Færslur: 2014 Maí

29.05.2014 12:04

Hestar óskast

????????Reykjavík maí 2014
 
 
Ágæti hesteigandi,
 
Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14  - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. – 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum.
 
Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.
 
Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.
 
Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 € í leigu fyrir hestinn.
 
Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það.
 
Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan.
 
Með von um jákvæð viðbrögð.
 
Virðingarfyllst,
f.h æskulýðsnefndar LH
Helga B. Helgadóttir
formaður
 

 

14.05.2014 07:49

Áskrift að Worldfeng

Nýtt áskriftarár tekur gildi um mánaðarmótin n.k. Nýtt áskriftarár félagsmanna er frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015.

Félagsmenn eru hvattir til að greiða félagsgjöldin til að halda áskriftinni, eftir 1. júní verður lokað á þá sem eiga eftir að greiða.

  • 1
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 297054
Samtals gestir: 43110
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar