Færslur: 2016 Nóvember

16.11.2016 15:09

Uppskeruhátíð

Stóðhestar
7 vetra og eldri.        
IS2009137638    Bruni frá Brautarholti,    Hnokki frá Fellskoti -  Ambátt frá Kanastöðum               8,33       8,57       8,47       Snorri Kristjánsson 
6 vetra             
IS2010137336    Hildingur frá Bergi,  Uggi frá Bergi  -  Hilda frá Bjarnarhöfn      8,22       8,54       8,41          Anna Dóra Markúsdóttir           
 5 vetra        
IS2011137210    Goði frá Bjarnarhöfn,       Spuni frá Vesturkoti   -   Gyðja frá Bjarnarhöfn     7,94               8,80       8,46       Brynjar Hildibrandsson 
4 vetra      
IS2012137485    Sægrímur frá Bergi,   Sær frá Bakkakoti -  Hrísla frá Naustum          8,31       8,30               8,31       Jón Bjarni Þorvarðarson           
 
 
 
Hryssur
7 vetra og eldri.              
IS2004237638    Brynglóð frá Brautarholti,     Hrynjandi frá Hrepphólum  -  Ambátt frá Kanastöðum8,43              8,15       8,27       Snorri Kristjánsson 
 6 vetra.    
IS2010237336    Hafdís frá  Bergi,     Sporður Bergi -  Orka Viðvík       8,13       8,16       8,15       Anna Dóra Markúsdóttir kt: IS0712654719, Jón Bjarni Þorvarðarson
 5 vetra.
IS2011237637    Drápa frá   Brautarholti,        Spuni Vesturkoti -   Aða Brautarholti       8,13    7,80       7,93       Björn Kristjánsson kt: IS2511622209, Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson 
 4 vetra.
IS2012237636    Ásjá frá Brautarholti,        Spuni frá Vesturkoti -   Aða frá Brautarholti        7,70               8,23       8,02       Snorri Kristjánsson  
 

15.11.2016 22:56

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

 
 
   

 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

 

Laugardaginn  26. nóvember  kl. 19.30

borðhald hefst uppúr kl. 20.00

 

Í Félagsheimilinu Klifi

Ólafsvík

 Maturinn kostar 2800 kr. á mann og 

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

·        Ræktunarbú ársins

·        Viðurkenningar til knapa

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 23. november  kl. 20

í netfangið  asdissig67@gmail.com  herborgsig@gmail.com  einnig í síma 893 1584 Sigga

eða olafur@fsn.is

 Allir velkomnir.

 

14.11.2016 10:12

Árshátíð hestamanna.

Árshátíð hestamanna á Vesturlandi   verður haldin þann 19. nóvember 2016 
 
 á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði 
 
Þessi virðulega samkoma vestlenskra hestamanna  byrjar kl 19:30 með fordrykk að hætti Glyms. Borðhald hefst kl. 20:00.  Hótel Glymur býður upp á sérstakt árshátíðartilboð á borðvíni og á barnum verður tilboð á bjór og sérstökum hestamannadrukk. Skemmtidagskrá með Haraldi Benediktssyni bónda og þingmanni  frá Vestri-Reyni  sem sérlegum ræðumanni kvöldsins og veislustjórn í höndum Dreyrafélaga.  Stuðbandið Skaramú með Dreyrasnótinni söngelsku, Ástu Marý Stefánsdóttur,  mun leika fyrir dansi. 
 
Boðið verður upp á: - Sjávarréttasúpa með heimabökuðu brauði - Fennilgrafið foladafille með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti - Lambafille með rótargrænmeti, kartöflum og bláberjasósu - Súkkulaði kaka með heimagerðum ís 
Verð: Matur og dansiball  9200 kr. á mann. Matur, dansleikur, morgunverðar hlaðborð og gisting í einsmanns herbergi. 20.900 kr á mann og í 2ja manna herbergi 16.900 kr á mann. 

 


 
 
 
 
Nokkur atriði sem gott er að vita um: -Það eru yndislegir heitir pottar við hótelið sem gestir mega nota  frá morgni til miðnættis. -Við hestamenn höfum til afnota allt hótelið og litlu húsin á  svæði Hótels Glyms. :-) - Hótelherbergin og húsin eru tilbúin kl 15 á laugardegi og brottför úr herbergjum er kl 12 á hádegi daginn eftir.  Morgunverðarhlaðborð er frá kl 9-11. -Gestir hótelsins mega ekki vera með eigið áfengi í almennum rýmum hótelsins.  
 
 
 Pantanir berist á netfangið dreyri@gmail.com  
 
Ef þið hafið ekki komið á Hótel Glym þá er hægt að skoða myndir og annað á www.hotelglymur.is. 
 
Það eru  ALLIR hestunnendur velkomnir á árshátíðina.  
 
 Með gleðikveðju Hestamannafélagið Dreyri. 

14.11.2016 10:11

13.11.2016 19:43

Breytt verð á árshátíðinni

Við náðum hagstæðari samningum vegna gistingar á árshátíðinni á Hótel Glym og tilkynnum hér með nýtt verð:
16.900 kr á mann í 2ja manna herb. (matur, ball, gisting og morgunverður) og 20.900 á mann í einstakl.herb. Og hafið í huga að þetta er á einu besta hóteli landssins :-) Breytt auglýsing kemur á morgun. Pantið á dreyri@gmail.com. Þetta verður gaman

09.11.2016 20:31

Uppskeruhátið Snæfellings

Uppskeruhátíð Snæfellings verði haldin í Klifi
laugardagskvöldið 26. nóvember nánari dagskrá síðar

02.11.2016 23:06

Árshátíð Vesturlands

Halló krakkar.

 

Það lítur ekkert sérlega vel út með pantanir á þessa árshátíð. :-(

Væru þið til í að pota í síðasta sinn í ykkar félagsmenn. Lokafrestur 5. nóv.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1028
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 297054
Samtals gestir: 43110
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar