Blog records: 2022 N/A Blog|Month_2
25.02.2022 16:38
Fjórgangur Eðalfisks fór fram í Vesturlandsdeildinni í gær
Í gær, fimmtudaginn 24. febrúar, fór fram fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum. Sigurvegari kvöldsins var Snæfellingurinn Siguroddur Pétursson á henni Eyju frá Hrísdal með einkunnina 7,167. Einnig áttum við fulltrúa í B- úrslitum en það var hún Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á honum Þyt frá Stykkishólmi og enduðu þau í 8. - 9. sæti með einkunnina 6,567.
Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal, sigurvegarar kvöldsins
Efsta lið eftir fyrsta mótið er Söðulsholt og fengu þau afhentan glæsilegan verðlaunagrip sem Snæfellingurinn Margrét Sigurðardóttir gaf Vesturlandsdeildinni auk þess sem að Margrét gaf líka gripinn sem veittur var í fyrstu verðlaun.
Lið Söðulsholts - Inga Dís- liðsstjóri, Einar, Friðdóra, Guðný Margrét og Siguroddur
Glæsilegir gripir eftir hana Margréti Sigurðardóttur
Mótið þótti takast vel og gaman var að geta loksins komið saman og átt ánægulega kvöldstund í Faxaborg.
Gaman er að segja frá því að alls átti Snæfellingur 7 fulltrúa í fjórgangi Vesturlandsdeildarinnar í gær sem keppa undir nafni félagsins en það voru auk Sigurodds og Hörpu Daggar þau Guðmundur Margeir Skúlason, Jón Bjarni Þorvarðarson, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson og Hrefna Rós Lárusdóttir.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af okkar fulltrúum
Harpa Dögg Bergmann og Þytur Frá Stykkishólmi
Guðmundur Margeir Skúlason og Dúr frá Hallkelsstaðahlíð
|
- 1