Flokkur: Viðburðir framundan
14.10.2021 14:55
Uppskeruhátið 2021
Uppskeruhátíð
Snæfellings
2021
Föstudaginn 5. nóvember
Félagsheimilið Skjöldur
Húsið opnar kl 19.30
Maturinn kosta 3.000 kr á manninn
1.500 kr fyrir 16 ára og yngri
Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu.
Ræktunarbú ársins
Viðurkenningar til knapa
Knapi ársins
Knapi ársins flokkana
Þotuskjöldurinn afhentur
Veglegir vinningar verða í happdrættinu.
Miðaverð aðeins 1.500 kr.
Látið vita með þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 2. nóvember
netfangið nadinew@simnet.is eða í síma 862 3570 Nadine
Allir velkomnir
11.02.2019 11:06
Barna og unglingaferð Snæfellings
Barna og unglingaferð Snæfellings
Þann 9. mars ætlum við að hafa skemmtilegan dag og skella okkur norður til ad skoða ýmislegt hestatengt og fleira.
Á dagskrá verður medal annars heimsókn á hestabúgardinn Gauksmýri og margt, margt fleira.
Ath. Þessi ferð er einungis ætlað börnum og unglingum sem eru skráð í félagid okkar.
Farid verdur á einkabilum og óskum vid eftir nokkrum foreldrum sem væru til í ad keyra.
Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan sem fyrst svo við getum fara að plana.
Kveðja :)
Æskulýðsnefndin
Nadine, Veronica, Erna og Katrín
27.04.2013 10:20
Frestun á Íþróttamótinu
Vegna verulega slæms veðurútlits sunnudaginn 28. apríl hefur verið ákveðið að fresta íþróttamótinu til miðvikudagsins 1. maí.
Ef það eru einhverjir sem geta ekki verið með þá geta fengið endurgreitt, seti sig í samband við Ásdísi asdissig67@gmail.com s:8458828. Einnig ætlum við að opna aftur fyrir skráninu inn á sportfengur.com til sunnudagskvölds 28.apríl ef það eru einhverjir sem geta verið með 1. maí.
Kveðja Mótanefnd Snæfellings
23.08.2012 23:30
Dagskrá
Bikarmót Vesturlands
Dagsskrá
Kl. 09.00
Fjórgangur ungmenni
Fjórgangur unglingar
Fjórgangur börn
Fjórgangur 1. Flokkur
Fimmgangur unglingar
Fimmgangur 1. Flokkur
Stutt hlé
Tölt börn
Tölt unglingar
Tölt ungmenni
Tölt 1. Flokkur
Matarhlé
Úrslit fjórgangur börn
Úrslit fjórgangur unglingar
Úrslit fjórgangur ungmenni
Úrslit fjórgangur 1. flokkur
Úrslit fimmgangur unglingar
Úrslit fimmgangur 1. flokkur
Stutt hlé
Úrslit tölt börn
Úrslit tölt unglingar
Úrslit tölt ungmenni
Úrslit tölt 1. flokkur
Gæðingaskeið unglingar
Gæðingaskeið 1. flokkur
100m skeið
14.02.2012 10:58
Reiðnámskeið
Reiðnámskeið
verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.
Byrjað verður í febrúar og stendur fram í apríl. Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.
Kennari
verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.
Boðið er
upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið
Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.
Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund
Skráning
hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is
síma 8918401
eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is
Fyrstir panta
fyrstir fá.
10.02.2012 07:09
Folaldasýning í Söðulsholti
Laugardaginn 18.Febrúar kl. 13.00 ætlum við í Söðulsholti í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.. Hver skráning kostar 1000 kr, hægt er að skrá hjá Einari í síma 8993314 eða hafa samband á einar@sodulsholt.is.
Sýningin er opin öllum. Gefa þarf upp nafn,lit, fæðingarstað,föður, móðir,
ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum. Að þessu sinni ætlum
við að biðja fólk að reyna stilla fjöldanum í hóf og að hver ræktandi sé ekki
að koma með fleiri en 3-4 folöld. Skráningargjald greiðist inn á 0354-26-4027
og kt 540999-2019. Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 16.Febrúar.
Aðgangseyrir er 1000 kr og innifalið í því eru kaffiveitingar, frítt fyrir
12 ára og yngri og auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta;)
26.01.2012 21:40
Hestadagar
Hestadagar í Reykjavík
Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði þetta árið. Fimmtudag og föstudag verður farið í reiðtúra, borðuð kjötsúpa, horft á tískusýningu, hrossaræktarbú heimsótt og horft á flotta gæðinga á lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöll.
Eins og í fyrra verður farin skrúðreið á laugardeginum 31. mars og að þessu sinni verður farinn hringur í miðbænum. Í ráðhúsi Reykjavíkur verður eitthvað hestatengt í boði allan daginn, söngur, fræðsla og gaman. Um kvöldið endum við svo á að horfa á flottustu töltara landsins á skautasvellinu í Laugardal: "Ístölt - þeir allra sterkustu".
Sunnudagurinn er tileinkaður æskunni. Sýningin Æskan og hesturinn er fjölskylduhátíð í Reiðhöllinni í Víðidal sem öll hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu standa að. Haldnar verða tvær sýningar á sunnudeginum 1.apríl. Sýning þessi hefur alltaf verið gríðarlega vinsæl og þar má sjá framtíðarknapa Íslands leika listir sínar með fákum sínum.
Endanleg dagskrá og nánari upplýsingar um Hestadaga í Reykjavík verður birt á næstu dögum inni áwww.icelandichorsefestival.is
Viðburður sem engin áhugamaður um íslenska hestinn ætti að missa af!
19.01.2012 23:42
Mót
Ákveðið hefur verið að frestu þessu móti.
Töltmót Snæfellings
19.01.2012 17:05
Sýnikennsla í Faxaborg
Guðmar Þór Pétursson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í Faxaborg miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00.
Guðmar Þór þarf ekki að kynna fyrir hestamönnum og hann er nú orðinn ,,borgfirðingur" með aðstöðu að Staðarhúsum.
Aðgangseyrir kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
16.01.2012 15:02
Vesturlandssýning
13.01.2012 00:12
Reiðnámskeið
4 pláss laus á reiðnámskeiðið með Sölva!!!!
Reiðnámskeið helgina 28-29 Jan. Kennari verður Sölvi Sigurðsson, en hann hefur m,a stundað reiðkennslu við Háskólann á Hólum.
Kennt verður í einkatímum 20 mín tvisvar á dag og mælt er með að fólk fylgist með hinum meðan á kennslu stendur. Helgin kostar 18.000 á mann og innfalið er geymsla fyrir hrossið, kaffi og kökur en viljum biðja fólk um að taka með sér nesti í hádegismat, einnig er hægt að fá nýta eldunaraðstöðuna sem er til staðar. Skráning og nánari upplýsingar í 8995625 eða sodulsholt@sodulsholt.is
Með kveðju
Dóri og Iðunn.
Söðulsholt
311 Borgarnes
sodulsholt@sodulsholt.is
11.01.2012 13:24
Námskeið
Keppnisknapinn
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum. Fjórar markvissar kennsluhelgar auk fimmtu helgarinnar þar sem undirbúin er sýning og tekið þátt í formlegu móti.
Námskeiðið Keppnisknapinn er hugsað fyrir þá sem vilja auka færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins. Farið verður í þjálfun keppnishestsins, hvernig hann er sem best undirbúinn fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar og hvernig sýningar eru útfærðar á árangursríkan hátt. Skilgreindar verða sterkar og veikar hliðar hvers hests og knapa auk þess sem líkamlegt ástand hestsins verður skoðað allt námskeiðið. Kennslan er einstaklingsmiðuð, en lögð áhersla á að nemar fylgist með hver öðrum. Í gegnum allt ferlið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.
Yfirumsjón og aðalkennari er afrekskeppnisknapinn og reiðkennarinn Sigurður Sigurðarson. Auk þess koma að kennslunni Lárus Ástmar Hannesson, formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson, sérfræðingur við LbhÍ.
Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar. Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir hestadómara og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).
Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá 15:00-22:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttir (86 kennslustundir).
Verð: 123.000.- (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)
Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
Hestadómarinn
Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.
Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.
Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:
- Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
- Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
- Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
- Hugtakanotkun við mat á hrossum
- Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
- Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
- Atferlisfræði
- Áseta og stjórnun
- Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans
Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth, reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson, kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson, gæðingadómari munu koma að kennslunni.
Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).
Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.
Verð: 86.000.- (Kennsla, gögn, veitingar)
Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000
Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 898 0548 -larusha@simnet.is
08.01.2012 12:20
Starfið framundan
Vetrarstarfið og næstu viðburðir
·
Tvö
mót í vetur, annars vegar töltmót, 27. janúar og þrí eða
fjórgangasmót, 9. mars í Söðulsholti
·
Fara
menningarferð 3. mars um Borgarfjörðinn
·
Tveir
dagar fyrir yngri kynslóðina í Reiðhöllinni í Grundarfirði, sunnudagana 12.
febrúar og 15. apríl, þar verða þrautabrautir, grill og reiðtúr ef veður
leyfir.
·
Aðalfundur
28. mars í Stykkishólmi.
·
Reyna
að hafa aftur reiðtúr á fjörurnar eins og var reynt s.l. vetur en veðrið
hamlaði því að að hægt væri að ferðast með hestakerrur síðast.
Úrtakan
fyrir Landsmót
Sameiginlega
úrtaka fyrir Landsmót með hinum félögunum á Vesturlandi laugardaginn 9. júní í
Borgarnesi
Íþróttamót
Íþróttamótið
í Grundarfirði 12. Maí
Hestaþing
Snæfellings
Stefnan
er að hafa Hestaþingið í tvo daga, helgina 6-7 júlí.
Bikarmót
Stefnt
er á bikarmót Vesturlands á Æðarodda eða Kaldármelum 25-26 ágúst.
Með bestu kveðju
Stjórnin