29.03.2017 19:54

Dagskrá fundar

 

 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfelling

Fákaseli 29. mars 2017

 

 

  1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
  5. Skýrslur nefnda.
  6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
  7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing  H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
  8. Önnur mál
  • Umræður um Kaldármela
  • Lárus Hannesson formaður LH með erindi.

 

Stjórnin

16.03.2017 12:52

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn

í Fákaseli Grundarfirði miðvikudaginn 29. mars  kl. 20

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

19.02.2017 15:13

Sýnikennsla og námskeið.

Sýnikennsla og reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík

Föstudagskvöldið 24. Febrúar kl: 20:00 verður sýnikennsla.Þar ætlar Guðmundur M. Skúlason að fara yfir þjálfunarferlið frá frumtamningu til reiðhests.
Hann mun einnig fræða okkur um hvernig við getum nýtt okkur þær bættu aðstæður sem reiðhöllin er til þjálfunar á sem uppbyggilegastan hátt.
Uppbygging sýnikennslunar:
Vinna með trippi í frumtamningu. (Farið í atferlisfræði, líkamstjáningu og leiðtogahlutverk)
Grunnþjálfun í reið. (Farið yfir ásetu, ábendingar og hraðastjórnun)
Reiðhesta/keppnishesta þjálfun.

Markmið sýnikennslunar er að fólk fái innsýn inn í uppbyggingu reiðhestsinns frá grunni sem seinna meir getur orðið að keppnishesti.

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sem nýtist þeim við meðhöndlun eða þjálfun á öllum stigum hestamennskunar.

Aðgangseyrir: 1000kr

Reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík

Reiðnámskeið verður dagana 25.-26. Febrúar. 
Reiðnámskeiðið hentar öllum aldurshópum og fólki á öllum stigum hestamennskunar.
Námskeiðið verður byggt upp á 2x 30min einkatímum hvorn dag og er þá hægt að vinna í því verkefni sem hentar hverjum þjálfara og hesti.
Nemanda er frjálst að mæta með hest á hvaða þjálfunarstígi sem er allt frá frumtamningartrippi upp í keppnishesta.
Þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með kennslustundunum hjá hvort öðru.
Í lok námskeiðssins verður svo umræðutími þar sem nemendur geta komið með spurningar sem kunna að hafa vaknað við að fylgjast með hjá hinum.

Einnig verður boðið upp á hóptíma fyrir börn þar sem 2-3 nemendur verða saman í hóp.

Innifalið fyrir nemendur á námskeiðinu er sýnikennsla og 2x 30min einnkatími hvorn dag.

Innifalið fyrir börn: Sýnikennsla og 1x 30min reiðtími hvorn dag

Verð fyrir einkatíma námskeið: 15.000kr
Verð fyrir börn í hóptíma 7.000kr

06.02.2017 20:06

Úrslit folaldasýningarinnar

Folaldasýning í Snæfellingshöllinni var á laugardaginn og voru 14 folöld skráð til leiks.
 Jón Bjarni og Siguroddur voru dómarar. Lífland gaf verðlaunin sem voru fóðurbætir og folaldamúll.
 
Hestar
1.
Taktur frá Brimilsvöllum
M: Yrpa frá Brimislvöllum
F: Skagfjörð frá Skánay
Eigendur: Gunnar og Veronika
 
2.
Mugison frá Grundarfirði
M: Harpa frá Grundarfirði
F: Múli frá Bergi
Eigendur: Dóra og Bárður
 
3.
Ormur frá Brimilsvöllum
M: Fold frá Brimilsvöllum
F: Solón frá Skáney
Eigendur: Gunnar og Veronika
 
 
Eigendur folaldanna í hestflokknum
 
Merar
 
1. 
Katla frá Brimilsvöllum
M: Spóla frá Grundarfirði
F: Skýr frá Skálakoti
 
2.
Freisting frá Grundarfirði
M: Flugsvin frá Grundarfirði
F: Hildingur frá Bergi
Eigandi: Bjarni Jónasson
 
3.
Gyðja frá Grundarfirði
M: Sunna frá Grundarfirði
F: Goði frá Bjarnarhöfn
 

Eigendur í Merarflokknum.

 

Folaldsýningar var valinn Gyðja frá Grundarfirði

Eigandinn Ólafur Tryggvason
 
 
 

01.02.2017 21:57

Opið hús hjá Hring í Ólafsvík

Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík
 
ætlar að hafa opið hús í nýrri reiðhöll félagsins
og býður bæjarbúum og öðrum að koma og skoða hana
í Fossárdal á SUNNUDAGINN 5 febrúar
(ekki laugardag eins og misfórst í prentun í Jökli)
 
Teymt verður undir börnum frá kl. 13.
Hestamenn velkomnir að koma með hesta til að prófa húsið
Vonandi sjáum við sem flesta

30.01.2017 15:05

Folaldasýning

 
 

 

 

 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
laugardaginn 4. febrúar klukkan 14

Það mun ekki verða folaldasýning í Söðulsholti þetta árið

en stefnt er á ungfolasýningu þar í staðinn.


 
Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 2. febrúar
Skráning er 1000 kr. á folald og senda kvittun á  [email protected]

reikn.  0191-26-320  kt 690288-1689
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á [email protected]
eða í síma 8929130


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

 

Þeir sem voru búnir að skrá á fyrri sýningu þurfa ekki að skrá aftur

en eru beðnir að láta vita ef þeir koma ekki.

14.01.2017 11:26

Folaldasýningu frestað

Folaldasýningunni er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma.

08.01.2017 23:22

Folaldasýning

Folaldasýning

 
 

 

 

 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
Laugardaginn 14 janúar klukkan 13

Það mun ekki verða folaldasýning í Söðulsholti þetta árið

en stefnt er á ungfolasýningu þar í staðinn.


 
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 10. janúar
Skráning er 1000 kr. á folald og senda kvittun á  [email protected]

reikn.  0191-26-320  kt 690288-1689
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á [email protected]
eða í síma 8929130


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

01.12.2016 09:44

Frestun á folaldasýningu

Vegna dræmrar þátttöku hefur folaldasýningunni verið frestað til 14 janúar.

Nánar auglýst síðar.

16.11.2016 15:09

Uppskeruhátíð

Stóðhestar
7 vetra og eldri.        
IS2009137638    Bruni frá Brautarholti,    Hnokki frá Fellskoti -  Ambátt frá Kanastöðum               8,33       8,57       8,47       Snorri Kristjánsson 
6 vetra             
IS2010137336    Hildingur frá Bergi,  Uggi frá Bergi  -  Hilda frá Bjarnarhöfn      8,22       8,54       8,41          Anna Dóra Markúsdóttir           
 5 vetra        
IS2011137210    Goði frá Bjarnarhöfn,       Spuni frá Vesturkoti   -   Gyðja frá Bjarnarhöfn     7,94               8,80       8,46       Brynjar Hildibrandsson 
4 vetra      
IS2012137485    Sægrímur frá Bergi,   Sær frá Bakkakoti -  Hrísla frá Naustum          8,31       8,30               8,31       Jón Bjarni Þorvarðarson           
 
 
 
Hryssur
7 vetra og eldri.              
IS2004237638    Brynglóð frá Brautarholti,     Hrynjandi frá Hrepphólum  -  Ambátt frá Kanastöðum8,43              8,15       8,27       Snorri Kristjánsson 
 6 vetra.    
IS2010237336    Hafdís frá  Bergi,     Sporður Bergi -  Orka Viðvík       8,13       8,16       8,15       Anna Dóra Markúsdóttir kt: IS0712654719, Jón Bjarni Þorvarðarson
 5 vetra.
IS2011237637    Drápa frá   Brautarholti,        Spuni Vesturkoti -   Aða Brautarholti       8,13    7,80       7,93       Björn Kristjánsson kt: IS2511622209, Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson 
 4 vetra.
IS2012237636    Ásjá frá Brautarholti,        Spuni frá Vesturkoti -   Aða frá Brautarholti        7,70               8,23       8,02       Snorri Kristjánsson  
 

15.11.2016 22:56

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

 
 
   

 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

 

Laugardaginn  26. nóvember  kl. 19.30

borðhald hefst uppúr kl. 20.00

 

Í Félagsheimilinu Klifi

Ólafsvík

 Maturinn kostar 2800 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

·        Ræktunarbú ársins

·        Viðurkenningar til knapa

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 23. november  kl. 20

í netfangið  [email protected]  [email protected]  einnig í síma 893 1584 Sigga

eða [email protected]

 Allir velkomnir.

 

14.11.2016 10:12

Árshátíð hestamanna.

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi   verður haldin þann 19. nóvember 2016 
 
 á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði 
 
Þessi virðulega samkoma vestlenskra hestamanna  byrjar kl 19:30 með fordrykk að hætti Glyms. Borðhald hefst kl. 20:00.  Hótel Glymur býður upp á sérstakt árshátíðartilboð á borðvíni og á barnum verður tilboð á bjór og sérstökum hestamannadrukk. Skemmtidagskrá með Haraldi Benediktssyni bónda og þingmanni  frá Vestri-Reyni  sem sérlegum ræðumanni kvöldsins og veislustjórn í höndum Dreyrafélaga.  Stuðbandið Skaramú með Dreyrasnótinni söngelsku, Ástu Marý Stefánsdóttur,  mun leika fyrir dansi. 
 
Boðið verður upp á: - Sjávarréttasúpa með heimabökuðu brauði - Fennilgrafið foladafille með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti - Lambafille með rótargrænmeti, kartöflum og bláberjasósu - Súkkulaði kaka með heimagerðum ís 
Verð: Matur og dansiball  9200 kr. á mann. Matur, dansleikur, morgunverðar hlaðborð og gisting í einsmanns herbergi. 20.900 kr á mann og í 2ja manna herbergi 16.900 kr á mann. 

 


 
 
 
 
Nokkur atriði sem gott er að vita um: -Það eru yndislegir heitir pottar við hótelið sem gestir mega nota  frá morgni til miðnættis. -Við hestamenn höfum til afnota allt hótelið og litlu húsin á  svæði Hótels Glyms. :-) - Hótelherbergin og húsin eru tilbúin kl 15 á laugardegi og brottför úr herbergjum er kl 12 á hádegi daginn eftir.  Morgunverðarhlaðborð er frá kl 9-11. -Gestir hótelsins mega ekki vera með eigið áfengi í almennum rýmum hótelsins.  
 
 
 Pantanir berist á netfangið [email protected]  
 
Ef þið hafið ekki komið á Hótel Glym þá er hægt að skoða myndir og annað á www.hotelglymur.is. 
 
Það eru  ALLIR hestunnendur velkomnir á árshátíðina.  
 
 Með gleðikveðju Hestamannafélagið Dreyri. 

Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86148
Samtals gestir: 8221
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 22:07:24

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar