Færslur: 2014 Febrúar
26.02.2014 14:46
Ráðstefnan ,,Ungt fólk og lýðræði " 2014
Efni: Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ 2014
Langar að minna ykkur á að ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 9. – 11.apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verðurStjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna.
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 60 manns og tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi + starfsmann ef vill. Þátttakendum yngri en 18.ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000.- fyrir hvern einstakling og eru allar ferðir, uppihald og ráðstefnugögn innifalin. Dagskrá ráðstefnunnar er meðfylgjandi.
Vinsamlegast athugið að í ár þarf að greiða þátttökugjald inn á reikning UMFÍ sem jafngildir skráningu og senda upplýsingar um þátttakendur ásamt kvittun á netfangiðsabina@umfi.is
Skráningarfrestur rennur út 15.mars nk.
Bankaupplýsingar UMFÍ
banki:0130, 26 – 100006
kt.660269-5929.
Með ungmennafélagskveðju
Fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Ungmennafélag Íslands / Icelandic Youth Association
Sigtún 42, 105 Reykjavík
sími 540-2905 gsm 898-2279
sabina(hjá)umfi.is www.umfi.is
24.02.2014 15:18
Sýnikennsla
Siggi Sig, Hinni og Hulda verða með
sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi á fimmtudag.
Húsið opnar kl. 19 og þetta byrjar kl. 20
kostar 1500 kr. inn.
21.02.2014 14:24
Töltmót
Töltmót í Söðulsholti, föstudaginn 7. mars klukkan 19
Nánar auglýst þegar nær dregur.
17.02.2014 22:56
Hestamannavísur
17.02.2014 22:51
Reiðnámskeið í Söðulsholti
Ef næg þátttaka næst ætlar Sölvi Sigurðsson að koma og vera reiðnámskeið hjá okkur 22 og 23 febrúar
Ef folk hefur hefur áhuga þá endilega hafa samband við okkur í sodulsholt@sodulsholt.is eða í síma 8610175/8995625
Verð aðeins 18.000 fyrir helgina, kennt í einkatímum.
09.02.2014 23:54
Folaldasýning í Söðulsholti
- 1