28.01.2016 17:53

Frestun á þrígangsmótinu.

Vegna þess hvað veðurspáin er slæm fyrir morgundaginn þá höfum við ákveðið að fresta mótinu til klukkan 12:00 á laugardaginn 
Það verður opnað aftur fyrir skráningu til klukkan:12:00 föstudaginn 29 janúar 
Ef einhverjir verða að afskrá senda þá tölvupóst á [email protected] eða [email protected] 
Vonumst til að sem flestir geti tekið þátt 
Kveðja stjórnin

21.01.2016 14:52

Þrígangsmót

Vetrarmót Snæfellings verður haldið í Söðulsholti föstudaginn 29 janúar. 
 

Keppt verður í þrígangi ( brokk fet og tölt) 
Pollaflokkur allir fá viðurkenningu. 
17 ára og yngri 1000 kr
Minna vanir 2000 kr
Meira vanir 2000 kr
Skráning fer fram í gegnum sportfeng. Skráningu lýkur á miðvikudagskvöld 27. janúar.

11.01.2016 01:41

Folaldasýning

Laugardaginn 16 Janúar, kl. 13:00

Ætlum við í  Söðulsholti og Snæfellingur að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Ef veður leyfir.

Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í tölvupósti : [email protected]

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn,folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 14. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 10 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

13.12.2015 22:18

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings var haldin í Fákaseli í Grundarfirði og áttum við saman skemmtilega kvöldstund.
Við þökkum þeim hestamönnum í Grundarfirði kærlega fyrir afnotin af þessu glæsilega félagsheimili sem þeir eiga.
Happdrættið er orðin eins og hefð hjá okkur og vekur alltaf mikla lukku. Nokkrir folatollar voru í verðlaun ásamt fjölbreyttum öðrum verðlaunum,
þökkum við þeim kærlega sem gáfu okkur vinninga í happdrætttið.
Veittar voru viðurkenningar til knapa, kynbóta hrossa,  Þotuskjöldinn og ræktunarbú Snæfellings sem að þessu sinni var Brautarholt
 Óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningar, innilega til hamingju.
 
Knapaverðlaun
 
Hvatningaverðlaun barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (vantar á mynd)
Fjöla Rún Sölvadóttir
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir
 
Hvatningaverðlaun Unlingaflokkur
Borghildur Gunnarsdóttir
Inga Dís Víkingsdóttir
Harpa Lilja Ólafsdóttir (vantar á mynd)
Fanney O Gunnarsdóttir (vantar á mynd)
 
 
 
Hvatningaverðlaun Ungmennaflokkur
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Hrefna Rós Hannesdóttir ( vantar á mynd)
Högna Ósk Álfgeirsdóttir (vantar á mynd)
 
 
Hestaíþróttamaður Snæfelling
Siguroddur Pétursson
 
Kynbótahross
 
Hryssur
5 vetra, Blómalund frá Borgarlandi, aðaleinkunn 8.10 - ræktandi Ásta Sigurðardóttir
6 vetra ,Assa frá Bjarnarhöfn, aðaleinkunn 7.93 - ræktandi Herborg Sigurðardóttir
7 vetra, Arða frá Brautarholti, aðaleinkunn 8.25 ræktandi Snorri Kristjánsson
 
 
Hestar 
 

4 vetra, Goði frá Bjarnarhöfn, aðaleinkunn 8.14 - ræktandi Brynjar Hildibrandsson
5 vetra, Hildingur frá Bergi, aðaleinkunn 8.39 - ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra ,Draupnir frá Brautarholti, aðaleinkunn 8.07 - ræktandi Þrándur, Björn og Snorri Kristjánssynir
7 vetra , Atlas frá Lýsuhóli, aðaleinkunn 8.23 - ræktandi Agnar Gestsson og Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir
 

 

Þotuskjöldurinn

 
Að þessu sinni fær þotuskjöldinn Einar Ólafsson. Einar hefur staðið vel við bakið á félaginu þann tíma 
sem hann hefur verið félagi hjá okkur. Alltaf  boðinn og búinn að styrkja okkur og leyfa okkur að koma nota þá
glæsilega aðstöðu sem hann hefur og með þessum viljum við færa okkar bestur þakkir fyrir.

04.12.2015 22:33

Vinningar

Vinningar í happdrættinu hjá okkur á uppskeruhátíðinni eru orðnir margir og fjölbreyttir.
Það á örugglega eftir að bætast við. Það verður til mikils að vinna og minnum fólk á að skrá sig fyrir fimmtudaginn.

 

Aðalvinningur verður frá Hrísdalshestum, folatollur undir Stegg frá Hrísdal 
Aðrir vinningar
Frostfiskur gefur fisk.
Frá Bjarnarhöfn, folatollur undir Goða frá Bjarnarhöfn
Frá Lárusi, folatollur undir Hergil frá Þjóðólfshaga
Gjafabréf frá Hótel Rjúkanda
Aríonbanki gefur Flíshúfur, rassaþotur ,spilastokkar
Reiðtíma frá Randy og Hauk á Skáney
Borvél frá Húsasmiðjunni í Borgarnesi
Spil frá Nettó í Borgarnesi
KB Borgarnesi gefur Fóðurbætir, hnakkastadíf, bíótín og vítamín
Folatollar frá Brautarholti
Folatollar frá Söðulsholti
Sæferðir gefa
1x gjafabréf VíkingSushi fyrir tvo.
1x gjafabréf Flatey fyrir tvo.
SS gefur, Kjarnfóður hannað fyrir íslenska hestinn, steinefnafötur fyrir hross
Mánaðarkort í Átak líkamsræktarstöðina í Stykkishólmi.
Landsbankinn með 1vinning
Frá Bergi, folatollar undir Sægrímur og Hafsteinn
Snæþvottur 1 vinnigur.
Jón Söðli gefur beisli með múl og taum án mêla í happdrætti
Hlynur Hjaltason gefur járningu á einn hest (ekki með skeifum)
Fullt af eggjum frá Hamrabúinu
Frá Lýsuhóli, folatollur undir Atlas frá Lýsuhóli.
 
 

 

 

03.12.2015 23:41

Frestun á uppskeruhátíð

Við höfum ákveðið að fresta uppskeruhátíðinni um viku. Þangað til á föstudaginn 11.des. Við leggjum ekki í að halda samkomu með þessa veðurspá.
Skráningarfrestur er þangað til á fimmtudaginn og viljum við biðja þá sem voru búnir að skrá og ætla að koma næsta föstudag að staðfesta komu s

Vonum að sem flestir geti komið þá.

27.11.2015 23:26

Uppskeruhátíð 2015

 

Uppskeruhátíð 

 

Snæfellings

 

Föstudaginn 4. des  kl. 19.30

maturinn verður uppúr kl. 20

 

Í Fákaseli

Grundarfirði

 

Maturinn kostar 2500 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

 

                                 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu.

 

·        Ræktunarbú ársins

·        Viðurkenningar til knapa

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

 Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 2. des kl. 20

í netfangið  [email protected][email protected] einnig í síma 893 1584 Sigga

eða [email protected]

Allir velkomnir.

 

25.11.2015 18:49

Folaldasýning

Við höfum endurskoðað þann möguleika að halda áfram með að halda folaldasýninguna, til lækka kostnaðinn við sýninguna höfum við fengið þau heiðurshjón á Bergi til að dæma fyrir okkur sýninguna og það verða einungis verðlaunapeningar í verðlaun.
Þeir sem vilja halda sínum skráningum inní eða hætta við senda línu á Óla,
Þeir sem ekki voru búnir að skrá hafa þá enn tækifæri til að vera með, fresturinn til að skrá rennur út á miðnætti þann 26. nóv.
Skráning er 1000kr. á folald og senda kvittun á  [email protected]
reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
nafn-uppruni-litur-móðir-faðir og eigandi.
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á [email protected]
eða í síma 891 8401

25.11.2015 13:49

Vantar au pair í Þýskalandi

Þýsk fjölskylda óskar eftir Au pair frá maí eða ágúst 2016 í eitt ár..

Hann eða hún væri að hjálpa  til með börnin þeirra fjögur sem eru á aldrinum 2 – 14 ára og einnig með tamningu á ca.10 tryppum.

Æskilegt er að hann eða hún hefa næga reynsla til að vinna sjálfstætt með hestana. Búgarðurinn er upp í sveit á Eifel svæði sem er klukkutíma akstur frá Köln.

Nauðsynlegt er að  hún eða hann sé með bílpróf  þar sem þetta er í sveit og litlar almennings samgöngur, leiðirnir eru oft langar og oft þarf að skutla börnunum. Möguleiki er einnig að taka þátt í félagslífi IPN Roderath sem er í ca. 30 min fjærlægð. Boðið er upp á frítt fæði og húsnæði, vasapeningar eftir þýskum Au pair reglum, þátttöku í símakostnaði, afnot af bílnum og þau greiða eitt þýsku námskeið.

 Ef þú hefur áhugi hafðu endilega samband við Nadine 8623570 til að fá meiri upplýsingar.

10.11.2015 23:22

Folaldasýning

Folaldasýning Snæfellings

 
 
 

 
 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
Laugardaginn 28. nóvember kl. 14

 
Skráningarfrestur er til kl. 23 þriðjudaginn 24. nóvember.
Skráning er 2000 kr. á folald.
  og senda kvittun á  [email protected]

reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á [email protected]
eða í síma 891 8401


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

02.11.2015 16:33

Árshátíð vestlenskra hestamanna

Föstudaginn 20. nóvember.

Dagskráin hefst kl. 19:30 með fordrykk í boði Faxa

Borðhald hefst svo kl. 20:00

Á boðstólum er eftirfarandi:
Laxatvenna með smjörsteiktu brauði og klettasalati.
Lambakóróna með rósmaríngljáa borið fram með bakaðri kartöflu og pönnusteiktu grænmeti.
Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma.

Veislustjórn verður í höndum hins valinkunna Gísla Einarssonar sem mun án efa kitla hláturtaugarnar hjá okkur eins og honum einum er lagið.

Skemmtiatriði

Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi.

Verð: 8.500 fyrir mat og dansleik

Við pöntunum taka:
Gíslína Jensdóttir, 435 1370, [email protected]
Kolbeinn Magnússon, 435 1394, [email protected]

Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 17. nóvember


Þeir sem ætla að gista á hótelinu eru beðnir um að panta það sjálfir.
Tveggja manna herbergi kostar 12.700 og eins manns herbergi kostar 11.100.
Síminn hjá Fosshótel Reykholt er: 435 1260

27.10.2015 22:22

Haustfundur Hrossvest

 

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

 

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2015 verður verðlaunað. Þá verða veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi.

 

Gestur fundarins verður Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Stjórnin.

 

 

19.10.2015 23:53

Haustskýrsla


Haustskýrsla 2015 Ágætu hestamenn í Vestur-umdæmi!
Nú hefur verið opnað fyrir skil á haustskýrslum búfjár 2015. 
Samkvæmt lögum eiga allir eigendur/umráðamenn búfjár að skila árlegri haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign,fóður og landstærðir eftir því sem við á. 
Skil fara fram með rafrænum hætti á: 
www.bustofn.is.
Þess ber að geta að á síðasta ári þ.e.2014 voru skil best á öllu landinu í Vestur-umdæmi en þar eiga um 1250 aðilar að skila skýrslum yfir hinar ýmsu búfjártegundir, á svæðinu voru skil 99,9%, haustið 2014.
Þess ber líka að geta í þessu sambandi að fyrir einhverjum hesteigendum hefur vafist að hross séu líka búfé og því verið áhöld um hvort skýrslu yfir þau þurfi að skila en það er að sjálfsögðu raunin. 


Í meðfylgjandi trússi eru leiðbeiningar um útfyllingu haustskýrslunnar og vil ég nú biðla til ykkar forsvarsmanna í hestamannafélögum vítt og breytt á svæðinu að koma þessu bréfi og leiðbeiningunum á framfæri við ykkar félagsmenn.
Rétt er líka að geta þess að áskilið er í lögum að þeir sem ekki skila skýrslu skulu heimsóttir og upplýsinga aflað á þeirra kostnað.


 

Bestu kveðjur, / Best regards,  
Guðlaugur V. Antonsson
Dýraeftirlitsmaður Vesturumdæmis / Animal Welfare Officer
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 84882
Samtals gestir: 8077
Tölur uppfærðar: 21.3.2023 11:48:02

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar