22.04.2016 09:55

Dagsskrá

 

Íþróttamót Snæfellings

í Stykkishólmi

23. apríl

Byrjum klukkan 9

 

Forkeppni

 

Fjórgangur

1 flokkur, ungmenni, unglingar og börn

10 mín hlé

Þrígangur 2 flokkur

fimmgangur- 1 flokkur,

 

Matarhlé

Pollaflokkurinn í hádegishléinu og skráð á staðnum

Tölt

T3 1 flokkur, ungmennaflokkur

T3 unglingaflokkur, barnaflokkur

T7 2 flokkur

10 mín hlé

 

Úrslit

 

Fjórgangur

1 flokkur, ungmenni, unglingar og börn

Þrígangur 2 flokkur

fimmgangur- 1 flokkur

10 mín hlé

Tölt

Barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur og 1. flokkur

T7 2. flokkur

Gæðingaskeið

100 m skeið

14.04.2016 09:08

Íþróttamót

Opið íþróttamót Snæfellings

í Stykkishólmi

laugardaginn 23. apríl

 

 

 

-Barnaflokkur -
V2( fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-Unglingafl. -
V2 (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-Ungmennafl. - 
V2 (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

-2.flokkur. - 
Þrígangur (tölt, fet, brokk, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T7 (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hægt tölt snúið við frjáls ferð á tölti). 
Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.

-Opinn flokkur -
V2, (fjórgangur, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu)
F2, (fimmgangur, 2 eða fleiri inná vellinum í einu)
T3, (tölt, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).

Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.
100 m skeið

Pollaflokkur Hér mega allir taka þátt, verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana.  Sendið kvittun á olafur@fsn.is  Síðasti dagur skráninga er miðvikudaginn 20 apríl klukkan 20 og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

 

08.04.2016 14:43

Aðalfundur

Aðalfundur

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn

í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík þriðjudaginn 19. apríl  kl. 20.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

02.04.2016 07:31

DNA sýnataka

Laugardaginn 2 apríl verður Þorvaldur Jónsson á ferð um Snæfellsnesið og tekur DNA sýni.
Öll kynbóta hross verða vera með skrá DNA sýni fyrir dóm.
Hafa má samband við Óla s:8918401 eða Þorvald s:8934049 ef áhugi er á sýnatöku.

23.03.2016 13:20

Vesturlandssýning

Vegna óviðráðanlegra ástæðna þurfum við að fella niður Vesturlandssýninguna sem vera átti 2.apríl næstkomandi. 
Börn og unglingar sem vera áttu í sýningunni eru beðin um að vera í sambandi við þjálfara sinn þar sem atriði þeirra verður fært yfir á Æskulýðsdaginn sem fram fer í Faxaborg. 
Stjórn Faxaborgar

14.03.2016 11:23

Undirbúningur fyrir reiðhallarsýningu

Forskoðun fyrir reiðhallarsýningu verður á svæði Snæfellings föstudaginn 18 mars.
Hingað mæta fulltrúar úr framkvæmdarnefnd sýningarinnar og skoða þá hesta sem við viljum bjóða fram á sýninguna.

þau eru að skoða A og B flokks hesta töltara og kynbótahross hryssur og stóðhesta.
Þeir sem vilja vera með ræktunarbú setji sig í samband við fulltrúa okkar Sigrúnu Ólafsdóttur s:8628422 


Þau verða í reiðhöllinni í Grundarfirði kl 16 til 19 og í Söðulsholti kl 20 og fram eftir

Einnig er hægt að sýna þeim hross eftir KB mót á laugardaginn 19 mars og svo á sunnudaginn 20 mars.
Þeir sem vilja sýna þeim hross hafi samband vil Ólaf Tryggvason s:8918401 eða olafur@fsn eða á fésfókini.

 

Stjórn Snæfellings

 

13.02.2016 22:02

Ískaldar töltdívur

 

 

Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 15. febrúar.

 

Viðburðurinn Ískaldar töltdívur verður haldinn í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 20. febrúar. Mótið er haldið til að efla konur til keppni í hestaíþróttum og styrkja um leið landslið Íslands í hestaíþróttum. Skráningu er á sportfeng og lýkur á miðnætti mánudaginn 15. febrúar!

 

Fjórir flokkar verða í boði og því ættu allar konur að finna sér styrkleikaflokk við hæfi:

· Opinn flokkur (T1)

· Meira vanar (T3)

· Minna vanar (T7)

· Ungmennaflokkur (T3)

 

·         Forkeppni í öllum flokkum

·         A-úrslit - 7 efstu eftir forkeppni fara í úrslit.

·         Sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

·         Vegleg verðlaun og aukaverðlaun frá Líflandi og Ásbirni Ólafssyni.

·         Landsmót hestamanna gefur 4 vikupassa sem dregnir verða úr hópi þeirra sem keppa í úrslitum.

·         Glæsilegasta parið valið af dómurum.

·         Skemmtiatriði í hléi

·         Veitingasala

·         Frábær stemning þar sem á annað hundrað metnaðarfullar hestakonur koma saman!

·         Frítt inn!

 

Landsliðsnefnd LH, dómarar, ritarar, þulir og aðrir starfsmenn gefa allir sína vinnu við viðburðinn til styrktar góðu málefni.

 

Vonumst til að sjá sem flesta!

12.02.2016 10:48

Æskulýðsferð

Æskulýðsferð Snæfellings í hestaleikhúsið "Fákasel"

Laugardaginn 27. feb. n.k. ætlum við að gera okkur glaðan dag og
heimsækja Suðurlandið og hestaleikhúsið Fákasel ef næg þátttaka fæst.
Allir krakkar og unglingar Snæfellings eru hjartanlega velkomin. Við
ætlum að hópa okkur saman í einkabila og verðum mætt á Fákasel kl.
14:00. Byrjum á að fara í skemmtilega þrautabraut hjá þeim. Síðan tökum við
sundsprett í Hveragerði og mætum svo í Hamborgarahlaðborð aftur að Fákasel fyrir sýningu.
Kl. 19:00 hefst leiksýningin sem tekur um 45 mín. Við förum beint heim á eftir og
ættum þá að koma heim rétt um miðnættið.
Þrautabraut, sund, Hamborgarahlaðborðið og leiksýning kosta fyrir 13 til 18
ára  3.500,- Kr. Fyrir 6 til 12 ára kostar allt saman 1.000,- Kr. (+ aðgang í sund)
Fyrir fullorðna kostar hamborgarahlaðborðið og sýningin samtals 5.190,- Kr. (+ aðgang í sund)

Skráning er hjá Veronicu með e-mail:  brimilsvellir@isl.is 

 

31.01.2016 23:38

Úrslit þrígangur

Pollaflokkur

Sól Jónsdóttir og Dúskur frá Bergi

Krístin Eir Holaker Hauksdóttir og Keila frá Skáney

 

17 ára og yngri

 

1   Fanney Gunnarsdóttir /   - Skuggi frá Brimilsvöllum – 6.00

2   Inga Dís Víkingsdóttir / Ábóti frá Söðulsholti – 5.83

3   Fjóla Rún Sölvadóttir / Dagur Frá Ólafsvík – 5.33

4-5 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir / Hylling frá Minni-Borg – 5.17

4-5 Guðlaug Sara Gunnarsdóttir / Hugleikur frá Nýjabæ – 5.17

 

 

Minna vanir

 

1   Nadine / Stæll frá Bergi – 6.33

2  Veronika Osterhammer / Kári frá Brimilsvöllum – 5.83

3   Margrét Þóra Sigurðardóttir / Þór frá Saurbæ – 5.67

4   Aðalsteinn Maron Árnason / Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð – 5.67

5   Johanna / Sóley frá Skaney – 5.50

 

 

Meira vanir

 

1    Gunnar Tryggvason / Fífa Brimilsvöllum – 6.83

2-3 Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Reykur frá Brennistöðum  - 6.50

2-3 Jón Bjarni Þorvarðarson / Hvöss frá Bergi – 6.50

4   Skúli L. Skúlason / Glundroði frá Hallkelsstaðarhlíð – 6.33

5   Sigrún Ólafsdóttir / Sparisjóður frá Hallkelsstaðarhlíð – 5.67 

28.01.2016 17:53

Frestun á þrígangsmótinu.

Vegna þess hvað veðurspáin er slæm fyrir morgundaginn þá höfum við ákveðið að fresta mótinu til klukkan 12:00 á laugardaginn 
Það verður opnað aftur fyrir skráningu til klukkan:12:00 föstudaginn 29 janúar 
Ef einhverjir verða að afskrá senda þá tölvupóst á olafur@fsn.is eða asdissig67@gmail.com 
Vonumst til að sem flestir geti tekið þátt 
Kveðja stjórnin

21.01.2016 14:52

Þrígangsmót

Vetrarmót Snæfellings verður haldið í Söðulsholti föstudaginn 29 janúar. 
 

Keppt verður í þrígangi ( brokk fet og tölt) 
Pollaflokkur allir fá viðurkenningu. 
17 ára og yngri 1000 kr
Minna vanir 2000 kr
Meira vanir 2000 kr
Skráning fer fram í gegnum sportfeng. Skráningu lýkur á miðvikudagskvöld 27. janúar.

11.01.2016 01:41

Folaldasýning

Laugardaginn 16 Janúar, kl. 13:00

Ætlum við í  Söðulsholti og Snæfellingur að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Ef veður leyfir.

Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í tölvupósti : einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn,folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 14. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 10 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

13.12.2015 22:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings var haldin í Fákaseli í Grundarfirði og áttum við saman skemmtilega kvöldstund.
Við þökkum þeim hestamönnum í Grundarfirði kærlega fyrir afnotin af þessu glæsilega félagsheimili sem þeir eiga.
Happdrættið er orðin eins og hefð hjá okkur og vekur alltaf mikla lukku. Nokkrir folatollar voru í verðlaun ásamt fjölbreyttum öðrum verðlaunum,
þökkum við þeim kærlega sem gáfu okkur vinninga í happdrætttið.
Veittar voru viðurkenningar til knapa, kynbóta hrossa,  Þotuskjöldinn og ræktunarbú Snæfellings sem að þessu sinni var Brautarholt
 Óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningar, innilega til hamingju.
 
Knapaverðlaun
 
Hvatningaverðlaun barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (vantar á mynd)
Fjöla Rún Sölvadóttir
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir
 
Hvatningaverðlaun Unlingaflokkur
Borghildur Gunnarsdóttir
Inga Dís Víkingsdóttir
Harpa Lilja Ólafsdóttir (vantar á mynd)
Fanney O Gunnarsdóttir (vantar á mynd)
 
 
 
Hvatningaverðlaun Ungmennaflokkur
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Hrefna Rós Hannesdóttir ( vantar á mynd)
Högna Ósk Álfgeirsdóttir (vantar á mynd)
 
 
Hestaíþróttamaður Snæfelling
Siguroddur Pétursson
 
Kynbótahross
 
Hryssur
5 vetra, Blómalund frá Borgarlandi, aðaleinkunn 8.10 - ræktandi Ásta Sigurðardóttir
6 vetra ,Assa frá Bjarnarhöfn, aðaleinkunn 7.93 - ræktandi Herborg Sigurðardóttir
7 vetra, Arða frá Brautarholti, aðaleinkunn 8.25 ræktandi Snorri Kristjánsson
 
 
Hestar 
 

4 vetra, Goði frá Bjarnarhöfn, aðaleinkunn 8.14 - ræktandi Brynjar Hildibrandsson
5 vetra, Hildingur frá Bergi, aðaleinkunn 8.39 - ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra ,Draupnir frá Brautarholti, aðaleinkunn 8.07 - ræktandi Þrándur, Björn og Snorri Kristjánssynir
7 vetra , Atlas frá Lýsuhóli, aðaleinkunn 8.23 - ræktandi Agnar Gestsson og Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir
 

 

Þotuskjöldurinn

 
Að þessu sinni fær þotuskjöldinn Einar Ólafsson. Einar hefur staðið vel við bakið á félaginu þann tíma 
sem hann hefur verið félagi hjá okkur. Alltaf  boðinn og búinn að styrkja okkur og leyfa okkur að koma nota þá
glæsilega aðstöðu sem hann hefur og með þessum viljum við færa okkar bestur þakkir fyrir.
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 182354
Samtals gestir: 27837
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:38:09

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar