27.04.2016 17:50

Umráðamaður hrossa

               

 

20.04.2016 Dýraheilbrigði

Nú hefur verið bætt inn nýrri skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, en það er skráning á umráðamanni hvers hests.

 

Samkvæmt nýlegum reglum Evrópusambandsins um hestahald (framkvæmdarreglugerð (EU) nr. 2015/262) og vegna þess að WorldFengur virkar sem rafrænt hestavegabréf hér að landi er nauðsynlegt að taka upp skráningu á umráðamanni hrossa. Umráðamaður hestsins er alltaf einn aðili og er í raun umsjónarmaður hestsins. Umráðamaður er í flestum tilvikum sami aðili og skráður eigandi en vegna eftirfarandi þátta þarf að skerpa á þessu:

 

    * Ef margir eru skráðir eigendur þá þurfa eigendur að senda inn tilkynningu um skráningu á einum umráðamanni (Enginn er skráður umráðamaður hrossa í eigu fleiri en eins aðila fyrr en eigendur hafa sent inn tilkynningu, eða skráð í heimarétt, hver sé umráðamaður hrossins).

    * Ef skráður eigandi er undir lögaldri – Þá þarf einnig að senda inn tilkynningu um skráningu á umráðamanni.

    * Ef eigandi er ekki staðsettur í sama landi og hrossið – t.d. útlendingar sem eiga hross hér á landi.

    * Rétt er að taka fram að ef um eigendaskipti er að ræða á hestinum, verður hinn nýji eigandi sjálfkrafa skráður umráðamaður ef atriðin að ofan eiga ekki við.

 

Þá verður það á ábyrgð umráðamanns að skila inn skýrsluhaldsupplýsingum á hverju hausti. Í því felst að skrá eða bera ábyrgð á skráningu um afdrif hrossa, fyljun og folaldaskráningu þeirra hrossa sem umráðamaður hefur umráð yfir. Jafnframt verður gert auðveldara að skila inn haustskýrslu til Matvælastofnunar í gegnum heimarétt WorldFengs og verður það á ábyrgð umráðamanns. Með þessu móti er best tryggt að gert sé rétt grein fyrir öllum hrossum í landinu við búfjáreftirlit í samræmi við lög um búfjárhald.

 

Rétt er að undirstrika ábyrgð umráðamanns í samræmi lög og reglur þar um. Þannig ber umráðamaður ábyrgð á umhirðu hestsins, fóðrun, einstaklingsmerkingu og er tengiliður sem haft er samband vegna fyrrgreindra atriða. Rétt er að benda á að umráðamaður getur ekki sýslað með hestinn að öðru leiti (haft til dæmis eigendaskipti á hestinum eða sett í sláturhús) nema hann sé einnig skráður eigandi.

 

Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar

 

               

Flettingar í dag: 159
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 182394
Samtals gestir: 27849
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:57:55

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar