Færslur: 2012 Mars
28.03.2012 13:35
Æskan
Æskan og hesturinn
Krakkarnir í hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu og gestafélagið Þytur, hafa lagt nótt við dag að æfa sín atriði og eru til í tuskið á sunnudaginn.
Atriðin eru af ýmsum toga: Smalakeppni, fimleikar á hestum, pollar í skrautbúningum, töltslaufur 10-12 ára krakka, afreksknapar og margt margt fleira.
Æskan og hesturinn er hluti Hestadaga í Reykjavík og verður lokapunktur þeirrar hátíðar!
28.03.2012 13:33
Hestadagar
Gobbedí gobb - Hestadagar framundan!
Dagana 29. mars - 1. apríl verða Hestadagar í Reykjavík haldnir hátíðlegir og margt spennandi í spilunum þessa daga í borginni. Það er Landssamband hestamannafélaga í samvinnu við Höfuðborgarstofu, Íslandsstofu og hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að viðburðinum.
Borgarbúar fá nú tækifæri til að kynnast íslenska hestinum í nærmynd.Laugardagurinn 31. mars verður helgaður hestinum í Ráðhúsi Reykjavíkur og munu hestar og hestamenn verða áberandi í miðbænum þennan dag.
27.03.2012 22:53
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi 28. mars 2011, kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál.
a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.
Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.
Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.
19.03.2012 21:40
Vesturlandssýning
|
18.03.2012 19:17
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi 28. mars 2011, kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál.
a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.
Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.
Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.
10.03.2012 10:18
Undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna
Nú er undirbúningur fyrir
Vesturlandssýningu í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð. Mörg
ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum.
Ennþá er
verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:
Kynbótahross:
4 vetra hryssur
4 vetra folar
5 vetra hryssur
5 vetra folar
6 vetra og eldri hryssur
Vestlenskir stóðhestar
Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012
A flokkur gæðinga
B flokkur gæðinga
Skeiðhestar
Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem
gæti átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.
Sýningin verður haldin þann 24. mars n.k. í Faxaborg, Borganesi.
Eyþór Jón Gíslason, brekkurhvammur10@simnet.is gsm: 898-1251
Svala
Svavarsdóttir, budardalur@simnet.is gsm:
861-4466
Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is gsm 892 5678
Baldur
Björnsson, baldur@vesturland.is gsm 895 4936
Stefán
Ármannsson, stefan@hroar.is gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)
Undirbúningsnefndin
- 1