10.03.2013 09:55

Fréttatilkynning

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum.

Dagana 11. – 14. júlí n.k. verður Íslandsmót  fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Hmf. Skugga.

Hafinn er undirbúningur að mótinu og er framkvæmdanefnd að störfum undir forystu Birnu Thorlacius Tryggvadóttur. Er það ætlun þeirra sem að mótinu standa að skapa sem allra bestu aðstæður til þess að halda glæsilegt mót. Í Borgarnesi hafa verið haldin þrjú Íslandsmót áður, síðast árið 1995.

Gert er ráð fyrir að mótið hefjist síðdegis á fimmtudegi og því ljúki upp úr miðjum degi á sunnudag.

Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til þess að halda mót af þessari stærð. Hesthús fyrir fjölda hrossa eru til staðar sem og aðstaða til skammtímabeitar ef vill. Reiðhöllin Faxaborg er við hliðina á keppnisvellinum og verður hún nýtt í þágu mótsins. Þessu til viðbótar er Borgarnes vel staðsett landfræðilega, til þess að gera stutt frá suðvestur - og norðurlandi.

Það er ætlun framkvæmdanefndar að vel takist til með mótið og  að fjölmargir keppendur og gestir komi til með að sækja okkur heim þessa helgi og eiga saman ánægjulega helgi.

Framkvæmdanefnd

06.03.2013 21:34

Töltmót

Töltmót
 
Snæfellingur ætlar að halda opið Töltmót í Söðulsholti
föstudaginn 15 mars  kl. 19
 
Keppt verður í
 
Pollaflokk
Má teyma undir eða bara gera þær kúnstir sem maður kann.
Engin skráningargjöld og allir fá þátttökupening.
Verður byrjað á þessu flokk kl 19
 
T3 - Tölt
18 ára og eldri
17 ára og yngri
2 eða fleiri knapar keppa í einu
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
    Hægt tölt svo snúið við
    Hraðabreytingar á tölti
    Greitt tölt, ( það verður skoðað hvað hægt er að gera í húsi að þessari stærð.
Úrslit:
    Hægt tölt og svo snúið við
    Hraðabreytingar á tölti
    Greitt tölt ( eins hér.)
 
 
T7 -  Tölt
18 ára og eldri
17 ára og yngri
Lítið keppnisvanir
2 eða fleiri knapar keppa í einu (mest 5)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
    Hægt tölt svo snúið við
    Frjáls ferð á tölti
Úrslit:
    Hægt tölt og svo snúið við
    Frjáls ferð á tölti
 
Skráningjargjald er 1000 kr. á  hest
Skráningar þurfa að berst fyrir kl.20 miðvikudaginn 13 mars.
í netfangið [email protected] eða í síma 891 8401 Ólafur Tryggvason
 
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, hönd, nafn knapa og nafn  hests
 

 

03.03.2013 13:32

Aðalfundur 2013


 

 

Aðalfundur

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Fákaseli, Grundarfirði  14. mars 2013, kl. 20.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

 

1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.       Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing  H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál

a)      Umræður um reglur varðandi val á ræktunarbúi Snæfellings og knapaverðlaunum.

b)      Snæfellingshöllin

 

Í lok fundar ætlar Gísli Guðmundsson að fara yfir þá stóðhesta sem eru á vegum Hrossvest.

 

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings

22.02.2013 20:37

Reiðnámskeið í Grundarfirði


Reiðnámskeið í Grundarfirði

Dagana 8 - 9 mars, 22-23 mars og 12 - 13 apríl.

13.02.2013 13:26

Þorrareið hjá Hólmurum

Þorrareið!!!!
 
 
Skemmtinefnd HEFST  stendur fyrir reiðtúr og þorrafagnaði  laugardaginn 16. febrúar.
 
Riðið verður frá hesthúsunum kl. 16:00 út fyrir Skjaldarvatn.
 
Þorramatur og skemmtilegheit verða í skemmunni hans Sæþórs uppá Hamraendum kl. 18:30
(í hestagallanum að sjálfsögðu).
 
Þar munum við skemmta okkur syngja og skoða myndir undir styrkri stjórn Bjössa málara.
 
Allir hvattir til að koma með gest.
 
Verð á mat er kr. 2000 á mann en hver sér um drykkjarföng fyrir sig.
Tilkynna verður um þátttöku til Sæa 841-2300 eða Lalla 898-0548 (SMS er best) fyrir hádegi á föstudag.
 
 
Sjáumst, skemmtinefndin

10.02.2013 21:48

Folaldasýning í Söðulsholti

Folaldasýning var vel sótt en 39 folöld voru skráð  og um 90 manns mættu á sýninguna. 
Dómari var Valberg Sigfússon og þulur Lárus Hannesson. Halldór og Áslaug á Þverá sáu um kaffið og það klikkaði ekki frekar en fyrri ár, skonsurnar með nautatungunni er alltaf sama góðgætið hjá þeim.


5 efstu merfolöldin1. Elding frá Ólafsvík,jörp
F. Ljóni frá Ketilstöðum
m. Perla frá Einifelli
ræk/Sölvi Konráðsson 
eig/Óðinn Kristmundsson

2. Glódís frá Ólafsvík,brúnskjótt
f. Ljóni frá Ketilsstöðum
m. Fluga frá Bjarnarhöfn
rækt/eig Jónas Gunnarsson

3. Spæta frá Söðulsholti,rauðskjótt
F, Hákon frá Ragnheiðarsstöðum
M, Hildur frá Sauðárkróki 
Rækt: Einar Ólafsson
Eig/ Söðulsholt ehf

4. Skotta frá Söðulsholti, rauðskjótt
F, Kapall frá Kommu
M, Lipurtá frá Söðulsholti
Rækt: Einar Ólafsson
Eig: JA vet ehf

5. Saga frá Dalsmynni, rauðskjótt
F: Kandís frá Litlalandi
M: Skrúða frá Hömluholtum
Rækt./eig: Guðný Linda Gísladóttir


Sölvi Konráðsson, Jónas Gunnarsson og Einar Ólafsson


Fimm efstu hestfolöldin 


1. Amor frá Hjarðarfelli, Brúnskjóttur
Möller frá Blestastöðum
M,Venus frá Hofi
Rækt/eig Sigríður Guðbjartsdóttir

2. Strokkur frá Hrísdal, rauður/grár
F: Hrímnir frá Ósi
M: Elja frá Mosfellsbæ
Rækt./eig: Hrísdalshestar sf

3. Drafnar frá Grundarfirði
F, Albert frá Feti
M, Dagsvin frá Grundarfirði
Eig/ræk;Bjarni Jónasson

4. Toppur frá Fáskrúðarbakka, rauðskjóttur-höttóttur
F: Kandís frá Litlalandi
M: Ör frá Fáskrúðarbakka
Rækt./eig: Kristján Þór Sigurvinsson

5. Dynjandi frá Hallkelsstaðahlíð, rauður
F: Dynur frá Hvammi
M: Rák frá Hallkelsstaðahlíð
Rækt./eig: Guðmundur M. Skúlason

Sigríður Guðbjartssdóttir, Siguroddur Pétursson og Bjarni Jónasson


Áhorfendaverðlaunin hlaut hún Saga frá Dalsmynni en hún er undan Kandís frá Litlalandi og Skrúðu frá Hömluholti
Eigandi Guðný Linda Gísladóttir.Guðný Linda Gísladótttir


Starfsfólk


Hér er  Einari í Söðulsholti þakkað fyrir góða folaldasýningu með lófaklappi.

06.02.2013 21:15

Vesturlandssýning 2013Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands 
hafa ákveðið að efna til 
Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi,
laugardaginn 23. mars n. k.

Þetta er þriðja árið í röð sem Vesturlandssýningin er haldin í Faxaborg en mikil ánægja var með Vesturlandssýninguna2011 og 2012 og mun því allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsilegust.

Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði
eru sýningar hjá börnum og unglingum, ásamt fimmgangs og fjórgangshestum,
skeiði, tölti, kynbótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með
góðum gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýninguna geta
komið þeim á fram við eftirfarandi aðila:

          Arnar Asbjörnsson, [email protected]  gsm: 841-8887
          Hlöðver  Hlöðversson, [email protected]  gsm: 661-7308
          Stefan Armannsson,  [email protected] gsm: 897-5194
          Heiða Dís Fjelsted,  [email protected]  gsm: 862-8932 (tengiliður vegna barna unglinga)

Undirbúningsnefndin

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vestu rlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 23. ma rs n. k. Þetta er þriðja árið í röð...

29.01.2013 20:31

Heimsókn

Ég skrapp með myndavélina og kíkti á einn félagsmanninn  hjá Snæfelling sem er nýbúin að taka hesthúsið í gegn.
Margrét Sigurðardóttir  í Sykkishólmi keypti þetta hesthús í fyrra og notaði síðastliðinn vetur til að henda öllu út og steypti nýja sökkla.
Haustið  var svo notað til að klára að græja og er nánast allt tilbúið þó  á eftir að setja hvitt járn í loftið.
Kaffistofan er hugguleg hjá henni og þar er alveg örugglega hægt að fá kaffisopa ef maður er á ferðinni.
 

 
Eins og hjá  alvöru hestamönnum er til hilla undir verðlaunagripina
og það á alveg örugglega eftir að stækka hana nokkrum sinnum.
 
Það fer vel um hestana, þarna eru fimm eins hesta stíur og ein  tveggja hesta stía.
 
 
 
Flottar skreytingar á veggjunum.
 
Innilega til hamingju með þetta flotta hesthús.

28.01.2013 23:15

Folaldasýning

Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  [email protected].

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.


28.01.2013 00:02

Stóðhestar hjá Hrossvest

Stóðhestar sumarsins 2013

 
Þeir stóðhestar sem verða í boði á Vesturlandi, á vegum HROSSVEST  
eru óðum að líta dagsins ljós á heimasíðunni http://www.hrossvest.is/?cat=10   
 

 

24.01.2013 23:36

KB-Mótaröðin

 
 
Fyrsta mót KB mótarraðarinnar fer að hefjast!
Muna taka daginn frá.....
2. febrúar     febrúar
 
Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni)
Einstaklingskeppni (opin keppni)
 
Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur
 
 
Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 30. jan. á netföngin: [email protected], [email protected] eða í s. 691-0280 eða 699-6116.  Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, upp á hvor höndina er riðið, nafn knapa, is númer hests. Auk þess þarf að koma fram fyrir hvaða lið keppt er ef keppt er fyrir lið.
 
Skráningargjald er 2500.kr fyrir opinn flokk, 1flokk og 2.flokk (2.fl. 20 keppnir eða minna) og ungmenni. (1.000 kr.fyrir annan hest) 1000 kr.fyrir börn og unglinga.  Greiðist inn á reikning 0326-13-004810 kt.481079-0399 í síðasta lagi fimmtudaginn 2. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.  Sendið kvittun á [email protected] þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.  Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.   Öll mótin hefjast kl.10:30.
 
Frítt inn í höllina og veitingar seldar á staðnum
Stíupláss til leigu ([email protected] eða s.895-1748)
 
Mót vetrarins:
2.febrúar -   fjórgangur
23.febrúar -   fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn.
16.mars  -   Tölt/ skeið í gegnum höllina.
 
        
 
 
 
 
Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.
Flettingar í dag: 442
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 470
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 86069
Samtals gestir: 8220
Tölur uppfærðar: 23.3.2023 21:24:38

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar