagerðum ís

Verð:

Matur og dansiball 9200 kr. á mann.

Matur, dansleikur, morgunverðar hlaðborð og gisting í einsmanns herbergi. 23.400 kr á mann og í 2ja manna

herbergi 19.400 kr á mann.

Nokkur atriði sem gott er að vita um:

-Það eru yndislegir heitir pottar við hótelið sem gestir mega nota frá morgni til miðnættis.

-Við hestamenn höfum til afnota allt hótelið og litlu húsin á svæði Hótels Glyms. :-)

- Hótelherbergin og húsin eru tilbúin kl 15 á laugardegi og brottför úr herbergjum er kl 12 á hádegi daginn

eftir. Morgunverðarhlaðborð er frá kl 9-11.

-Gestir hótelsins mega ekki vera með eigið áfengi í almennum rýmum hótelsins.

Pantanir berist á netfangið [email protected] fyrir 1. nóvember. Ath. Það er mikilvægt að panta sem fyrst. !

Ef þið hafið ekki komið á Hótel Glym þá er hægt að skoða myndir og annað á www.hotelglymur.is.

Við hlökkum til að hitta ykkur :-)

Með gleðikveðju Hestamannafélagið Dreyri.

  • 1
Flettingar í dag: 581
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86208
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 22:49:54

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar