11.02.2011 14:16

Námskeið

 

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Snæfelling

Stefnir á að vera með fræðslukvöld ef næg þátttaka næst.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst.

Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna. Fríar veitingar

 

Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Staður og stund: Fákasel í Grundarfirði  fim. 24 Feb Kl. 19:45-22:00

Námskeiðið kostar 2000 kr greitt á staðunum og skráningarfrestur er til 22 feb.

 

Skráningar: Ólafur Tryggvason netfang  [email protected] sími 891 8401,

Herborg Sigurðardóttir netfang [email protected] sími 893 1584

eða hjá Endurmenntun LbhÍ, [email protected]  sími 433 5000.

fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. 

10.02.2011 00:15

Snæfellingshöllin

Snæfellingshöllin verður lokuð eftir kl. 18 þann 10 feb. 2011 vegna þrifa á Höllinni.
Opnar aftur þann 11 feb. hrein og fín.

10.02.2011 00:10

KvennatöltBleikt Töltmót - Bara fyrir konur

Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Skráningu skal senda á netfangið [email protected] þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu. 

Með Kveðju

Drífa Daníels  ( Fákur )

Gsm:893-3559

07.02.2011 19:44

KB Mótaröðin - Úrslit


Barnaflokkur:
1. Gyða Helgadóttir og Gnýr frá Reykjarhóli. Gæðakokkar
2. Borghildur Gunnarsdóttir og Frosti frá Glæsibæ. Snæfellsjökull
3. Ísólfur Ólafsson og Sólmar frá Borgarnesi. Knaparnir
4. Aron Freyr Sigurðsson og Glaumur frá Oddsstöðum. Gæðakokkar

Unglingaflokkur:
1. Svandís Lilja Stefánsdóttir og Brjánn frá Eystra-Súlunesi I. Sólargeislarnir
2. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum. Gæðakokkar
3. Konráð Axel Gylfason og Mósart frá Leysingjastöðum. Knaparnir
4. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum. Snæfellsjökull
5. Klara Sveinbjörnsdóttir og Ljóður frá Þingnesi. Gæðakokkar

Ungmennaflokkur:
1. Heiðar Árni Baldursson og Dynur frá Leysingjasöðum. Knaparnir
2. Símon Orri Sævarsson og Malla frá Forsæti. Sólargeislarnir
3. Arnar Ásbjörnsson og Klöpp frá Skjólbrekku. Skjólbrekka
4. Bjarki Þór Gunnarsson og Angi frá Oddsstöðum. Gæðakokkar

Minna vanir:
1. Snorri Elmarsson og Akkur frá Akranesi. Sólargeislarnir
2. Halldóra Jónasdóttir og Tvistur frá Hvoli. Gæðakokkar
3. Sigurður Stefánsson og Fáfnir frá Þverá. Gæðakokkar
4. Reynir Magnússon og Draumur frá Sveinatungu. Gæðakokkar

Meira vanir:
1. Ólafur Guðmundsson og Hlýri frá Bakkakoti. Sólargreislarnir
2. Ásdís Sigurðardóttir og Vordís frá Hrísdal I. Snæfellsjökull
3. Ámundi Sigurðsson og Bíldur frá Dalsmynni. Gæðakokkar
4. Birgir Andrésson og Hamar frá Reykjahlíð. Gæðakokkar
5. Guðni Halldórsson og Dynjandi frá Hofi I.

Opinn flokkur:
1. Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Þverá II. Sólargeislarnir
2. Agnar Þór Magnússon og Heiðdís frá Hólabaki. Knaparnir
3. Kolbrún Grétarsdóttir og Stapi frá Feti. Snæfellsjökull.
4. Heiða Dís Fjeldsted og Lukka frá Dúki. Gæðakokkar
5. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Smellur frá Leysingjastöðum. Knaparnir

Staðan í liðakeppninni:
1. Sólageislarnir 48,10
2. Gæðakokkar 43,30
3. Knaparnir 42,35
4. Snæfellsjökull 39,10
5. Skjólbrekka 23,45
Knaparnir sem urðu efstir í opnaflokknum

07.02.2011 10:40

Ótitlað

 

 FEIF - Passion for the Icelandic Horse          


FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

Dagsetning: 23. - 30. júlí 2011

Verð: 530 - 550 ?

 

Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

 Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.

 Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp

 Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.

 Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

 Æskulýðsnefnd LH

 

 

06.02.2011 20:55

Framundan hjá félaginu


      Dagsetningar á viðburðum sem eru framundan hjá félaginu.

  • Stefnt er á útreiðartúr á fjöru laugardaginn 5. mars nk. kl. 12:00.  
  • Þrautabraut í reiðhöllinni einn sunnudagseftirmiðdag fyrir krakkana, ekki komin dagsetning á þetta.
  • Aðalfundur Snæfellings verði 17. mars 2011 á Breiðabliki kl. 20:00.
  • Íþróttamót 21. maí nk.  stefnt á að hafa þetta í Stykkishólmi
  • Úrtaka fyrir Landsmót 13. júní 2011 á Kaldármelum. Væri líka félagsmót.

     Stjórnin

05.02.2011 22:19

Verðskrá

Verðskrá  í  Snæfellingsreiðhöllinni  2011

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:                                                                   15.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:                                   7.000 kr.

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar                          8.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu sem eru                        4.000 kr.      

félagsmenn í Snæfellingi                                                                                                         

Einkatími í eina klukkustund                                                                              2.000 kr.

Dagsleiga  fyrir viðburð.                                                                                  30.000 kr.

Dagspassi í opna tíma                                                                                         500 kr.

Mánaðaraðgangur fyrir einn                                                                              5.000 kr.

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

 

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

í Landsbanka kt:580907-0590. 

Nánari upplýsingar eru hjá Gunnari Kristjánssyni í síma 898 0325

Umgengnisreglur

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja.

05.02.2011 22:17

Umferðareglur í Snæfellingshöllinni

 

UMFERÐARREGLUR
 


1. Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

2. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

3. Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.

4. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

5. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð

6. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

7. Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.

8. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

9. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

10. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.

11. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

12. Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð

04.02.2011 21:40

Ráslistar á fyrsta KB mótinu

Barnaflokkur:
1 1 H Ísólfur Ólafsson Sólmar frá Borgarnesi
2 2 V Aron Freyr Sigurðsson Glaumur frá Oddsstöðum I
3 2 V Gyða Helgadóttir Gnýr frá Reykjarhóli
4 3 V Borghildur Gunnarsdóttir Frosti frá Glæsibæ

Unglingaflokkur:
Nr Hópur Hönd Knapi Hestur
1 1 V Svandís Lilja Stefánsdóttir Brjánn frá Eystra-Súlunesi I
2 1 V Guðný Margrét Siguroddsdóttir Kári frá Reykjahlíð
3 2 V Konráð Axel Gylfason Sprengja frá Leysingjastöðum II
4 2 V Íris Ragnarsdóttir Pedersen Sörli frá Skaftafelli 1
5 3 V Klara Sveinbjörnsdóttir Ljóður frá Þingnesi
6 3 V Hera Sól Hafsteinsdóttir Orka frá Leysingjastöðum II
7 4 V Berglind Ýr Ingvarsdóttir Sprækur frá Eiríksstöðum
8 4 V Sigrún Rós Helgadóttir Biskup frá Sigmundarstöðum
9 5 H Gunnhildur Birna Björnsdóttir Geisli frá Hrafnkelsstöðum
10 6 V Þorgeir Ólafsson Sólbrá frá Borgarnesi
11 6 V Axel Ásbergsson Vafi frá Svalbarða
12 7 V Svandís Lilja Stefánsdóttir Vestri frá Skipanesi
13 7 V Guðný Margrét Siguroddsdóttir Lyfting frá Kjarnholtum I
14 8 V Konráð Axel Gylfason Mósart frá Leysingjastöðum II

Ungmennaflokkur:
1 1 V Heiðar Árni Baldursson Dynur frá Leysingjastöðum
2 1 V Arnar Ásbjörnsson Klöpp frá Skjólbrekku
3 2 V Bjarki Þór Gunnarsson Angi frá Oddsstöðum I
4 3 H Símon Orri Sævarsson Malla frá Forsæti

Minna vanir:
1 1 V Snorri Elmarsson Flikka frá Fjalli
2 1 V Sigurður Stefánsson Fáfnir frá Þverá I
3 2 V Reynir Magnússon Draumur frá Sveinatungu
4 2 V Halldóra Jónasdóttir Tvistur frá Hvoli
5 3 V Snorri Elmarsson Akkur frá Akranesi

Meira vanir:
1 1 H Ólafur Guðmundsson Hlýri frá Bakkakoti
2 1 H GUðrún Fjeldsted Svartnir frá Ölvaldsstöðum IV
3 2 V Ámundi Sigurðsson Bíldur frá Dalsmynni
4 2 V Björgvin Sigursteinsson Viljar frá Skjólbrekku
5 3 V Ásberg Jónsson Sproti frá Bakkakoti
6 3 V Guðni Halldórsson Dynjandi frá Hofi I
7 4 H Steinunn Brynja Hilmarsdóttir Pjakkur frá Skjólbrekku
8 5 V Ásdís Sigurðardóttir Vordís frá Hrísdal 1
9 5 V Birgir Andrésson Hamar frá Reykjahlíð

Opinn flokkur:
1 1 V Agnar Þór Magnússon Heiðdís frá Hólabaki
2 1 V Kolbrún Grétarsdóttir Stapi frá Feti
3 2 V Heiða Dís Fjeldsteð Lukka frá Dúki
4 2 V Siguroddur Pétursson Glóð frá Kýrholti
5 3 H Haukur Bjarnason Sóló frá Skáney
6 3 H Randi Holaker Skáli frá Skáney
7 4 H Gunnar Halldórsson Eskill frá Leirulæk
8 4 H Iðunn Svansdóttir Kolfreyja frá Snartartungu
9 5 V Halldór Sigurkarlsson Donna frá Króki
10 5 V Karen Líndal Marteinsdóttir Týr frá Þverá II
11 6 V Jón Bjarni Þorvarðarson Hrókur frá Bjarnarhöfn
12 7 H Kolbrún Grétarsdóttir Stjarna frá Borgarlandi
13 8 V Hrafnhildur Guðmundsdóttir Smellur frá Leysingjastöðum
14 8 V Agnar Þór Magnússon Tjaldur frá Steinnesi

03.02.2011 23:09

MeistaradeildinMeistaradeildin á RÚV
Senn líður að fyrsta þætti um Meistaradeild í hestaíþróttum. Þættirnir verða sýndir vikulega á RÚV á mánudagskvöldum klukkan 22:40. Fyrsti þátturinn verður sýndur mánudaginn 7. febrúar.

Í ár verða þættirnir með breyttu sniði frá því undanfarin ár. Sú breyting verður á að hver þáttur verður styttri en áður og verða þeir sýndir vikulega fyrir vikið. Þáttarstjórnandi í ár eins og í fyrra verður Samúel Örn Erlingsson en þættirnir eru unnir af Kukl ehf.03.02.2011 20:51

Námskeið

Ertu í vandræðum með hestinn þinn????

Er hann stressaður, stífur, latur, leiðinlegur í beisli, vill ekki brokka eða vill ekki tölta, er hann bundinn á tölti, hoppandi upp á fótinn, viltu komast hraðar á tölti eða æfa hæga tölti, stökk, eða fimiæfingar????

Hvað sem vandamálið er þá er alveg pottþétt til lausn á vandanum ;0)  svo heppilega vill til að hinn eini sanni Magnús Lárusson er að koma 12-13 febrúar og verður með reiðnámskeið hjá okkur, námskeiðið hentar jafnt minna sem meira vönum, byrjendum sem atvinnumönnum.

Og það er alveg öruggt að Maggi er með svör og ráð við öllum vandamálum sem tengjast hrossum.;0)  

Námskeiðið kostar 20.000 helgina og er innifalið hádegismatur og kaffi,kennt er í 4 manna hópum og hver hópur er tekinn 4 sinnum yfir helgina og svo 2 bóklegir tímar líka.


Með kveðju
Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
[email protected]
www.sodulsholt.is
s:8995625

03.02.2011 11:50

Hesteigendafélag Grundarfjarðar

Heimasíðan hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar.
Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86069
Samtals gestir: 8220
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:24:38

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar