03.06.2020 15:09

Aðalfundur 2020


 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
miðvikudaginn 10. júni kl. 20
Félagsheimilinu Breiðabliki, Eyja - og Miklaholtshrepp

 

 

 

 

1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál
• Hólsland

18.05.2020 22:42

Opið íþróttamót Snæfellings

Mótið verður haldin í Grundarfirði, laugardaginn 30. maí

-Barnaflokkur
V2,fjórgangur,
T7, tölt

-Unglingafl.
V2,fjórgangur
T3, tölt

-Ungmennafl.
V2,fjórgangur
T3, tölt

-2.flokkur.
V2,fjórgangur
T3, tölt

-Opinn- flokkur
V2,fjórgangur
F2,fimmgangur
T3, tölt

Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.

Pollaflokkur, allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn eða í netfangið [email protected]

Skráð er í gegnum https://skraning.sportfengur.com/

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana. Sendið kvittun á [email protected] Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 27. maí. það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

26.03.2020 21:34

Allt íþróttastarf fellur niður

Fréttatilkynning frá ÍSÍ og UMFÍ 20. mars 2020 til sambandsaðila ÍSÍ

Allt íþróttastarf fellur niður

 

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.

Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar:

„...að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur."

Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er eftirfarandi beint til til íþróttahreyfingarinnar:

„...er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi."

Jafnframt hvetja ráðuneytin skipuleggjendur íþróttastarfs til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa og vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar eftir því sem við á.

Eftirfarandi árétting barst frá sóttvarnalækni í dag í tilefni útgáfu leiðbeinandi viðmiða frá heilbrigðisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti:

„Sóttvarnalæknir vill árétta að í auglýsingum heilbrigðisráðherra um samkomubann og um takmarkanir á skólastarfi er fjallað um að nálægð einstaklinga verði ekki minni en tveir metrar ef því er við komið. Einnig er ljóst að með vísan í leiðbeiningar um almennar sóttvarnaráðstafanir t.d. varðandi hreinlæti og smitleiðir að sameiginleg notkun á hverskonar búnaði til íþróttaiðkunar boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleira án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga er mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir.
Því er augljóst að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.
Sóttvarnalæknir vill beina því til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að, líkt og gert hefur varðandi börn og ungmenni, að tekið verði hlé í æfingum og keppnum á vegum sambandsins og aðildarfélaga þeirra á meðan samkomubann varir.“ (birt á Facebook síðu Almannavarna).

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.
Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð.

Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum.

Leiðbeiningar frá ráðuneytunum í heild sinni er að finna hér.

25.03.2020 14:34

Reiðhallir eru líka íþróttamannvirki

Sæl verið þið

 

Landssamband hestamannafélaga vill að gefnu tilefni benda hestamannafélögum á hertar reglur heilbrigðisráðherra um samkomubann. Þar er mælst til að öll íþróttamannvirki séu lokuð, það á við um reiðhallir eins og aðrar íþróttahallir. Sækja verður um leyfi fyrir undanþágu frá þessu banni ef félög sjá sér ekki fært að loka sínum reiðhöllum.

Sjá nánar um gildandi samkomubann á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/covid-19/covid19-frett/2020/03/22/Hertar-takmarkanir-a-samkomum-morkin-sett-vid-20-manns/

https://www.lhhestar.is/is/frettir/oll-ithrottamannvirki-lokud-i-samkomubanni

 

Kær kveðja 

05.03.2020 21:28

Leiðbeiningar sóttvarnarlæknis varðandi samkomur

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. 

Engu að síður er einkar mikilvægt að fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum virði ráðleggingar um sóttkví, en í þeim felst að forðast samneyti við aðra einstaklinga í 14 daga. 
Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Mælst er til að fólk noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög.

Framundan eru nokkrir stórir íþróttaviðburðir og vill ÍSÍ minna sambandsaðila sína á að hafa ofangreint í huga og að fylgjast áfram vel með uppfærslum á vefsíðu Embættis landlæknis.

Embætti landlæknis uppfærir reglulega upplýsingar á vefsíðu landlæknis hér.

Hér á vefsíðu Embættis landlæknis má sjá ráðleggingar til ferðamanna.

 

 

Kær kveðja

Ragna Ingólfsdóttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Verkefnastjóri kynningarmála

514 4000 / 615 1739

 

21.02.2020 19:00

Reiðhallarsýning 18. apríl

Vesturlandssýningin í reiðhöllinni Faxaborg verður haldin laugardaginn 18. apríl n.k.

Starfshópur er kominn af stað vegna sýningarinnar og er það hans fyrsta verk að senda út til formanna beiðni um að koma meðfylgjandi upplýsingum til félaga sinna.

 

Allir sem eru áhugasamir að taka þátt í sýningunni eru beðnir um að hafa samband við Halldór Sigurðsson í gsm 892-3044 eð Hrefnu B Jónsdóttur á netfangið [email protected]

 

Uppistaðan í sýningunni er A flokks hross og B flokks hross.  Góðir reiðhestar og gæðingshryssur og stóðhestar

 

Þeir sem hafa áhuga á að koma með ræktunarbú hafi samband við Halldór eða Hrefnu en að sjálfsögðu er gefinn kostur á því að hrossaræktendur sýni árangur ræktunar sinnar.

 

 

Með góðri kveðju og von um góðar undirtektir.

Hrefna B. Jónsdóttir, formaður stjórnar Seláss.

Og starfshópur um reiðhallarsýninguna.

19.02.2020 14:08

Vinir Skógarhóla

Skógarhólar eru samofnir sögu Landssambands hestamannafélaga og á þessu ári eru 70 ár síðan fyrsta Landsmót hestamanna var haldið á Skógarhólum.

 

Landssamband hestamannafélaga hefur unnið að endurbótum á aðstöðunni á Skógarhólum á Þingvöllum en margt er enn ógert. Skógarhólar eru kjörinn áningarstaður fyrir hestamenn sem eiga leið á milli landshluta sunnan- og vestanlands. Staðsetningin býður upp á mikla möguleika og viljum við auka nýtingu hestamanna á Skógarhólum og reiðleiðum í nágrenni staðarins.

 

Í haust var stofnaður félagsskapur um endurbætur á Skógarhólum “Vinir Skógarhóla”, sem eru hópur sjálfboðaliða sem vilja leggja sitt að mörkum til að bæta aðstöðuna þar.

 

Stjórn LH hefur samþykkt að veita fé í framkvæmdir á Skógarhólum á þessu ári til að gera staðinn betri og meira aðlaðandi og vonumst þannig til að fleiri hestamenn sjái sér fært að nýta staðinn. Það sem til stendur að gera á Skógarhólum í sumar er að skipta um járn á þakinu, gera lagfæringar á eldhúsi, salernis- og sturtuaðstöðu auk þess að fara í endurbætur á girðingum.  

 

Vinir Skógarhóla ætla að hittast þar 2-3 vinnuhelgar í vor t.d. apríl/maí og hefja vinnu við þau verkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu. LH óskar eftir að hestamannafélögin vestan- og sunnanlands leggi verkefninu lið með því að hvetja félagsmenn sína til að ganga til liðs við Vini Skógarhóla. Hægt er að skrá sig í hópinn á heimasíðu LH https://www.lhhestar.is/is/um-lh/skogarholar eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Við munum á næstunni senda ykkur auglýsingu sem við óskum eftir að þið birtið á ykkar samfélagsmiðlum. Margar hendur vinna létt verk og allra hagur er að sem best takist til við endurbætur á staðnum.

 

LH hefur gert breytingar á rekstri staðarins, bókanir fara í gegnum skrifstofu LH og nýr umsjónarmaður á staðnum er Eggert Hjartarson (847 9770, [email protected]) og stýrir hann framkvæmdum.

 

F.h. Landssambands hestamannafélaga

Eggert Hjartarson, umsjónarmaður Skógarhóla

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

09.01.2020 20:47

Heyefnagreining

 

 

Hestamenn athugið !

 

Sífellt fleiri hestamenn senda hey til okkar til greiningar.

Þeir sem hafa sent okkur einu sinni hafa flestir sent okkur á hverju ári eftir það.

 

Viðskiptavinum okkar finnst þægilegt að fylgjast með heyinu frá árí til árs enda reiknum við út hversu mikið þarf að gefa út frá heyinu sem við efnagreinum.

 

Við viljum bjóða hestamönnum greiningu á heyinu þeirra núna í janúar og febrúar á 10 % kynningarafslætti.

 

Ég verð stödd á Selfossi um helgina og gæti þá ef áhugi er fyrir komið á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og tekið við heyi í poka (100-200gr) Merkt eiganda nafn, kt og tölvupóst.  Einnig gæti ég t.d komið við í Reiðhöllinni í Mosó í næstu bæjarferð.

 

Fyrir ykkur sem búið lengra í burtu bjóðum við uppá að stjórn félagins eða einhver félagsmaður taki að sér að safna sýnum saman og setja í kassa og senda Efnagreiningu í pósti á kostnað Efnagreiningar.

Vinsamlega hafið samband s. 6612629 eða sendið tölvupóst áður.

 

Þeir sem hinsvegar senda sjálfir til okkar eigið heysýni þurfa að setja heysýnið í poka í fóðrað umslag, merkja vel og póstsetja. En þeir sem safna saman í félagi eða ég dugar að setja sýnið í poka og merkja eiganda nafn, kt og tölvupóstfang

 

Hér á eftir er tengill með sýnishorni á niðurstöðurblaði og einnig allar upplýsingar um verð, sýnatöku og pökkun:

 

http://efnagreining.is/?p=59

 

http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf

 

--

Með góðri kveðju,

Elísabet Axelsdóttir

 

Efnagreining ehf

Ásvegi 4

311 Borgarnes

s.6612629

efnagreining.is

29.12.2019 11:07

LM 2020

Forsölu lýkur um áramót!
 
Forsala aðgöngumiða á Landsmót hestamanna 2020 er í fullum gangi og lýkur henni um áramót, 31.12.2019. 
 
Farðu á www.landsmot.is og tryggðu þér miða strax í dag!
 
Miðaverð í forsölu er 16.900 kr en hækkar í 19.900 kr 1. janúar, fullt verð í hliði á mótinu sjálfu er 24.900 kr og því mikill sparnaður að tryggja sér miða strax.
 
Ef þú vilt tryggja þér miða í forsölu og um leið styðja við þitt hestamannafélag um 1.000 kr þá smellirðu hér.
 
 
Helgarpassar fara í sölu eftir áramót og munu þeir þá kosta 16.900 kr. 
 
Á Landsmóti hestamanna á Hellu næsta sumar verður boðið uppá frábæra skemmtun, margir af helstu skemmtikröftum landsins munu mæta, veitingar verða í hávegum hafðar, frábær tjaldsvæði og aðstaðan öll eins og best verður á kosið!
 
P.s. við minnum á að hestamenn geta keypt miða í gegnum link á samfélagsmiðlum eða síðum síns félags og með því styrkt viðkomandi félag um 1.000 kr til áramóta. 
 

15.11.2019 13:40

Landsmót 2020

Kæru félagsmenn! 

 

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar. 

 Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 

 

https://tix.is/is/specialoffer/yg6osjurioaas

 

Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 

 

Mynd frá Herborg Sigríður Sigurðardóttir.

14.11.2019 11:38

HÆFILEIKAMÓTUN LH

HÆFILEIKAMÓTUN LH

MEÐ NÝJU FYRIRKOMULAGI Í AFREKSMÁLUM LH HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ SETJA AF STAÐ VERKEFNI FYRIR UNGA OG METNAÐARFULLA KNAPA, ÞAÐ KALLAST HÆFILEIKAMÓTUN LH OG FER AF STAÐ VETURINN 2020

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019. Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.

Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi.

Staðsetning hópa:
Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)
Höfuðborgarsvæði (8 manna hópur)
Suðurland (8 manna hópur)
Norðurland (8 manna hópur)
Vesturland (8 manna hópur)
Austurland (8 manna hópur)

Viðburðir og fyrirkomulag:
Janúar – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
Mars – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
April/mai – helgarnámskeið (laugard/sunnud-einstaklingskennsla með hesti)
Sept – sýnikennsla (án hests)
Fyrirlestur með fagteymi ÍSÍ (án hests)
Kostnaður knapa er 100.000kr fyrir árið.
Knapar sem eru gjaldgengir í hópinn senda umsókn til LH.

Í umsókn skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn, aldur og félag
Lýsing á keppnisárangri undanfarin 2 ár
Námskeið sem knapi hefur tekið
ideo (max 5-6 min) þar sem knapi sýnir gangtegundir:
Fet
Brokk
Hægt stökk, hraðinn aukinn í hratt stökk og síðan hægt niður á fet
Hægt tölt, hraðinn aukinn yfir í hratt tölt og síðan hægt niður á fet
Frjálst er að sýna fimiæfingar

Verkefnastjóri er Vilfríður F. Sæþórsdóttir. Allar umsóknir berist á netfangið [email protected] Hægt er að nálgast allar upplýsingar í gegnum sama netfang.
Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 26.nóvember 2019. Hópar verða tilkynntir um miðjan desember.

 

31.10.2019 21:09

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Snæfellings var haldinn í félagsheimilinu Röst Hellissandi laugardaginn 26 október.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu, hvatningaverðlaun til þeirra sem taka þátt  á mótum fyrir hönd Snæfellings  í barna, unglinga og ungmennaflokk, efsti kynbótahrossin.  Hrísakot var valið ræktunabúið og Siguroddur Pétursson hestaíþróttamaður Snæfellings.

 Þotuskjöldurinn sem er til minningar um Þotu frá Innra Leiti gefin af Leifi Kr. Jóhannessyni var afhendur Halli Pálssyni fyrir allt það óeigingjarna starf sem hann hefur unnið fyrir Snæfelling. Það er öllum félögum nauðsyn að hafa svona virka félagsmenn eins og Hallur er. Happdrættið vakti mikla lukku og fóru sumir heim hlaðnir vinningum. Þökkum öllum þeim sem gáfu í happdrættið kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

Viðurkenningar til kynbótahrossa

Stóðhestar

4 vetra -  Gljátoppur frá Miðhrauni,- ræktandi Ólafur Ólafsson -  ae. 8,11

5 vetra – Ögri frá Bergi – ræktandi Jón Bjarni Þorvarðarson – ae. 8,27

6 vetra – Nökkvi frá Hrísakoti – ræktandi Sif Matthíasdóttir – ae. 8,48

7 vetra – Brimill frá Bergi – ræktandi Anna Dóra Markhúsdóttir – 7.86

 

Merar

5 vetra – Dröfn frá Stykkishólmi – ræktandi Valentínus Guðnason – 8,53

6 vetra – Bella frá Söðulsholti – ræktandi Söðulsholt ehf. – 8,10

7 vetra -  Eyja frá Hrísdal – ræktandi Gunnar Sturluson og Guðrún M. Baldursdóttir – 8,18

 

Hvatningaverðlaun

 

Barnaflokkur

Sól Jónsdóttir

Valdís María Eggertsdóttir

Signý Ósk Sævarsdóttir

Gísli Sigurbjörnsson

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir

 

Unglingaflokkur

Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir

Gróa Hinriksdóttir

Brynja Gná Bergmann Heiðarsdóttir

Tinna Guðrún Alexandersdóttir

 

Ungmennaflokkur

Borghildur Gunnarsdóttir

Fanney O Gunnarsdóttir

Inga Dís Víkingsdóttir

Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir

 

 

 

Eftirtaldir gáfu vinninga í happdrættið

Hraðfrystihús hellissands, Kg fiskverkun, Sjávariðja, Pastel hárgreiðslustofa, Glóey snyrtistofa, Hafkaup, Sker, N1 Ólafsvík, Góa, Kaupfélag Borgfirðina, Húsasmiðjan Borgarnesi, Nettó Borgarnesi, FOK Borgarnesi, Lífland Borgarnesi, IceHest, Kristý Borgarnesi, Ásdís og Siguroddur Hrísdal, Lárus Hannesson, Ólafur Tryggvason, Sæferðir, Friðborg, Brimco, Söðulsholt,  Búvörur SS, Margrét Erla Júlíusdóttir, Narfeyrarstofa, Sjávarpakkhúsið, Finnur Ingólfsson, Dísabyggð, Bjargarsteinn.

17.10.2019 10:52

Uppskeruhátíð 2019

 

 
 


 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

 

laugardaginn 26. október

 í Röst Hellissandi

 

Húsið opnar kl 19.30

 Maturinn kostar 3000 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

 

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

 

    Ræktunarbú ársins

       Viðurkenningar til knapa

  Knapi ársins

    Þotuskjöldurinn  afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

Húsið opnar kl 19.30

 Maturinn kostar 3000 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn  23. október

 netfangið  [email protected]   messenger eða  í síma 893 1584 Sigga

 Allir velkomnir.

Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 84833
Samtals gestir: 8069
Tölur uppfærðar: 21.3.2023 10:40:25

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar